Volkswagen hættir notkun slagorðsins “Das Auto” Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 11:16 Merki og slagorð Volkswagen. Frá árinu 2007 hefur Volkswagen notað slagorðið “Das Auto” í auglýsingum sínum og vitnar þar til þess að bílar þeirra séu hinir einu raunverulegu bílar. Þrátt fyrir að bílar Volkswagen séu almennt einkar vel smíðaðir þykir forsvarsmönnum Volkswagen nú að þetta slagorð sé ekki mjög viðeigandi nú þegar fyrirtækið vill sýna auðmýkt eftir að upp komst um dísilvélasvindl þess í september. Því verður notkun þess hætt. Volkswagen þarf og ætlar að byggja aftur upp ímynd sína og mun vafalaust takast það á grundvelli gæðasmíði þess, en það verður ekki gert á horkafullan hátt, heldur með auðmýkt. Volkswagen hefur ekki greint frá því hverskonar slagorð mun leysa “Das Auto” af hólmi. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent
Frá árinu 2007 hefur Volkswagen notað slagorðið “Das Auto” í auglýsingum sínum og vitnar þar til þess að bílar þeirra séu hinir einu raunverulegu bílar. Þrátt fyrir að bílar Volkswagen séu almennt einkar vel smíðaðir þykir forsvarsmönnum Volkswagen nú að þetta slagorð sé ekki mjög viðeigandi nú þegar fyrirtækið vill sýna auðmýkt eftir að upp komst um dísilvélasvindl þess í september. Því verður notkun þess hætt. Volkswagen þarf og ætlar að byggja aftur upp ímynd sína og mun vafalaust takast það á grundvelli gæðasmíði þess, en það verður ekki gert á horkafullan hátt, heldur með auðmýkt. Volkswagen hefur ekki greint frá því hverskonar slagorð mun leysa “Das Auto” af hólmi.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent