Opel framljós sem "hugsa um öryggið“! Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 10:30 Aðalljósin í nýjum Opel Astra. Opel Opel leggur áherslu á að gera hátækni sína aðgengilega fyrir sem flesta og nú m.a. með því að bjóða hana í bílum sem almenningur hefur ráð á að kaupa. Nýja háþróaða Led Matrix framljósakerfið, IntelliLux,er sönnun þess. Opel er fyrsti bílaframleiðandinn sem lætur svo öflugan ljósabúnað í bílgerðir sem almennt tilheyra ekki lúxusbílaflokknum svokallaða. “ Það er gott til þess að hugsa að innleiðing okkar á Led Matrix ljósatækninni eykur öryggi fleiri ökumanna og vegfarenda, sérstaklega yfir myrkasta tíma sólarhringsins.” segir Charlie Klein, stjórnarmaður í tæknideild Opel. Led Matrix lýsingarsamstæðan byggist upp af 16 LED einingum. Átta eru staðsettir á hvorri hlið bílsins og sjá til þess að kveikja á háu ljósunum um leið og ekið er út úr borgarumhverfi og síðan að aðlaga, sjálfvirkt, lengd og lögun ljósgeislans mismunandi aðstæðum í umferðinni á hverjum tíma. Ljósin eru tengd nema framan á bílnum sem metur bílljósin á aðvífandi bílum í umferðinni og aðlagar ljósmagn sitt sjálfvirkt svo engin hætta sé á að viðkomandi ökumenn blindist við að mæta þér. Aðrir hlutar vegarins og umhverfisins haldast afar vel upplýstir engu að síður. Rannsóknir sem framkvæmdar voru á vegum Tækniháskólans í Darmstadt staðfesta að Led-Matrix búnaðurinn felur í sér mikið öryggisforskot í umferðinni. Niðurstöður leiða m.a. í ljós að á 80 km hraða, sjá ökumenn sem eru með Led Matrix búnaðinn, hluti sem staðsettir eru við vegabrún, 30 til 40 metrum fyrr en þeir sem aka bílum með hefðbundnum halogen/xenon framljósabúnaði. Þetta getur hæglega skipt sköpum og gefur ökumanninum 1,5 sekúndur aukalega til að bregðast við því óvænta á veginum. Opel Astra, hinn nýi, sem talað hefur verið um sem risastökk í millistærðarflokki bíla, er búinn þessum hátækni ljósabúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna, sem er umboðsaðili Opel á Íslandi, ríkir mikil eftirvænting fyrir nýjum Opel Astra. Þessi bíll, sem undanfarnar vikur hefur hlaðið á sig fjölda verðlauna og er nú þegar kominn í úrslit, ásamt sex öðrum bílum, sem bíll ársins í Evrópu 2016, verður kynntur hjá fyrirtækinu eftir áramót. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Opel leggur áherslu á að gera hátækni sína aðgengilega fyrir sem flesta og nú m.a. með því að bjóða hana í bílum sem almenningur hefur ráð á að kaupa. Nýja háþróaða Led Matrix framljósakerfið, IntelliLux,er sönnun þess. Opel er fyrsti bílaframleiðandinn sem lætur svo öflugan ljósabúnað í bílgerðir sem almennt tilheyra ekki lúxusbílaflokknum svokallaða. “ Það er gott til þess að hugsa að innleiðing okkar á Led Matrix ljósatækninni eykur öryggi fleiri ökumanna og vegfarenda, sérstaklega yfir myrkasta tíma sólarhringsins.” segir Charlie Klein, stjórnarmaður í tæknideild Opel. Led Matrix lýsingarsamstæðan byggist upp af 16 LED einingum. Átta eru staðsettir á hvorri hlið bílsins og sjá til þess að kveikja á háu ljósunum um leið og ekið er út úr borgarumhverfi og síðan að aðlaga, sjálfvirkt, lengd og lögun ljósgeislans mismunandi aðstæðum í umferðinni á hverjum tíma. Ljósin eru tengd nema framan á bílnum sem metur bílljósin á aðvífandi bílum í umferðinni og aðlagar ljósmagn sitt sjálfvirkt svo engin hætta sé á að viðkomandi ökumenn blindist við að mæta þér. Aðrir hlutar vegarins og umhverfisins haldast afar vel upplýstir engu að síður. Rannsóknir sem framkvæmdar voru á vegum Tækniháskólans í Darmstadt staðfesta að Led-Matrix búnaðurinn felur í sér mikið öryggisforskot í umferðinni. Niðurstöður leiða m.a. í ljós að á 80 km hraða, sjá ökumenn sem eru með Led Matrix búnaðinn, hluti sem staðsettir eru við vegabrún, 30 til 40 metrum fyrr en þeir sem aka bílum með hefðbundnum halogen/xenon framljósabúnaði. Þetta getur hæglega skipt sköpum og gefur ökumanninum 1,5 sekúndur aukalega til að bregðast við því óvænta á veginum. Opel Astra, hinn nýi, sem talað hefur verið um sem risastökk í millistærðarflokki bíla, er búinn þessum hátækni ljósabúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna, sem er umboðsaðili Opel á Íslandi, ríkir mikil eftirvænting fyrir nýjum Opel Astra. Þessi bíll, sem undanfarnar vikur hefur hlaðið á sig fjölda verðlauna og er nú þegar kominn í úrslit, ásamt sex öðrum bílum, sem bíll ársins í Evrópu 2016, verður kynntur hjá fyrirtækinu eftir áramót.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent