Meira um stórar gjafir þessi jól sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. desember 2015 12:55 Andrés Magnússon vísir/stefán Jólaverslun hefur verið blómlegri í ár en í fyrra, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir neytendur eyða meiru en undanfarin ár og að ljóst sé að svartur föstudagur hafði töluverð áhrif á verslunina. „Ég held að við getum alveg sagt að hún hafi verið blómlegri í ár en í fyrra, þannig að þetta er allt í rétta átt. Mjög margar verslanir nýttu sér Black Friday í fyrsta sinn. Það var greinilegt þarna síðustu helgina í nóvember að neytendur kunnu mjög vel að meta þá miklu afslætti sem þá voru í boði," segir Andrés og bætir við að nokkur breyting hafi átt sér stað í jólaversluninni í ár. „Almenningur er ekki bara að kaupa þessar hefðbundnu jólagjafavörur eða slíkar vörur heldur hefur almenningur verið að kaupa meira af stórum heimilistækjum, húsgögnum, húsbúnaði og ljósum. Það er aukning sem er greinileg þannig að samsetning verslunarinnar er töluvert öðruvísi en við höfum átt að venjast á þessum tíma árs." Andrés segir þennan stíganda að vissu leyti í takt við það sem átti sér stað fyrir hrun. „Við erum kannski að einhverju leyti að sjá upptaktinn af einhverju svipuðu þó að það verði nú kannski, og ég vil segja vonandi ekki í sama mæli og var fyrir hrun. En ég vil segja að það sé kominn eðlilegri gangur í jólaverslunina, gangur eins og við viljum sjá hana vera þannig að fólk sé bara að gera eðlileg jólainnkaup. Engir öfgar, fólk er bara að gera vel við sig í mat og drykk," segir hann. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Jólaverslun hefur verið blómlegri í ár en í fyrra, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir neytendur eyða meiru en undanfarin ár og að ljóst sé að svartur föstudagur hafði töluverð áhrif á verslunina. „Ég held að við getum alveg sagt að hún hafi verið blómlegri í ár en í fyrra, þannig að þetta er allt í rétta átt. Mjög margar verslanir nýttu sér Black Friday í fyrsta sinn. Það var greinilegt þarna síðustu helgina í nóvember að neytendur kunnu mjög vel að meta þá miklu afslætti sem þá voru í boði," segir Andrés og bætir við að nokkur breyting hafi átt sér stað í jólaversluninni í ár. „Almenningur er ekki bara að kaupa þessar hefðbundnu jólagjafavörur eða slíkar vörur heldur hefur almenningur verið að kaupa meira af stórum heimilistækjum, húsgögnum, húsbúnaði og ljósum. Það er aukning sem er greinileg þannig að samsetning verslunarinnar er töluvert öðruvísi en við höfum átt að venjast á þessum tíma árs." Andrés segir þennan stíganda að vissu leyti í takt við það sem átti sér stað fyrir hrun. „Við erum kannski að einhverju leyti að sjá upptaktinn af einhverju svipuðu þó að það verði nú kannski, og ég vil segja vonandi ekki í sama mæli og var fyrir hrun. En ég vil segja að það sé kominn eðlilegri gangur í jólaverslunina, gangur eins og við viljum sjá hana vera þannig að fólk sé bara að gera eðlileg jólainnkaup. Engir öfgar, fólk er bara að gera vel við sig í mat og drykk," segir hann.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira