Aðhald í ríkisfjármálum nauðsynlegt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2015 09:49 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/anton brink Staða ríkissjóðs er að ýmsu leyti ekki eins góð og hún lítur út fyrir að vera þar sem stórar gjaldfærslur eiga eftir að falla á ríkið á næstu árum. Þeirra á meðal eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar og skuldbindingar Íbúðalánasjóðs, en þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Í Hagsjánni kemur fram að staða ríkissjóðs sé mjög mismunandi eftir því hvort stöðugleikaframlög föllnu bankanna eru tekin með í reikninginn eða ekki. Þannig er nú gert ráð fyrir 6,8 milljarði afgangi í fjárlögum næsta árs en séu stöðugleikaframlögin með verður tekjuafgangur ríkissjóðs 2016 345 milljarðar króna. Þó er á það bent í Hagsjánni að uppistaða stöðugleikaframlaganna eru eignir sem ekki er auðvelt að koma í verð á stuttum tíma. Þannig sé ekki gert ráð fyrir því að Íslandsbanki verði seldur á næsta ári en þó megi gera ráð fyrir auknum arðtekjum ríkissjóðs á næsta ári þar sem bankinn verði að fullu í eigu ríkisins. Þá er einnig minnt á það í Hagsjá bankans að næstu fjárlög verða lögð fram í aðdraganda Alþingiskosninga sem verða vorið 2017: „[...] sagan segir að við slíkar aðstæður losni jafnan um aðhald í opinberum fjármálum. Miðað við aðstæður í hagkerfinu í dag er mjög mikilvægt að ríkisfjármálunum sé biett þannig að þau séu í takti við peningamálastjórn Seðlabankans í baráttu við verðbólgu og þenslu,“ segir í Hagsjánni sem sjá má í heild sinni hér. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Staða ríkissjóðs er að ýmsu leyti ekki eins góð og hún lítur út fyrir að vera þar sem stórar gjaldfærslur eiga eftir að falla á ríkið á næstu árum. Þeirra á meðal eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar og skuldbindingar Íbúðalánasjóðs, en þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Í Hagsjánni kemur fram að staða ríkissjóðs sé mjög mismunandi eftir því hvort stöðugleikaframlög föllnu bankanna eru tekin með í reikninginn eða ekki. Þannig er nú gert ráð fyrir 6,8 milljarði afgangi í fjárlögum næsta árs en séu stöðugleikaframlögin með verður tekjuafgangur ríkissjóðs 2016 345 milljarðar króna. Þó er á það bent í Hagsjánni að uppistaða stöðugleikaframlaganna eru eignir sem ekki er auðvelt að koma í verð á stuttum tíma. Þannig sé ekki gert ráð fyrir því að Íslandsbanki verði seldur á næsta ári en þó megi gera ráð fyrir auknum arðtekjum ríkissjóðs á næsta ári þar sem bankinn verði að fullu í eigu ríkisins. Þá er einnig minnt á það í Hagsjá bankans að næstu fjárlög verða lögð fram í aðdraganda Alþingiskosninga sem verða vorið 2017: „[...] sagan segir að við slíkar aðstæður losni jafnan um aðhald í opinberum fjármálum. Miðað við aðstæður í hagkerfinu í dag er mjög mikilvægt að ríkisfjármálunum sé biett þannig að þau séu í takti við peningamálastjórn Seðlabankans í baráttu við verðbólgu og þenslu,“ segir í Hagsjánni sem sjá má í heild sinni hér.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira