Hyundai vetnisbíll með 800 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2015 11:42 Hyundai ix35 Fuel Cell. worldcarfans Hyundai getur státað sig af því að hafa framleitt fyrsta fjöldaframleidda vetnisbílinn í heiminum með Hyundai ix35 Fuel Cell bílnum, en nú er komið að því að fylgja honum eftir. Að sjálfsögðu verður það ekki með ix35 bíl þar sem framleiðslu hans sem hefðbundins brunabíls er hætt og Hyundai Tucson tekinn við. Líklegt þykir þó að næsti vetnisbíll Hyundai verði jepplingur, en í hvers konar búningi sem hann verður þá á hann að komast 800 kílómetra á tankfylli af vetni. Hann á að hafa 177 km hámarkshraða og telst það gott fyrir vetnisbíl. Hyundai ix35 Fuel Cell hafði ágæta drægni, eða 594 km og 160 km hámarkshraða, svo ekki er um neina stóra byltingu að ræða, en hafa verður í huga að fæstir bensín- eða dísilbílar ná 800 kílómetra akstri á tankfyllinni. Hyundai hefur ekki látið uppi hvenær von er á nýjum vetnisbíl, en líklega verður það ekki fyrr en 2018 og ekki seinna en 2020. Kia er einnig að vinna að smíði vetnisbíls með samskonar drægni og 170 km hámarkshraða og hann á að koma á markað árið 2020. Kia vinnur með 300 mismunandi samstarfsaðilum að þróun þess bíls og lofar miklu tækniundri. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent
Hyundai getur státað sig af því að hafa framleitt fyrsta fjöldaframleidda vetnisbílinn í heiminum með Hyundai ix35 Fuel Cell bílnum, en nú er komið að því að fylgja honum eftir. Að sjálfsögðu verður það ekki með ix35 bíl þar sem framleiðslu hans sem hefðbundins brunabíls er hætt og Hyundai Tucson tekinn við. Líklegt þykir þó að næsti vetnisbíll Hyundai verði jepplingur, en í hvers konar búningi sem hann verður þá á hann að komast 800 kílómetra á tankfylli af vetni. Hann á að hafa 177 km hámarkshraða og telst það gott fyrir vetnisbíl. Hyundai ix35 Fuel Cell hafði ágæta drægni, eða 594 km og 160 km hámarkshraða, svo ekki er um neina stóra byltingu að ræða, en hafa verður í huga að fæstir bensín- eða dísilbílar ná 800 kílómetra akstri á tankfyllinni. Hyundai hefur ekki látið uppi hvenær von er á nýjum vetnisbíl, en líklega verður það ekki fyrr en 2018 og ekki seinna en 2020. Kia er einnig að vinna að smíði vetnisbíls með samskonar drægni og 170 km hámarkshraða og hann á að koma á markað árið 2020. Kia vinnur með 300 mismunandi samstarfsaðilum að þróun þess bíls og lofar miklu tækniundri.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent