Sætur agnarsmár Daihatsu Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2015 10:16 Daihatsu Copen er agnarsmár. Þó Daihatsu bílar séu ekki lengur seldir hér á landi lifir merkið enn góðu lífi í eigu Toyota og er notað fyrir ódýra bíla á láglaunamörkuðum. Daihatsu framleiðir aðallega mjög litla bíla og hér sést engin undantekning frá því. Þennan bíl ætlar Daihatsu að sýna á Tokyo Auto Salon í Japan í næsta mánuði. Hann heitir Daihatsu Copen og er sannarlega agnarsmár, eða 3,4 metra langur og gerir bíl eins og Fiat 500 að risa. Í honum er heldur ekki stór vél en hún er með 0,66 lítra sprengirými og uppfyllir bíllinn því skilgreininguna “kei”-bíll í Japan. Lítið sprengirými er bætt upp með forþjöppu og því má búast við að þessi 850 kílóa bíll sé sprækur. Daihatsu kynnti fyrst bíl undir nafninu Copen sem agnarsmáan blæjubíl árið 2002 og framleiddi hann í 10 ár og hætti þá framleiðslu hans. Framleiðsla á honum hófst svo aftur í fyrra og nú kynnir Daihatsu hann í tveimur nýjum útfærslum, með coupe-lagi og sem shooting brake. Daihatsu ætlar svo að framleiða eina gerð Copen enn, upphækkað gerð hans með aukna torfærueiginleika og fær hann nafnið Copen Adventure. Ekki er ljóst hvort Daihatsu áformar að selja þessa Copen bíla í Evrópu, en þeir verða ekki í sölu í Bandaríkjunum.Shooting Brake útfærsla Daihatsu Copen er líka flottur. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent
Þó Daihatsu bílar séu ekki lengur seldir hér á landi lifir merkið enn góðu lífi í eigu Toyota og er notað fyrir ódýra bíla á láglaunamörkuðum. Daihatsu framleiðir aðallega mjög litla bíla og hér sést engin undantekning frá því. Þennan bíl ætlar Daihatsu að sýna á Tokyo Auto Salon í Japan í næsta mánuði. Hann heitir Daihatsu Copen og er sannarlega agnarsmár, eða 3,4 metra langur og gerir bíl eins og Fiat 500 að risa. Í honum er heldur ekki stór vél en hún er með 0,66 lítra sprengirými og uppfyllir bíllinn því skilgreininguna “kei”-bíll í Japan. Lítið sprengirými er bætt upp með forþjöppu og því má búast við að þessi 850 kílóa bíll sé sprækur. Daihatsu kynnti fyrst bíl undir nafninu Copen sem agnarsmáan blæjubíl árið 2002 og framleiddi hann í 10 ár og hætti þá framleiðslu hans. Framleiðsla á honum hófst svo aftur í fyrra og nú kynnir Daihatsu hann í tveimur nýjum útfærslum, með coupe-lagi og sem shooting brake. Daihatsu ætlar svo að framleiða eina gerð Copen enn, upphækkað gerð hans með aukna torfærueiginleika og fær hann nafnið Copen Adventure. Ekki er ljóst hvort Daihatsu áformar að selja þessa Copen bíla í Evrópu, en þeir verða ekki í sölu í Bandaríkjunum.Shooting Brake útfærsla Daihatsu Copen er líka flottur.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent