Leiðtogar vara við útlendingahræðslu Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. janúar 2015 06:30 Meira en sautján þúsund manns tóku þátt í síðustu mánudagsmótmælum. Vísir/AP Samtök sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“, PEGIDA, hafa síðan í október efnt til vikulegra mótmæla í Dresden. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt, allt frá því að vera nokkur hundruð manns í október upp í rúmlega 17 þúsund manns núna rétt fyrir jólin. Í hátíðarræðum sínum beindu bæði Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti orðum sínum til þeirra sem tekið hafa þátt í mótmælunum, vöruðu við málflutningi þeirra og hvöttu Þjóðverja til að taka vel á móti flóttafólki. Þýskir kirkjuleiðtogar notuðu einnig sínar hátíðarræður til að vara við vaxandi andúð í garð innflytjenda. „Nú eru margir farnir að hrópa aftur á mánudögum: Við erum þjóðin,“ sagði Merkel í áramótaræðu sinni, og vísaði þar til eins þekktasta slagorðs austur-þýskra mótmælenda haustið 1989. Hún segir meininguna í þessum orðum nú vera allt aðra en árið 1989: „Í raun meina þeir: Þið tilheyrið okkur ekki – vegna húðlitar ykkar eða trúar ykkar. Þess vegna segi ég öllum, sem taka þátt í mótmælasamkomum af þessu tagi: Fylgið ekki þeim sem kalla á slíkt! Því of oft er það svo að í hjörtum þeirra búa fordómar, kuldi og jafnvel hatur.“ Sjálf ólst Merkel upp í Austur-Þýskalandi og minnti í ræðu sinni á að eitt helsta baráttumál austur-þýsku mótmælendanna haustið 1989 hefði snúist um að börnin þeirra gætu lifað án ótta, rétt eins og flóttamenn sem leita til Þýskalands eftir öryggi. „Margir þeirra hafa bókstaflega sloppið naumlega frá dauða. Það segir sig sjálft að við hjálpum þeim og tökum við fólki sem leitar hælis hjá okkur,“ sagði Merkel í ræðu sinni. Gauck forseti, sem er fyrrverandi prestur og rétt eins og Merkel einnig frá Austur-Þýskalandi, tók í sama streng, hvatti menn til að óttast ekki og sagði: „Ég fagna því að langflest okkar fylgja ekki þeim sem vilja einangra Þýskaland.“ Samtökin hafa næsta mánudag boðað til mótmælasamkomu í Dresden í ellefta sinn frá því í október. Á miðvikudaginn stendur svo til að hefja samstarf PEGIDA og stjórnmálaflokks þýskra þjóðernissinna, sem heitir Alternative für Deutschland eða Valkostur fyrir Þýskaland. Flokkurinn, sem rétt eins og PEGIDA hefur verið gagnrýndur fyrir að ala á ótta við innflytjendur, á sjö fulltrúa á Evrópuþinginu þótt ekki hafi hann náð inn manni í síðustu þingkosningum í Þýskalandi árið 2013. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Stern segjast nærri 30 prósent aðspurðra geta tekið undir málflutning PEGIDA. Rúmlega 70 prósent stuðningsmanna Valkosts fyrir Þýskaland segjast, samkvæmt sömu könnun, höll undir stefnu PEGIDA. Flóttamenn Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Samtök sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“, PEGIDA, hafa síðan í október efnt til vikulegra mótmæla í Dresden. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt, allt frá því að vera nokkur hundruð manns í október upp í rúmlega 17 þúsund manns núna rétt fyrir jólin. Í hátíðarræðum sínum beindu bæði Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti orðum sínum til þeirra sem tekið hafa þátt í mótmælunum, vöruðu við málflutningi þeirra og hvöttu Þjóðverja til að taka vel á móti flóttafólki. Þýskir kirkjuleiðtogar notuðu einnig sínar hátíðarræður til að vara við vaxandi andúð í garð innflytjenda. „Nú eru margir farnir að hrópa aftur á mánudögum: Við erum þjóðin,“ sagði Merkel í áramótaræðu sinni, og vísaði þar til eins þekktasta slagorðs austur-þýskra mótmælenda haustið 1989. Hún segir meininguna í þessum orðum nú vera allt aðra en árið 1989: „Í raun meina þeir: Þið tilheyrið okkur ekki – vegna húðlitar ykkar eða trúar ykkar. Þess vegna segi ég öllum, sem taka þátt í mótmælasamkomum af þessu tagi: Fylgið ekki þeim sem kalla á slíkt! Því of oft er það svo að í hjörtum þeirra búa fordómar, kuldi og jafnvel hatur.“ Sjálf ólst Merkel upp í Austur-Þýskalandi og minnti í ræðu sinni á að eitt helsta baráttumál austur-þýsku mótmælendanna haustið 1989 hefði snúist um að börnin þeirra gætu lifað án ótta, rétt eins og flóttamenn sem leita til Þýskalands eftir öryggi. „Margir þeirra hafa bókstaflega sloppið naumlega frá dauða. Það segir sig sjálft að við hjálpum þeim og tökum við fólki sem leitar hælis hjá okkur,“ sagði Merkel í ræðu sinni. Gauck forseti, sem er fyrrverandi prestur og rétt eins og Merkel einnig frá Austur-Þýskalandi, tók í sama streng, hvatti menn til að óttast ekki og sagði: „Ég fagna því að langflest okkar fylgja ekki þeim sem vilja einangra Þýskaland.“ Samtökin hafa næsta mánudag boðað til mótmælasamkomu í Dresden í ellefta sinn frá því í október. Á miðvikudaginn stendur svo til að hefja samstarf PEGIDA og stjórnmálaflokks þýskra þjóðernissinna, sem heitir Alternative für Deutschland eða Valkostur fyrir Þýskaland. Flokkurinn, sem rétt eins og PEGIDA hefur verið gagnrýndur fyrir að ala á ótta við innflytjendur, á sjö fulltrúa á Evrópuþinginu þótt ekki hafi hann náð inn manni í síðustu þingkosningum í Þýskalandi árið 2013. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Stern segjast nærri 30 prósent aðspurðra geta tekið undir málflutning PEGIDA. Rúmlega 70 prósent stuðningsmanna Valkosts fyrir Þýskaland segjast, samkvæmt sömu könnun, höll undir stefnu PEGIDA.
Flóttamenn Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira