Mótmæli gegn mótmælum Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. janúar 2015 07:00 „Frú Merkel, hér er þjóðin,“ stendur á skilti við mynd af Angelu Merkel kanslara, sveipaðri slæðu og dapurri á svip. fréttablaðið/AP „Ekki hrópa slagorð,“ voru fyrirmælin frá René Jahn, einum af forsvarsmönnum PEGIDA-hreyfingarinnar í Þýskalandi, til væntanlegra þátttakenda í mánudagsmótmælum hreyfingarinnar í gær. Hann sagði fyrirfram gefið að fjölmiðlar myndu snúa út úr öllum slagorðum í neikvæðum fréttaflutningi. Þátttakendur urðu þó engan veginn við þessari bón, því þar mátti sjá ýmis slagorð á mótmælaskiltum. Þar á meðal skilti við mynd af Angelu Merkel Þýskalandskanslara með orðsendingu til hennar: „Frú Merkel, hér er þjóðin.“ Merkel hafði í hátíðarræðu sinni um jólin farið hörðum orðum um tilkall PEGIDA-hreyfingarinnar til þess að vera einhvers konar rödd þýsku þjóðarinnar. Ekki urðu heldur margir þátttakendur við þeirri ósk forsvarsmanna PEGIDA um að mæta til mótmælanna með sorgarborða vegna atburðanna í París í síðustu viku, sem kostuðu sautján manns lífið. Nokkrir mættu þó með svört skilti með áletruninni „Ég er Charlie“. Flestir lögðu þó áherslu á að voðaverkin í París sönnuðu að þörf væri á því að berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Mánudagsmótmæli PEGIDA-hreyfingarinnar hafa nú verið haldin tólf sinnum frá því í október. Í fyrstu voru þátttakendur í Dresden aðeins nokkur hundruð, en þeim hefur fjölgað hratt. Heiko Maas dómsmálaráðherra hafði hvatt fólk til þess að mæta ekki til mótmælafunda PEGIDA-hreyfingarinnar. Hann hefur einnig sagst helst vilja banna þessar samkomur. Tugir þúsunda mættu engu að síður til mótmælafundanna í Dresden og fleiri borgum Þýskalands í gær, en jafnframt mættu tugir þúsunda til þess að sýna andstöðu sína við PEGIDA-hreyfinguna í flestum sömu borgunum. Þar á meðal Dresden, Leipzig, Berlín og München. Í München komu að minnsta kosti 20 þúsund manns saman til þess að mótmæla PEGIDA undir slagorðinu „München er litrík“. „Ef við fyllumst ótta, þá hafa þeir sigrað,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri í München, og vísaði til ódæðismannanna frá París. Charlie Hebdo Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
„Ekki hrópa slagorð,“ voru fyrirmælin frá René Jahn, einum af forsvarsmönnum PEGIDA-hreyfingarinnar í Þýskalandi, til væntanlegra þátttakenda í mánudagsmótmælum hreyfingarinnar í gær. Hann sagði fyrirfram gefið að fjölmiðlar myndu snúa út úr öllum slagorðum í neikvæðum fréttaflutningi. Þátttakendur urðu þó engan veginn við þessari bón, því þar mátti sjá ýmis slagorð á mótmælaskiltum. Þar á meðal skilti við mynd af Angelu Merkel Þýskalandskanslara með orðsendingu til hennar: „Frú Merkel, hér er þjóðin.“ Merkel hafði í hátíðarræðu sinni um jólin farið hörðum orðum um tilkall PEGIDA-hreyfingarinnar til þess að vera einhvers konar rödd þýsku þjóðarinnar. Ekki urðu heldur margir þátttakendur við þeirri ósk forsvarsmanna PEGIDA um að mæta til mótmælanna með sorgarborða vegna atburðanna í París í síðustu viku, sem kostuðu sautján manns lífið. Nokkrir mættu þó með svört skilti með áletruninni „Ég er Charlie“. Flestir lögðu þó áherslu á að voðaverkin í París sönnuðu að þörf væri á því að berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Mánudagsmótmæli PEGIDA-hreyfingarinnar hafa nú verið haldin tólf sinnum frá því í október. Í fyrstu voru þátttakendur í Dresden aðeins nokkur hundruð, en þeim hefur fjölgað hratt. Heiko Maas dómsmálaráðherra hafði hvatt fólk til þess að mæta ekki til mótmælafunda PEGIDA-hreyfingarinnar. Hann hefur einnig sagst helst vilja banna þessar samkomur. Tugir þúsunda mættu engu að síður til mótmælafundanna í Dresden og fleiri borgum Þýskalands í gær, en jafnframt mættu tugir þúsunda til þess að sýna andstöðu sína við PEGIDA-hreyfinguna í flestum sömu borgunum. Þar á meðal Dresden, Leipzig, Berlín og München. Í München komu að minnsta kosti 20 þúsund manns saman til þess að mótmæla PEGIDA undir slagorðinu „München er litrík“. „Ef við fyllumst ótta, þá hafa þeir sigrað,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri í München, og vísaði til ódæðismannanna frá París.
Charlie Hebdo Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira