Segja útgáfuna kraftaverk Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. janúar 2015 07:00 Renald Luzier og Patrick Pelloux sýna nýjasta hefti skopmyndablaðsins Charlie Hebdo, sem í þetta sinn er gefið út í milljónum eintaka. nordicphotos/AFP Franskir fjölmiðlar birtu margir í gær nýjustu forsíðu skoptímaritsins Charlie Hebdo, sem formlega kemur þó ekki út fyrr en í dag. Eftirlifandi ritstjórn blaðsins efndi svo til tilfinningaþrungins blaðamannafundar til að kynna nýja heftið, sem gefið er út á sex tungumálum og í metupplagi, þremur milljónum eintaka. Á forsíðunni er mynd af Múhameð spámanni, sem grætur og heldur á skilti sem á stendur: Ég er Charlie. Fjöldi manns hefur undanfarna daga tekið upp skilti af þessu tagi til að sýna samstöðu með ritstjórn blaðsins, sem öfgamúslimar réðust á með grimmilegum hætti í síðustu viku þannig að tíu manns lágu í valnum, auk þess sem tveir lögreglumenn voru myrtir fyrir utan húsakynni blaðsins. Fyrir ofan myndina af Múhameð standa svo sáttarorð tímaritsins: Allt er fyrirgefið. Inni í blaðinu eru svo fleiri skopmyndir af Múhameð spámanni. „Mér þykir leitt að við höfum teiknað hann einu sinni enn,“ sagði teiknarinn Renald Luzier, sem svaf yfir sig og var því ekki á staðnum þegar ofbeldismennirnir réðust inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku: „En sá Múhameð sem við höfum teiknað er bara lítill náungi sem grætur.“FranÇois Hollande Frakklandsforseti tekur í höndina á Malek Merabet, bróður lögreglumannsins Ahmet Merabet sem myrtur var í síðustu viku. fréttablaðið/APÍ leiðara blaðsins er haldið uppi eindreginni vörn fyrir rétt þess til að gera grín að trúarbrögðum og trúarleiðtogum: „Undanfarna viku hefur Charlie, blaði trúleysingja, hlotnast fleiri kraftaverk en allir dýrlingar og spámenn til samans. Við erum stoltust af því kraftaverki að þú hafir nú í höndum þínum þetta sama blað sem við höfum alltaf sent frá okkur.“ Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar ákveðið að herða varnir sínar, senda tíu þúsund hermenn út á götur og lýsa yfir stríði við hryðjuverkamenn. François Hollande Frakklandsforseti hét því að Frakkland muni ekki sýna neina miskunn gagnvart andgyðinglegum eða andíslömskum voðaverkum og hvergi vægja gagnvart „þeim sem verja eða fremja hryðjuverk, einkum og sér í lagi stríðsmenn sem fara til Íraks og Sýrlands“. Hollande flutti einnig ávarp við útför lögreglumannsins Ahmed Merabet, sem féll fyrir byssukúlum á gangstéttinni fyrir utan ritstjórn Charlie Hebdo í síðustu viku, og sagði þar: „Ahmet Merabet vissi betur en nokkur annar að róttækt íslam hefur ekkert með íslam að gera og að öfgamenn drepa múslima.“ Í Þýskalandi héldu múslimar út á götur Berlínar til að mótmæla hryðjuverkum. Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti tóku þátt í mótælunum og sýndu þýskum múslimum eindreginn stuðning. „Það sem við þurfum að gera núna er að nota öll þau ráð sem okkur standa til boða til þess að berjast gegn umburðarleysi og ofbeldi,“ sagði Merkel. „Hatur ykkar hvetur okkur til dáða,“ sagði Gauck við ódæðismennina. „Við ætlum ekki að gefa ykkur ótta okkar.“ Charlie Hebdo Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Franskir fjölmiðlar birtu margir í gær nýjustu forsíðu skoptímaritsins Charlie Hebdo, sem formlega kemur þó ekki út fyrr en í dag. Eftirlifandi ritstjórn blaðsins efndi svo til tilfinningaþrungins blaðamannafundar til að kynna nýja heftið, sem gefið er út á sex tungumálum og í metupplagi, þremur milljónum eintaka. Á forsíðunni er mynd af Múhameð spámanni, sem grætur og heldur á skilti sem á stendur: Ég er Charlie. Fjöldi manns hefur undanfarna daga tekið upp skilti af þessu tagi til að sýna samstöðu með ritstjórn blaðsins, sem öfgamúslimar réðust á með grimmilegum hætti í síðustu viku þannig að tíu manns lágu í valnum, auk þess sem tveir lögreglumenn voru myrtir fyrir utan húsakynni blaðsins. Fyrir ofan myndina af Múhameð standa svo sáttarorð tímaritsins: Allt er fyrirgefið. Inni í blaðinu eru svo fleiri skopmyndir af Múhameð spámanni. „Mér þykir leitt að við höfum teiknað hann einu sinni enn,“ sagði teiknarinn Renald Luzier, sem svaf yfir sig og var því ekki á staðnum þegar ofbeldismennirnir réðust inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku: „En sá Múhameð sem við höfum teiknað er bara lítill náungi sem grætur.“FranÇois Hollande Frakklandsforseti tekur í höndina á Malek Merabet, bróður lögreglumannsins Ahmet Merabet sem myrtur var í síðustu viku. fréttablaðið/APÍ leiðara blaðsins er haldið uppi eindreginni vörn fyrir rétt þess til að gera grín að trúarbrögðum og trúarleiðtogum: „Undanfarna viku hefur Charlie, blaði trúleysingja, hlotnast fleiri kraftaverk en allir dýrlingar og spámenn til samans. Við erum stoltust af því kraftaverki að þú hafir nú í höndum þínum þetta sama blað sem við höfum alltaf sent frá okkur.“ Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar ákveðið að herða varnir sínar, senda tíu þúsund hermenn út á götur og lýsa yfir stríði við hryðjuverkamenn. François Hollande Frakklandsforseti hét því að Frakkland muni ekki sýna neina miskunn gagnvart andgyðinglegum eða andíslömskum voðaverkum og hvergi vægja gagnvart „þeim sem verja eða fremja hryðjuverk, einkum og sér í lagi stríðsmenn sem fara til Íraks og Sýrlands“. Hollande flutti einnig ávarp við útför lögreglumannsins Ahmed Merabet, sem féll fyrir byssukúlum á gangstéttinni fyrir utan ritstjórn Charlie Hebdo í síðustu viku, og sagði þar: „Ahmet Merabet vissi betur en nokkur annar að róttækt íslam hefur ekkert með íslam að gera og að öfgamenn drepa múslima.“ Í Þýskalandi héldu múslimar út á götur Berlínar til að mótmæla hryðjuverkum. Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti tóku þátt í mótælunum og sýndu þýskum múslimum eindreginn stuðning. „Það sem við þurfum að gera núna er að nota öll þau ráð sem okkur standa til boða til þess að berjast gegn umburðarleysi og ofbeldi,“ sagði Merkel. „Hatur ykkar hvetur okkur til dáða,“ sagði Gauck við ódæðismennina. „Við ætlum ekki að gefa ykkur ótta okkar.“
Charlie Hebdo Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira