Valitor undirbýr aukna starfsemi erlendis Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Viðar segir að kaupin séu í takt við stefnu Valitors varðandi uppbyggingu á mörkuðum á Norðurlöndum og í Bretlandi. fréttablaðið/stefán Erlent dótturfélag Valitors, Iteron Holding, hefur keypt danska greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay í Kaupmannahöfn. Kaupin eru í samræmi við stefnu Valitors varðandi uppbyggingu á lykilmörkuðum á Norðurlöndum og í Bretlandi, einkum á sviði netviðskipta. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir að kaupin séu jafnframt rökrétt framhald af nánu samstarfi félaganna undanfarin ár en stór hluti af viðskiptavinum AltaPay er í færsluhirðingu hjá Valitor. Viðar segir ljóst að kaupin muni auka vöruframboð á framangreindum mörkuðum og gera kleift að sækja þar fram af auknum krafti. Viðar segir að Valitor hafi byrjað í erlendum viðskiptum árið 2003 og sett aukinn kraft í þau árið 2007. Þá hafi stefna félagsins líka verið endurskoðuð og menn farið að einblína meira á Bretland og Norðurlöndin. Hann segir að frá þeim tíma hafi Valitor bæði verið í hefðbundinni þjónustu við kaupmenn og svo netviðskiptum. „Netviðskipti hafa verið að vaxa mikið í heiminum, um 15-20 prósent vöxtur og í dag eru um 20 prósent af öllum viðskiptum í Bretlandi netviðskipti,“ segir Viðar. Með kaupunum á Altapay geti Valitor aukið vöruframboð sitt. „Við erum að bæta við vöruframboði sem við höfum ekki í dag en þeir eru með. En það passar mjög vel saman og þá sér í lagi í netviðskiptum,“ segir hann. Þessi viðskipti Valitors marka kaflaskil í þrjátíu ára sögu fyrirtækisins því þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið kaupir annað fyrirtæki. „Já, alla vega erlendis,“ segir Viðar í samtali við Fréttablaðið. Hingað til hafi verið einblínt á innri vöxt fyrirtækisins. AltaPay er með skrifstofur í Kaupmannahöfn og í London og alls starfa 19 manns hjá félaginu. Mikill vöxtur er hjá AltaPay og gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun starfsmanna félagsins á árinu. Allir núverandi stjórnendur og starfsmenn félagsins verða áfram við störf. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira
Erlent dótturfélag Valitors, Iteron Holding, hefur keypt danska greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay í Kaupmannahöfn. Kaupin eru í samræmi við stefnu Valitors varðandi uppbyggingu á lykilmörkuðum á Norðurlöndum og í Bretlandi, einkum á sviði netviðskipta. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir að kaupin séu jafnframt rökrétt framhald af nánu samstarfi félaganna undanfarin ár en stór hluti af viðskiptavinum AltaPay er í færsluhirðingu hjá Valitor. Viðar segir ljóst að kaupin muni auka vöruframboð á framangreindum mörkuðum og gera kleift að sækja þar fram af auknum krafti. Viðar segir að Valitor hafi byrjað í erlendum viðskiptum árið 2003 og sett aukinn kraft í þau árið 2007. Þá hafi stefna félagsins líka verið endurskoðuð og menn farið að einblína meira á Bretland og Norðurlöndin. Hann segir að frá þeim tíma hafi Valitor bæði verið í hefðbundinni þjónustu við kaupmenn og svo netviðskiptum. „Netviðskipti hafa verið að vaxa mikið í heiminum, um 15-20 prósent vöxtur og í dag eru um 20 prósent af öllum viðskiptum í Bretlandi netviðskipti,“ segir Viðar. Með kaupunum á Altapay geti Valitor aukið vöruframboð sitt. „Við erum að bæta við vöruframboði sem við höfum ekki í dag en þeir eru með. En það passar mjög vel saman og þá sér í lagi í netviðskiptum,“ segir hann. Þessi viðskipti Valitors marka kaflaskil í þrjátíu ára sögu fyrirtækisins því þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið kaupir annað fyrirtæki. „Já, alla vega erlendis,“ segir Viðar í samtali við Fréttablaðið. Hingað til hafi verið einblínt á innri vöxt fyrirtækisins. AltaPay er með skrifstofur í Kaupmannahöfn og í London og alls starfa 19 manns hjá félaginu. Mikill vöxtur er hjá AltaPay og gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun starfsmanna félagsins á árinu. Allir núverandi stjórnendur og starfsmenn félagsins verða áfram við störf.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira