Tryggðu sér réttinn á hrollinum The Witch 29. janúar 2015 12:00 Anya Taylor-Joy fer með aðalhlutverkið í hryllingsmyndinni. Fyrirtækin A24 og DirecTV hafa tryggt sér dreifingarréttinn í Bandaríkjunum á hryllingsmyndinni The Witch. Samningurinn var innsiglaður á kvikmyndahátíðinni Sundance sem stendur yfir um þessar mundir, samkvæmt bíósíðunni The Wrap. Rétturinn kostaði ríflega 1,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um tvö hundruð milljónir króna. A24 og DirecTV eru í samstarfi um að sýna kvikmyndir eingöngu á DirecTV í þrjátíu daga áður en þær fara í bíó. Viðskiptavinir eru tuttugu milljónir. „The Witch er ein mest heillandi og best gerða fyrsta mynd leikstjóra sem ég hef nokkru sinni séð,“ sögðu dreifingaraðilarnir í yfirlýsingu en leikstjóri er Robert Eggers. Anya Taylor-Joy leikur aðalhlutverkið. The Witch gerist í bæ á Nýja-Englandi í Bandaríkjunum á 15. öld. Hún fjallar um hjón sem grunar að elsta dóttir þeirra sé norn eftir að nýfæddur sonur þeirra hverfur. Engar stjörnur leika í myndinni og spennan byggist upp hægt og rólega. Því er óvíst hvernig henni mun ganga í miðasölunni vestanhafs en hún hefur víða fengið góða dóma. Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrirtækin A24 og DirecTV hafa tryggt sér dreifingarréttinn í Bandaríkjunum á hryllingsmyndinni The Witch. Samningurinn var innsiglaður á kvikmyndahátíðinni Sundance sem stendur yfir um þessar mundir, samkvæmt bíósíðunni The Wrap. Rétturinn kostaði ríflega 1,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um tvö hundruð milljónir króna. A24 og DirecTV eru í samstarfi um að sýna kvikmyndir eingöngu á DirecTV í þrjátíu daga áður en þær fara í bíó. Viðskiptavinir eru tuttugu milljónir. „The Witch er ein mest heillandi og best gerða fyrsta mynd leikstjóra sem ég hef nokkru sinni séð,“ sögðu dreifingaraðilarnir í yfirlýsingu en leikstjóri er Robert Eggers. Anya Taylor-Joy leikur aðalhlutverkið. The Witch gerist í bæ á Nýja-Englandi í Bandaríkjunum á 15. öld. Hún fjallar um hjón sem grunar að elsta dóttir þeirra sé norn eftir að nýfæddur sonur þeirra hverfur. Engar stjörnur leika í myndinni og spennan byggist upp hægt og rólega. Því er óvíst hvernig henni mun ganga í miðasölunni vestanhafs en hún hefur víða fengið góða dóma.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira