Þjóðargersemin Óli Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2015 09:40 Ólafur Stefánsson, þjálfarinn Boris Bjarni Akbachev, Grímar Jónsson og Árni Sveinsson. vísir/ernir Ólafur Stefánsson er þjóðargersemi. Íslenska þjóðin elskar þennan farsæla handboltamann. Í heimildarmyndinni Óli Prik fær maður að skyggnast inn í líf mannsins bak við boltann. Ósjaldan hefur Ólafur verið djúpur í sinni nálgun á lífið og oft og tíðum skilur fólk hvorki upp né niður í því sem hann segir. Og engin er undantekningin í þessari mynd, hann er djúpur sem aldrei fyrr. Myndin er raunveruleg og sýnir meðal annars hversdagsleikann í lífi Ólafs Stefánssonar. Árni Sveinsson kvikmyndagerðarmaður eltir líf og afrek Ólafs og setur hlutina vel í samhengi. Þessi margverðlaunaði íþróttamaður er eftir allt saman bara maður. Hann á venjulega fjölskyldu, gengur í gegnum erfiða tíma eins og allir og ræður ekki við allt sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur sína bresti og kann ekki allt. Eftir að hafa séð myndina sér maður að Ólafur er hreinskilinn maður sem hefur í raun fengið nóg af íslenska draumnum – að vera atvinnumaður í handbolta. „Er þetta ekki bara komið gott,“ segir Ólafur í mjög eftirminnilegri senu í myndinni. Þá vitnar hann í þátt sem gerður var á RÚV, honum til heiðurs og um feril hans. Fjölskylda hans settist niður til að horfa á þáttinn saman sem fjallaði um handboltamanninn sem sigraði heiminn og vann allt. Hann virðist þá átta sig á að það sé kominn tími til að leita nýrra tækifæra og áskorana. „Ég skrái mig bara núna í Listaháskólann og verð listamaður, kannski verð ég bara héðan í frá Óli Prik,“ sagði Óli eftir að hafa horft á heiðursþáttinn á RÚV. Nú eru aðrir tímar hjá Ólafi þó að líf hans sé langt í frá búið. Handboltinn er kominn í annað, þriðja ef ekki fjórða sæti. Hann hefur ákveðið að tileinka börnum þetta tímabil í lífi sínu og vinnur hörðum höndum að smáforriti sem kallast Keywe. Í myndinni skynjar maður að verkefnið skiptir hann miklu máli og hans sterki metnaður er greinilega kominn þangað. Myndin fjallar um mann sem er á tímamótum. Hann er að kveðja gamla tíma og takast á við ný tækifæri. Hún er góð, fyndin og fyrst og fremst sönn. Endirinn á myndinni er virkilega táknrænn, en Ólafur hættir sem þjálfari Vals eftir þó nokkurn aðdraganda. Myndin skilur eftir spurningu: Hvernig fer næsti kafli í lífi Ólafs StefánssonarHeimildarmynd um Ólaf Stefánsson handboltamann. Leikstjóri: Árni Sveinsson Framleiðandi: Grímar JónssonNIÐURSTAÐA: Myndin er góð, fyndin og fyrst og fremst sönn. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frumsýning Óla Prik: Sjáðu myndirnar Heimildarmyndin um Ólaf Stefánsson handboltahetju frumsýnd í kvöld. 3. febrúar 2015 22:47 Stikla um Óla Stef: „Óli Prik er að fæðast akkúrat núna“ Nýr "trailer“ af myndinni um Óla Stef sýnir að farið verður um víðan völl í þessari heimildarmynd sem beðið er eftir með mikilli væntingu. 30. janúar 2015 10:51 Heimildamynd um Óla Stef: Þroskasaga þjóðhetju Myndin fjallar um þann tíma þegar Ólafur flytur heim til Íslands, eftir að hafa verið 17 ár í atvinnumennsku. 19. janúar 2015 19:00 Ekkert dregið undan í myndinni Óli Prik Heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson frumsýnd 6. febrúar. 21. janúar 2015 10:00 Óli Stef reiður: Þú skýtur eins og þú sért spastískur Ólafur Stefánsson lætur leikmenn handboltaliðs Vals heyra það í nýrri mynd sem er á leið í sýningu. 3. febrúar 2015 13:15 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson er þjóðargersemi. Íslenska þjóðin elskar þennan farsæla handboltamann. Í heimildarmyndinni Óli Prik fær maður að skyggnast inn í líf mannsins bak við boltann. Ósjaldan hefur Ólafur verið djúpur í sinni nálgun á lífið og oft og tíðum skilur fólk hvorki upp né niður í því sem hann segir. Og engin er undantekningin í þessari mynd, hann er djúpur sem aldrei fyrr. Myndin er raunveruleg og sýnir meðal annars hversdagsleikann í lífi Ólafs Stefánssonar. Árni Sveinsson kvikmyndagerðarmaður eltir líf og afrek Ólafs og setur hlutina vel í samhengi. Þessi margverðlaunaði íþróttamaður er eftir allt saman bara maður. Hann á venjulega fjölskyldu, gengur í gegnum erfiða tíma eins og allir og ræður ekki við allt sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur sína bresti og kann ekki allt. Eftir að hafa séð myndina sér maður að Ólafur er hreinskilinn maður sem hefur í raun fengið nóg af íslenska draumnum – að vera atvinnumaður í handbolta. „Er þetta ekki bara komið gott,“ segir Ólafur í mjög eftirminnilegri senu í myndinni. Þá vitnar hann í þátt sem gerður var á RÚV, honum til heiðurs og um feril hans. Fjölskylda hans settist niður til að horfa á þáttinn saman sem fjallaði um handboltamanninn sem sigraði heiminn og vann allt. Hann virðist þá átta sig á að það sé kominn tími til að leita nýrra tækifæra og áskorana. „Ég skrái mig bara núna í Listaháskólann og verð listamaður, kannski verð ég bara héðan í frá Óli Prik,“ sagði Óli eftir að hafa horft á heiðursþáttinn á RÚV. Nú eru aðrir tímar hjá Ólafi þó að líf hans sé langt í frá búið. Handboltinn er kominn í annað, þriðja ef ekki fjórða sæti. Hann hefur ákveðið að tileinka börnum þetta tímabil í lífi sínu og vinnur hörðum höndum að smáforriti sem kallast Keywe. Í myndinni skynjar maður að verkefnið skiptir hann miklu máli og hans sterki metnaður er greinilega kominn þangað. Myndin fjallar um mann sem er á tímamótum. Hann er að kveðja gamla tíma og takast á við ný tækifæri. Hún er góð, fyndin og fyrst og fremst sönn. Endirinn á myndinni er virkilega táknrænn, en Ólafur hættir sem þjálfari Vals eftir þó nokkurn aðdraganda. Myndin skilur eftir spurningu: Hvernig fer næsti kafli í lífi Ólafs StefánssonarHeimildarmynd um Ólaf Stefánsson handboltamann. Leikstjóri: Árni Sveinsson Framleiðandi: Grímar JónssonNIÐURSTAÐA: Myndin er góð, fyndin og fyrst og fremst sönn.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frumsýning Óla Prik: Sjáðu myndirnar Heimildarmyndin um Ólaf Stefánsson handboltahetju frumsýnd í kvöld. 3. febrúar 2015 22:47 Stikla um Óla Stef: „Óli Prik er að fæðast akkúrat núna“ Nýr "trailer“ af myndinni um Óla Stef sýnir að farið verður um víðan völl í þessari heimildarmynd sem beðið er eftir með mikilli væntingu. 30. janúar 2015 10:51 Heimildamynd um Óla Stef: Þroskasaga þjóðhetju Myndin fjallar um þann tíma þegar Ólafur flytur heim til Íslands, eftir að hafa verið 17 ár í atvinnumennsku. 19. janúar 2015 19:00 Ekkert dregið undan í myndinni Óli Prik Heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson frumsýnd 6. febrúar. 21. janúar 2015 10:00 Óli Stef reiður: Þú skýtur eins og þú sért spastískur Ólafur Stefánsson lætur leikmenn handboltaliðs Vals heyra það í nýrri mynd sem er á leið í sýningu. 3. febrúar 2015 13:15 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Frumsýning Óla Prik: Sjáðu myndirnar Heimildarmyndin um Ólaf Stefánsson handboltahetju frumsýnd í kvöld. 3. febrúar 2015 22:47
Stikla um Óla Stef: „Óli Prik er að fæðast akkúrat núna“ Nýr "trailer“ af myndinni um Óla Stef sýnir að farið verður um víðan völl í þessari heimildarmynd sem beðið er eftir með mikilli væntingu. 30. janúar 2015 10:51
Heimildamynd um Óla Stef: Þroskasaga þjóðhetju Myndin fjallar um þann tíma þegar Ólafur flytur heim til Íslands, eftir að hafa verið 17 ár í atvinnumennsku. 19. janúar 2015 19:00
Ekkert dregið undan í myndinni Óli Prik Heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson frumsýnd 6. febrúar. 21. janúar 2015 10:00
Óli Stef reiður: Þú skýtur eins og þú sért spastískur Ólafur Stefánsson lætur leikmenn handboltaliðs Vals heyra það í nýrri mynd sem er á leið í sýningu. 3. febrúar 2015 13:15