Sýna stuttmynd í San Francisco Freyr Bjarnason skrifar 9. febrúar 2015 10:00 Systkinin Ragnhildur Magnúsdóttir og Pétur Gautur Magnússon mynda listahópinn Icelandic Poniez. Stuttmyndin Poster Boy verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SF Indiefest í San Francisco laugardaginn 14. febrúar. Myndin er framleiðsluverkefni Icelandic Poniez sem Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson stofnaði ásamt bróður sínum, Pétri Gaut Magnússyni. „Myndin er í þessum stíl sem við höfum verið að vinna með, sem er svört kómedía. „Hún fjallar um fordóma gegn samkynhneigðum sem er auðvitað ekkert fyndið mál en sagan fjallar um hinn þrælskeggjaða Buck Baker sem þykist framleiða áróðursplaköt fyrir fordómafullan sértrúarsöfnuð í skini þess að hjálpa þeim fjárhagslega. Hann er með önnur plön í gangi,“ segir Ragnhildur. Hún og Pétur Gautur ólust upp í Norður- og Suður-Kaliforníu og búa bæði og starfa í Los Angeles. Pétur starfar sem leikstjóri, tökumaður og handritshöfundur og Ragnhildur hefur unnið við framleiðslu, m.a. fyrir kvikmyndaverið 20th Century Fox og handritssmíði. „Það verður gaman að fara í heimaborgina til að frumsýna hana. Það er ágætt að hún kláraðist. Mér var mikið flökurt í tökunum og var auðvitað með hugann annars staðar, en okkur tókst þetta að lokum,“ segir Ragnhildur, sem eignaðist dóttur í maí í fyrra. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Stuttmyndin Poster Boy verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SF Indiefest í San Francisco laugardaginn 14. febrúar. Myndin er framleiðsluverkefni Icelandic Poniez sem Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson stofnaði ásamt bróður sínum, Pétri Gaut Magnússyni. „Myndin er í þessum stíl sem við höfum verið að vinna með, sem er svört kómedía. „Hún fjallar um fordóma gegn samkynhneigðum sem er auðvitað ekkert fyndið mál en sagan fjallar um hinn þrælskeggjaða Buck Baker sem þykist framleiða áróðursplaköt fyrir fordómafullan sértrúarsöfnuð í skini þess að hjálpa þeim fjárhagslega. Hann er með önnur plön í gangi,“ segir Ragnhildur. Hún og Pétur Gautur ólust upp í Norður- og Suður-Kaliforníu og búa bæði og starfa í Los Angeles. Pétur starfar sem leikstjóri, tökumaður og handritshöfundur og Ragnhildur hefur unnið við framleiðslu, m.a. fyrir kvikmyndaverið 20th Century Fox og handritssmíði. „Það verður gaman að fara í heimaborgina til að frumsýna hana. Það er ágætt að hún kláraðist. Mér var mikið flökurt í tökunum og var auðvitað með hugann annars staðar, en okkur tókst þetta að lokum,“ segir Ragnhildur, sem eignaðist dóttur í maí í fyrra.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira