Valdi fylgir ábyrgð Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. mars 2015 09:00 Persónuvernd hefur kveðið upp úrskurð um samskipti þáverandi lögreglustjórans á Suðurnesjum við innanríkisráðuneytið í lekamálinu. Miðlun gagna með persónuupplýsingum um hælisleitendur var án lagaheimildar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist ekki hafa gerst brotleg við lög. Í samtali við RÚV sagði Sigríður sér vera stætt í embætti og að henni væri treystandi fyrir persónuupplýsingum. Úrskurðurinn hefur ekki sjálfkrafa þau áhrif að hún þurfi að segja af sér embætti. Niðurstöðuna verður vissulega að skoða í því ljósi að þau mistök sem staðfest eru í úrskurðinum voru gerð í afar erfiðri stöðu. Aðstoðarmaður ráðherra, sem almennt er litið á að starfi í umboði ráðherra, óskaði eftir gögnunum. Þessi ráðherra var vel að merkja yfirmaður hennar, og hafði beint boðvald yfir lögreglustjóranum, auk þess að geta kveðið á um líf og dauða hennar í embætti. Þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu liggur fyrir að gögnin voru afhent í heimildarleysi. Afhendingin var þannig mistök, hvort sem endanleg niðurstaða verður sú að lög hafi verið brotin eða ekki. Gjörðir lögreglustjórans áttu sér ekki stoð í lögum. Það er meginregla í stjórnsýslurétti að stjórnvöld þurfa almennt að styðjast við svokallaða lögmætisreglu sem felur í sér að þau geta ekki tekið ákvarðanir nema heimild sé fyrir þeim í settum lögum, ef um er að ræða íþyngjandi ákvarðanir sem varða trúnaðarupplýsingar um einstaklinga eins og í umræddu máli. Í úrskurðinum segir að berist ábyrgðaraðila beiðni um persónuupplýsingar beri honum að kanna á hvaða lagagrundvelli beiðnin er sett fram og taka afstöðu til hennar í því ljósi. Í samtali við RÚV í nóvember sagði Sigríður: „Ef ráðuneytið biður um eitthvað þá fær ráðuneytið það sem það biður um.“ Þessi afstaða endurspeglar vanþekkingu á lögum og reglum um persónuvernd. Þrátt fyrir að afhending gagnanna hafi mögulega verið gerð í góðri trú og án gruns um að seinna yrði misfarið með upplýsingar sem í þeim fólust, breytir það engu. Lögreglunni er falið mikið vald, meðal annars yfir skráningu og utanumhald mikils magns af viðkvæmum persónuupplýsingum. Þessu valdi fylgir sú ábyrgð að vernda þessi gögn og afhenda þau aldrei án heimildar. Jafnframt verður að ætlast til þess að þeir sem höndla þessar upplýsingar innan lögreglunnar búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu og skilningi á reglum um meðferð persónuupplýsinga. Sigríður var því – líklegast óafvitandi – þátttakandi í atburðarás sem leiddi til grófrar misbeitingar ríkisvaldsins á aðilum sem eru í einni veikustu stöðu sem fyrirfinnst hér á landi. Hún var vissulega sett í afar erfiða stöðu og þrátt fyrir að henni sé vorkunn vegna þess verður það að teljast sjálfstætt áhyggjuefni að hún telji sig ekki hafa breytt rangt á nokkurn hátt. Einstrengingslegar hártoganir hennar um meint lögbrot breyta því ekki að henni var alltaf óheimilt að afhenda gögnin. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að einn æðsti yfirmaður lögreglunnar myndi viðurkenna mistökin og biðjast afsökunar. Og á meðan lögreglustjórinn sýnir hvorki vott af iðrun né raunsæi gagnvart raunverulegri stöðu málsins hljóta að vakna upp spurningar um hvort honum sé treystandi fyrir því valdi sem í embættinu felst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Persónuvernd hefur kveðið upp úrskurð um samskipti þáverandi lögreglustjórans á Suðurnesjum við innanríkisráðuneytið í lekamálinu. Miðlun gagna með persónuupplýsingum um hælisleitendur var án lagaheimildar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist ekki hafa gerst brotleg við lög. Í samtali við RÚV sagði Sigríður sér vera stætt í embætti og að henni væri treystandi fyrir persónuupplýsingum. Úrskurðurinn hefur ekki sjálfkrafa þau áhrif að hún þurfi að segja af sér embætti. Niðurstöðuna verður vissulega að skoða í því ljósi að þau mistök sem staðfest eru í úrskurðinum voru gerð í afar erfiðri stöðu. Aðstoðarmaður ráðherra, sem almennt er litið á að starfi í umboði ráðherra, óskaði eftir gögnunum. Þessi ráðherra var vel að merkja yfirmaður hennar, og hafði beint boðvald yfir lögreglustjóranum, auk þess að geta kveðið á um líf og dauða hennar í embætti. Þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu liggur fyrir að gögnin voru afhent í heimildarleysi. Afhendingin var þannig mistök, hvort sem endanleg niðurstaða verður sú að lög hafi verið brotin eða ekki. Gjörðir lögreglustjórans áttu sér ekki stoð í lögum. Það er meginregla í stjórnsýslurétti að stjórnvöld þurfa almennt að styðjast við svokallaða lögmætisreglu sem felur í sér að þau geta ekki tekið ákvarðanir nema heimild sé fyrir þeim í settum lögum, ef um er að ræða íþyngjandi ákvarðanir sem varða trúnaðarupplýsingar um einstaklinga eins og í umræddu máli. Í úrskurðinum segir að berist ábyrgðaraðila beiðni um persónuupplýsingar beri honum að kanna á hvaða lagagrundvelli beiðnin er sett fram og taka afstöðu til hennar í því ljósi. Í samtali við RÚV í nóvember sagði Sigríður: „Ef ráðuneytið biður um eitthvað þá fær ráðuneytið það sem það biður um.“ Þessi afstaða endurspeglar vanþekkingu á lögum og reglum um persónuvernd. Þrátt fyrir að afhending gagnanna hafi mögulega verið gerð í góðri trú og án gruns um að seinna yrði misfarið með upplýsingar sem í þeim fólust, breytir það engu. Lögreglunni er falið mikið vald, meðal annars yfir skráningu og utanumhald mikils magns af viðkvæmum persónuupplýsingum. Þessu valdi fylgir sú ábyrgð að vernda þessi gögn og afhenda þau aldrei án heimildar. Jafnframt verður að ætlast til þess að þeir sem höndla þessar upplýsingar innan lögreglunnar búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu og skilningi á reglum um meðferð persónuupplýsinga. Sigríður var því – líklegast óafvitandi – þátttakandi í atburðarás sem leiddi til grófrar misbeitingar ríkisvaldsins á aðilum sem eru í einni veikustu stöðu sem fyrirfinnst hér á landi. Hún var vissulega sett í afar erfiða stöðu og þrátt fyrir að henni sé vorkunn vegna þess verður það að teljast sjálfstætt áhyggjuefni að hún telji sig ekki hafa breytt rangt á nokkurn hátt. Einstrengingslegar hártoganir hennar um meint lögbrot breyta því ekki að henni var alltaf óheimilt að afhenda gögnin. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að einn æðsti yfirmaður lögreglunnar myndi viðurkenna mistökin og biðjast afsökunar. Og á meðan lögreglustjórinn sýnir hvorki vott af iðrun né raunsæi gagnvart raunverulegri stöðu málsins hljóta að vakna upp spurningar um hvort honum sé treystandi fyrir því valdi sem í embættinu felst.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun