Skjaldborg á Patreksfirði Magnús Guðmundsson skrifar 4. mars 2015 14:30 Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir á Skjaldborgarhátíðina – hátíð íslenskra heimildarmynda sem haldin verður um hvítasunnuhelgina, 23.-26. maí, í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði að vanda. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin verður haldin en hún hefur fyrir löngu sannað sig sem einn af mikilvægustu viðburðum íslenskrar kvikmyndamenningar, enda hafa margar af áhugaverðustu heimildarmyndum undanfarinna ára verið frumsýndar þar. Má þar nefna hina frábæru Salóme sem hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar í fyrra og hefur í kjölfarið sópað að sér alþjóðlegum verðlaunum. Stefnt er að því að frumsýna um 15-20 nýjar, íslenskar heimildarmyndir en auk þess verða fersk og spennandi verk í vinnslu kynnt á hátíðinni. Þá verða hefðbundnir jafnt sem óhefðbundnir utandagskrárviðburðir á sínum stað. Opið er fyrir umsóknir til 17. apríl en umsóknareyðublað og allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar: www.skjaldborg.com Bíó og sjónvarp Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir á Skjaldborgarhátíðina – hátíð íslenskra heimildarmynda sem haldin verður um hvítasunnuhelgina, 23.-26. maí, í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði að vanda. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin verður haldin en hún hefur fyrir löngu sannað sig sem einn af mikilvægustu viðburðum íslenskrar kvikmyndamenningar, enda hafa margar af áhugaverðustu heimildarmyndum undanfarinna ára verið frumsýndar þar. Má þar nefna hina frábæru Salóme sem hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar í fyrra og hefur í kjölfarið sópað að sér alþjóðlegum verðlaunum. Stefnt er að því að frumsýna um 15-20 nýjar, íslenskar heimildarmyndir en auk þess verða fersk og spennandi verk í vinnslu kynnt á hátíðinni. Þá verða hefðbundnir jafnt sem óhefðbundnir utandagskrárviðburðir á sínum stað. Opið er fyrir umsóknir til 17. apríl en umsóknareyðublað og allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar: www.skjaldborg.com
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira