Leyndin ekki lengur í tísku Magnús Guðmundsson skrifar 10. mars 2015 12:30 Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson eru mennirnir á bak við Trend Beacon. Visir/GVA Tíska og hönnun eru áhrifavaldur í lífi okkar með einum eða öðrum hætti. Fæst okkar búa yfir vitneskju um það hvernig tískutrend vakna til lífsins og skapa auð fyrir þá sem eru með puttann á púlsinum. Heimildarmyndin Trend Beacons veitir innsýn í hvernig þetta gerist og hvernig tískuheimurinn virkar. Trend Beacons er eftir þá Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson en hún verður frumsýnd í Bíói Paradís næstkomandi fimmtudagskvöld. „Það er nú nokkuð sérstakt hvernig þetta kom til“, segir Örn Marinó. „Málið er að Ragna Fróða, eiginkona Þorkels, er að vinna í NY hjá svona tískuspáfyrirtæki. Ég var búinn að biðja Kela dáldið oft um að útskýra fyrir mér hvað hún væri að gera þarna en gekk eitthvað treglega að ná utan um þetta. Við það fæddist þessi hugmynd að gera heimildarmynd um þennan bransa til þess að skilja þetta betur og við vorum svo heppnir að við virðumst hafa hitt á góða tímasetningu. Þessi bransi hefur verið mjög lokaður og óaðgengilegur almenningi en nú virðist þessi leynd vera komin úr tísku og við græddum á því.“ Örn Marinó segir að þetta fólk sé í raun tveimur til þremur árum á undan okkur hinum. „Þau eru að velta því fyrir sér hvað kemur næst í litum, sniðum, mynstrum o.s.frv. Þannig að þetta er í raun samfélagsstúdía; að skilja hvað er að koma, hvað gerist næst. Stóru tískufyrirtækin kaupa þetta svo af þeim til þess að lágmarka áhættu og hámarka hagnað.“ Þeir félagar hafa mikið fengist við heimildarmyndagerð og Örn Marinó segir að það sem gerir það svo spennandi sé einmitt þetta sem þeir fundu í þessu verkefni. „Það er gaman að segja sögur af því sem er dulið. Heimildarmyndagerð er óvissuferð og þú færð ekki alltaf það sem þú átt von á. En vinnsla þessarar myndar hefur gengið sérstaklega vel og hún aðeins tekið um eitt og hálft ár í vinnslu. Nú er að koma að frumsýningu og við erum óneitanlega orðnir spenntir.“ Trend-Beacons-Trailer from Markell Productions on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tíska og hönnun eru áhrifavaldur í lífi okkar með einum eða öðrum hætti. Fæst okkar búa yfir vitneskju um það hvernig tískutrend vakna til lífsins og skapa auð fyrir þá sem eru með puttann á púlsinum. Heimildarmyndin Trend Beacons veitir innsýn í hvernig þetta gerist og hvernig tískuheimurinn virkar. Trend Beacons er eftir þá Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson en hún verður frumsýnd í Bíói Paradís næstkomandi fimmtudagskvöld. „Það er nú nokkuð sérstakt hvernig þetta kom til“, segir Örn Marinó. „Málið er að Ragna Fróða, eiginkona Þorkels, er að vinna í NY hjá svona tískuspáfyrirtæki. Ég var búinn að biðja Kela dáldið oft um að útskýra fyrir mér hvað hún væri að gera þarna en gekk eitthvað treglega að ná utan um þetta. Við það fæddist þessi hugmynd að gera heimildarmynd um þennan bransa til þess að skilja þetta betur og við vorum svo heppnir að við virðumst hafa hitt á góða tímasetningu. Þessi bransi hefur verið mjög lokaður og óaðgengilegur almenningi en nú virðist þessi leynd vera komin úr tísku og við græddum á því.“ Örn Marinó segir að þetta fólk sé í raun tveimur til þremur árum á undan okkur hinum. „Þau eru að velta því fyrir sér hvað kemur næst í litum, sniðum, mynstrum o.s.frv. Þannig að þetta er í raun samfélagsstúdía; að skilja hvað er að koma, hvað gerist næst. Stóru tískufyrirtækin kaupa þetta svo af þeim til þess að lágmarka áhættu og hámarka hagnað.“ Þeir félagar hafa mikið fengist við heimildarmyndagerð og Örn Marinó segir að það sem gerir það svo spennandi sé einmitt þetta sem þeir fundu í þessu verkefni. „Það er gaman að segja sögur af því sem er dulið. Heimildarmyndagerð er óvissuferð og þú færð ekki alltaf það sem þú átt von á. En vinnsla þessarar myndar hefur gengið sérstaklega vel og hún aðeins tekið um eitt og hálft ár í vinnslu. Nú er að koma að frumsýningu og við erum óneitanlega orðnir spenntir.“ Trend-Beacons-Trailer from Markell Productions on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira