Yfir 200 milljónir söfnuðust á 5 árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. mars 2015 09:00 Auglýsing Mottumars þetta árið hefur vakið mikla athygli. Samtals söfnuðust um 205 milljónir króna í Mottumars á árunum 2010 til 2014, eða í fimm söfnunum. Mest fékkst árið 2010 eða 50 milljónir króna. Árið 2011 fengust 39 milljónir og 2012 og 2013 fengust 36 milljónir. Í fyrra söfnuðust svo 43,5 milljónir króna. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, segir að Mottumars sé svolítið sérstök söfnun. „Bleiki mánuðurinn er alþjóðleg söfnun. Mottumars er okkar,“ segir Ragnheiður. Hún segir að Mottumarsátakið hafi farið fram í átta ár og það hafi tekið svolítinn tíma að koma söfnuninni í gang. „Það er svolítið erfiðara að virkja fólk í Mottumars en í Bleika mánuðinum. Það er sterkari hefð fyrir Bleika mánuðinum og svo eins og margir vita þá hafa konur meiri áhuga á að leggja svona verkefnum lið,“ segir Ragnheiður. Þrátt fyrir þetta hafi gengið vel með Mottumars. „Á upphafsárunum þurfti að leggja svolítið mikinn kraft í að koma þessu af stað en núna siglir þetta áfram í góðum gír má segja,“ segir hún. Ragnheiður segir að í stórum dráttum megi segja að um það bil 50 prósent af söfnunarfénu í Mottumars renni til fræðslu- og árveknistarfa. „Til vísindarannsókna eru því miður bara 10 prósent,“ segir Ragnheiður og bætir því við að 30 prósent renni til ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem rekur íbúðir hér í bænum og þjónustuíbúðir úti um landið og mikla ráðgjöf í húsnæði Krabbameinsfélagsins. „Við stefnum oftast að því að halda beinum kostnaði við Mottumars undir 10 prósentum,“ segir hún. Ragnheiður segir að af þeim 43 milljónum sem söfnuðust í fyrra hafi 27 milljónir safnast á áheitasíðunni. „Við stefnum að því að halda þessu svipuðu allavega og erum svo sem ekkert svartsýn á það. En erum alltaf bara þakklát fyrir það sem við fáum og miðum starfsemina við það sem við höfum í höndunum,“ segir Ragnheiður. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Samtals söfnuðust um 205 milljónir króna í Mottumars á árunum 2010 til 2014, eða í fimm söfnunum. Mest fékkst árið 2010 eða 50 milljónir króna. Árið 2011 fengust 39 milljónir og 2012 og 2013 fengust 36 milljónir. Í fyrra söfnuðust svo 43,5 milljónir króna. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, segir að Mottumars sé svolítið sérstök söfnun. „Bleiki mánuðurinn er alþjóðleg söfnun. Mottumars er okkar,“ segir Ragnheiður. Hún segir að Mottumarsátakið hafi farið fram í átta ár og það hafi tekið svolítinn tíma að koma söfnuninni í gang. „Það er svolítið erfiðara að virkja fólk í Mottumars en í Bleika mánuðinum. Það er sterkari hefð fyrir Bleika mánuðinum og svo eins og margir vita þá hafa konur meiri áhuga á að leggja svona verkefnum lið,“ segir Ragnheiður. Þrátt fyrir þetta hafi gengið vel með Mottumars. „Á upphafsárunum þurfti að leggja svolítið mikinn kraft í að koma þessu af stað en núna siglir þetta áfram í góðum gír má segja,“ segir hún. Ragnheiður segir að í stórum dráttum megi segja að um það bil 50 prósent af söfnunarfénu í Mottumars renni til fræðslu- og árveknistarfa. „Til vísindarannsókna eru því miður bara 10 prósent,“ segir Ragnheiður og bætir því við að 30 prósent renni til ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem rekur íbúðir hér í bænum og þjónustuíbúðir úti um landið og mikla ráðgjöf í húsnæði Krabbameinsfélagsins. „Við stefnum oftast að því að halda beinum kostnaði við Mottumars undir 10 prósentum,“ segir hún. Ragnheiður segir að af þeim 43 milljónum sem söfnuðust í fyrra hafi 27 milljónir safnast á áheitasíðunni. „Við stefnum að því að halda þessu svipuðu allavega og erum svo sem ekkert svartsýn á það. En erum alltaf bara þakklát fyrir það sem við fáum og miðum starfsemina við það sem við höfum í höndunum,“ segir Ragnheiður.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira