Fimmtánda Pixar myndin kemur í sumar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2015 12:00 Tilfinningarnar sem koma við sögu í myndinni. mynd/pixar Frá því að Disney og Pixar gáfu út Leikfangasögu fyrir tæpum tveimur áratugum hafa fjórtán myndir litið dagsins ljós. Nú styttist í að sú fimmtánda, Inside Out, komi í kvikmyndahús en hún er væntanleg í júní. Framleiðsla og undirbúningur hófst fyrir fjórum árum. Myndin fjallar um hina ellefu ára gömlu Riley Anderson sem er nýflutt frá San Francisco. Áhorfendur fá að skyggnast inn í huga hennar meðan hún aðlagast lífinu á nýja staðnum. Þar koma þeir til með að kynnast tilfinningum hennar en þar má nefna Hræðslu, Leiða, Gleði, Viðbjóð og Reiði. Tilfinningarnar eiga heima í höfuðstöðvunum og munu tvær þeirra, Gleði og Leiði, týnast og þurfa að komast aftur í höfuðstöðvarnar.Myndin verður frumsýnd í júní.Leikstjóri myndarinnar, Pete Docter, er sá sami og leikstýrði Óskarsverðlaunamyndinni Up og um aldamótin leikstýrði hann einnig Skrímsli hf. Hann lét Wall·E og Leikfangasögu 1 og 2 heldur ekki ósnertar en hann skrifaði handrit þeirra. Meðal þeirra sem ljá persónum myndarinnar rödd sína má nefna Amy Poehler, Phyllis Smith, Bill Hader, Lewis Black og John Ratzenberger. Tónlist verður í höndum Michaels Giacchino sem samdi meðal annars tónlistina fyrir Ratatouille, Up, Lost og fjöldann allan af myndum og þáttum að auki. Docter segir að myndin sé sú erfiðasta sem hann hefur komið að. „Þetta eru í raun tvær sögur. Það sem er að henda stúlkuna og það sem er að gerast í huga hennar,“ segir hann.„Persónurnar eru sérstakar og kraftmiklar því við erum að reyna að persónugera tilfinningarnar. Þær eru svo sérstakar og það er mjög erfitt að fanga þær.“ Þetta er ekki eina mynd Pixar sem væntanleg er á árinu því undir lok þess kemur út The Good Dinosaur. Árið 2016 birtist Dóra úr Leitinni að Nemo í kvikmyndinni Leitinni að Dóru og ári síðar kemur fjórða myndin í flokknum um Leikfangasögu út. Það er því aldrei ró hjá Pixar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Frá því að Disney og Pixar gáfu út Leikfangasögu fyrir tæpum tveimur áratugum hafa fjórtán myndir litið dagsins ljós. Nú styttist í að sú fimmtánda, Inside Out, komi í kvikmyndahús en hún er væntanleg í júní. Framleiðsla og undirbúningur hófst fyrir fjórum árum. Myndin fjallar um hina ellefu ára gömlu Riley Anderson sem er nýflutt frá San Francisco. Áhorfendur fá að skyggnast inn í huga hennar meðan hún aðlagast lífinu á nýja staðnum. Þar koma þeir til með að kynnast tilfinningum hennar en þar má nefna Hræðslu, Leiða, Gleði, Viðbjóð og Reiði. Tilfinningarnar eiga heima í höfuðstöðvunum og munu tvær þeirra, Gleði og Leiði, týnast og þurfa að komast aftur í höfuðstöðvarnar.Myndin verður frumsýnd í júní.Leikstjóri myndarinnar, Pete Docter, er sá sami og leikstýrði Óskarsverðlaunamyndinni Up og um aldamótin leikstýrði hann einnig Skrímsli hf. Hann lét Wall·E og Leikfangasögu 1 og 2 heldur ekki ósnertar en hann skrifaði handrit þeirra. Meðal þeirra sem ljá persónum myndarinnar rödd sína má nefna Amy Poehler, Phyllis Smith, Bill Hader, Lewis Black og John Ratzenberger. Tónlist verður í höndum Michaels Giacchino sem samdi meðal annars tónlistina fyrir Ratatouille, Up, Lost og fjöldann allan af myndum og þáttum að auki. Docter segir að myndin sé sú erfiðasta sem hann hefur komið að. „Þetta eru í raun tvær sögur. Það sem er að henda stúlkuna og það sem er að gerast í huga hennar,“ segir hann.„Persónurnar eru sérstakar og kraftmiklar því við erum að reyna að persónugera tilfinningarnar. Þær eru svo sérstakar og það er mjög erfitt að fanga þær.“ Þetta er ekki eina mynd Pixar sem væntanleg er á árinu því undir lok þess kemur út The Good Dinosaur. Árið 2016 birtist Dóra úr Leitinni að Nemo í kvikmyndinni Leitinni að Dóru og ári síðar kemur fjórða myndin í flokknum um Leikfangasögu út. Það er því aldrei ró hjá Pixar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira