Gersemar Arfur í orðum Magnús Guðmundsson skrifar 22. mars 2015 12:30 Í dag kl. 16 verður opnuð fyrir almenningi ný og tímabær sýning í Borgarsögusafni Reykjavíkur á hluta íslensku handritanna í tengslum við sýninguna Landnámssögur – arfur í orðum. En sýningin er unnin í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hugmyndin að sýningunni kemur frá Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra, sem fannst ómögulegt að hvergi væri hægt að sjá handritin, hinn dýrmætasta menningararf þjóðarinnar, eftir að handritasýningunni í Þjóðmenningarhúsinu lauk. Sýningarhönnuður er Gabríela Friðriksdóttir en Guðrún Helga Stefánsdóttir, verkefnisstjóri Borgarsögusafns, er á meðal þeirra sem unnið hafa að undirbúningi sýningarinnar að undanförnu. „Handritin eru meðal merkustu verka Íslendinga. Þau veita okkur innsýn í líf og hugsanir Norðurlandabúa og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar.HandritinÁ sýningunni Landnámssögur – arfur í orðum má sjá fjögur handrit og eitt fornbréf sem tengjast með einum eða öðrum hætti landnámi og sögu Reykjavíkur. Textar handritanna eru Landnámabók, Íslendingabók, Kjalnesingasaga og Jónsbók en fornbréfið greinir frá sölu Reykjavíkur. Þá voru efni sýningarinnar einnig gerð skil með hjálp margmiðlunar og það er einkar forvitnilegt fyrir fólk að tefla saman þessum tveimur heimum; margmiðlun og handritunum sem gefur nú að líta í einni sýningu. Handritin eiga erindi við alla heimsbyggðina og eru ómetanlegur hluti af menningararfi veraldar og eru sem slík á heimsminjaskrá UNESCO. Það þarf því ekki að koma á óvart að það er ströng öryggisgæsla á sýningunni. Það ánægjulega við það er að við getum lengt opnunartíma sýningarinnar í heild og frá og með sunnudeginum verðum við með opið frá kl. 9–20 alla daga. En svo bíðum við auðvitað spennt eftir því að Hús íslenskra fræða verði að veruleika svo við getum sýnt þjóðinni allar þær gersemar sem eru í hennar eigu.“ Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í dag kl. 16 verður opnuð fyrir almenningi ný og tímabær sýning í Borgarsögusafni Reykjavíkur á hluta íslensku handritanna í tengslum við sýninguna Landnámssögur – arfur í orðum. En sýningin er unnin í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hugmyndin að sýningunni kemur frá Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra, sem fannst ómögulegt að hvergi væri hægt að sjá handritin, hinn dýrmætasta menningararf þjóðarinnar, eftir að handritasýningunni í Þjóðmenningarhúsinu lauk. Sýningarhönnuður er Gabríela Friðriksdóttir en Guðrún Helga Stefánsdóttir, verkefnisstjóri Borgarsögusafns, er á meðal þeirra sem unnið hafa að undirbúningi sýningarinnar að undanförnu. „Handritin eru meðal merkustu verka Íslendinga. Þau veita okkur innsýn í líf og hugsanir Norðurlandabúa og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar.HandritinÁ sýningunni Landnámssögur – arfur í orðum má sjá fjögur handrit og eitt fornbréf sem tengjast með einum eða öðrum hætti landnámi og sögu Reykjavíkur. Textar handritanna eru Landnámabók, Íslendingabók, Kjalnesingasaga og Jónsbók en fornbréfið greinir frá sölu Reykjavíkur. Þá voru efni sýningarinnar einnig gerð skil með hjálp margmiðlunar og það er einkar forvitnilegt fyrir fólk að tefla saman þessum tveimur heimum; margmiðlun og handritunum sem gefur nú að líta í einni sýningu. Handritin eiga erindi við alla heimsbyggðina og eru ómetanlegur hluti af menningararfi veraldar og eru sem slík á heimsminjaskrá UNESCO. Það þarf því ekki að koma á óvart að það er ströng öryggisgæsla á sýningunni. Það ánægjulega við það er að við getum lengt opnunartíma sýningarinnar í heild og frá og með sunnudeginum verðum við með opið frá kl. 9–20 alla daga. En svo bíðum við auðvitað spennt eftir því að Hús íslenskra fræða verði að veruleika svo við getum sýnt þjóðinni allar þær gersemar sem eru í hennar eigu.“
Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira