Finnst skemmtilegra að flytja mál í Hæstarétti Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2015 11:00 Eva segist ekki vita hvað réð því að hún ákvað að læra lögfræði. fréttablaðið/gva Eva Hrönn Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður gekk á dögunum til liðs við Íslensku lögfræðistofuna. Hún hafði áður starfað hjá Opus lögmönnum. Þar hóf hún störf þegar hún var á síðustu önn í lagadeild og hefur nú starfað við lögmennsku í átta ár. Hún segir að fyrstu árin í lögmennskunni hafi hún tekið að sér fjölbreytt mál en síðustu ár hafi hún einkum tekið að sér slysa- og skaðabótamál. Það stendur ekki á svari þegar Eva Hrönn er spurð hvort sé skemmtilegra að flytja mál í héraði eða Hæstarétti. „Mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti en í héraði. Sumum finnst skýrslutökurnar fyrir héraðsdómi skemmtilegri. Ég get alveg skilið það, en mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti,“ segir hún. Eva Hrönn segist ekki vera alveg viss um hvað varð til þess að hún ákvað að læra lögfræði. „Ég ákvað það þegar ég var í menntaskóla, af engri sérstakri ástæðu. Það er enginn í fjölskyldunni sem hafði áhrif á mig. Og ég held að lögfræðiþættir í sjónvarpi hafi ekki heldur gert það, þó ég geti ekki alveg útilokað það. Þetta er bara eitthvað sem mér fannst mest spennandi,“ segir Eva og bætir því svo við að þetta hafi reynst mjög góð ákvörðun þótt hún hafi upphaflega ekkert vitað hvað hún var að fara út í. Eva segist telja að það hafi verið ágætt að auka víðsýni á starfið með því að breyta til og færa sig frá Opus til Íslensku lögfræðistofunnar. „Mér leist vel á stofuna og fólkið sem er hér. Mér fannst spennandi að fá tækifæri til að vinna með því og langaði til þess,“ segir hún og bætir við að hún hefði ekki farið frá Opus fyrir hvað sem er. Eva Hrönn segist nýta frítíma sinn til að sinna eiginmanninum og börnum. Hún er gift Grétari Erni Bragasyni og þau eiga tvö börn sem eru að verða fimm og sjö ára. „Það fer mestur tíminn utan vinnu í að sinna fjölskyldunni og gera eitthvað skemmtilegt með henni. Svo reyni ég að hitta vinkonur mínar og foreldra,“ segir hún. Frítíminn fari því í að rækja samskiptin við sína nánustu, en Eva segist ekki vera í neinu skipulögðu félagsstarfi. „Sund er mitt sport, ég æfði það frá því að ég var barn og fram í menntaskóla,“ segir Eva en hún æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Eva Hrönn Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður gekk á dögunum til liðs við Íslensku lögfræðistofuna. Hún hafði áður starfað hjá Opus lögmönnum. Þar hóf hún störf þegar hún var á síðustu önn í lagadeild og hefur nú starfað við lögmennsku í átta ár. Hún segir að fyrstu árin í lögmennskunni hafi hún tekið að sér fjölbreytt mál en síðustu ár hafi hún einkum tekið að sér slysa- og skaðabótamál. Það stendur ekki á svari þegar Eva Hrönn er spurð hvort sé skemmtilegra að flytja mál í héraði eða Hæstarétti. „Mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti en í héraði. Sumum finnst skýrslutökurnar fyrir héraðsdómi skemmtilegri. Ég get alveg skilið það, en mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti,“ segir hún. Eva Hrönn segist ekki vera alveg viss um hvað varð til þess að hún ákvað að læra lögfræði. „Ég ákvað það þegar ég var í menntaskóla, af engri sérstakri ástæðu. Það er enginn í fjölskyldunni sem hafði áhrif á mig. Og ég held að lögfræðiþættir í sjónvarpi hafi ekki heldur gert það, þó ég geti ekki alveg útilokað það. Þetta er bara eitthvað sem mér fannst mest spennandi,“ segir Eva og bætir því svo við að þetta hafi reynst mjög góð ákvörðun þótt hún hafi upphaflega ekkert vitað hvað hún var að fara út í. Eva segist telja að það hafi verið ágætt að auka víðsýni á starfið með því að breyta til og færa sig frá Opus til Íslensku lögfræðistofunnar. „Mér leist vel á stofuna og fólkið sem er hér. Mér fannst spennandi að fá tækifæri til að vinna með því og langaði til þess,“ segir hún og bætir við að hún hefði ekki farið frá Opus fyrir hvað sem er. Eva Hrönn segist nýta frítíma sinn til að sinna eiginmanninum og börnum. Hún er gift Grétari Erni Bragasyni og þau eiga tvö börn sem eru að verða fimm og sjö ára. „Það fer mestur tíminn utan vinnu í að sinna fjölskyldunni og gera eitthvað skemmtilegt með henni. Svo reyni ég að hitta vinkonur mínar og foreldra,“ segir hún. Frítíminn fari því í að rækja samskiptin við sína nánustu, en Eva segist ekki vera í neinu skipulögðu félagsstarfi. „Sund er mitt sport, ég æfði það frá því að ég var barn og fram í menntaskóla,“ segir Eva en hún æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ.
Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira