Verðtryggð lán betri en þau óverðtryggðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. mars 2015 13:00 Breki Karlsson segir að auka þurfi fjármálalæsi bæði almennings og stjórnmálamanna. fréttablaðið/valli Í sögulegu tilliti, þegar litið er til baka, þá hafa verðtryggð lán alltaf verið hagstæðari en óverðtryggð. Raunvextir verðtryggðra lána hafa verið lægri en óverðtryggðra, segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Hann er framsögumaður á fundi sem haldinn verður hjá Arion banka í dag. Hann mun halda framsögu um hvað er vert að hafa í huga við lántöku við kaup á íbúð, ásamt því að bera saman verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán. „Ég fer svolítið yfir sögu þess og útskýri af hverju verðtryggð lán eigi að vera hagstæðari samkvæmt sögunni. Svo geta menn haft sínar persónulegu skoðanir á þeim,“ segir Breki. Hann segir að það sé ekki hans að ráðleggja fólki hvaða lán það eigi að taka, en hann geti sagt fólki hvaða þátta sé rétt að líta til við val á lánum. „Í óverðtryggðum lánum veistu nákvæmlega hver vaxtaprósentan verður sem þú þarft að borga. En í verðtryggðum lánum veistu ekki hver greiðslubyrðin verður næsta mánuðinn út,“ segir Breki. Það sé ákveðin áhætta fólgin í þessu. „En á móti kemur að þú ert líklega að borga lægri vexti af verðtryggðum lánum. Ef þú ert að horfa til lengri tíma þá hafa laun hækkað umfram verðbólgu þó nokkuð mikið síðastliðin 25 ár,“ segir Breki. Meira að segja frá hruni, árið 2008, hafi laun hækkað um átta prósent umfram verðbólgu. Þetta þýðir að þótt upphæðin sem lántakandi borgar í hverjum mánuði af 25 ára láni sem hann kann að hafa tekið sé mun hærri en hún var í upphafi, þá er hlutfallið sem hann greiðir af launum sínum mun lægra en í upphafi. Þá sé rétt að benda á að þegar fólk tekur lán í fyrsta skipti og er að byrja að búa þá á það inni starfsaldurstengdar hækkanir á launum til viðbótar við þær hækkanir sem kunna að verða á launavísitölunni. Breki bendir á að ástæðan fyrir því að verðtryggðu lánin hafa verið gagnrýnd sé einkum sú að greiðslubyrðin er stillt þannig af að hún er lægst fyrstu árin en hækkar svo. Með óverðtryggð lán er greiðslubyrðin hæst fyrst og höfuðstóllinn lækkar líka. „Það er ekkert óeðlilegt þegar þú ert ungur að taka lán, og um leið að eignast börn og koma þér upp heimili, að greiðslubyrðin af láninu sé léttari til að byrja með og svo þyngist hún eftir því sem líður á.“ Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Í sögulegu tilliti, þegar litið er til baka, þá hafa verðtryggð lán alltaf verið hagstæðari en óverðtryggð. Raunvextir verðtryggðra lána hafa verið lægri en óverðtryggðra, segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Hann er framsögumaður á fundi sem haldinn verður hjá Arion banka í dag. Hann mun halda framsögu um hvað er vert að hafa í huga við lántöku við kaup á íbúð, ásamt því að bera saman verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán. „Ég fer svolítið yfir sögu þess og útskýri af hverju verðtryggð lán eigi að vera hagstæðari samkvæmt sögunni. Svo geta menn haft sínar persónulegu skoðanir á þeim,“ segir Breki. Hann segir að það sé ekki hans að ráðleggja fólki hvaða lán það eigi að taka, en hann geti sagt fólki hvaða þátta sé rétt að líta til við val á lánum. „Í óverðtryggðum lánum veistu nákvæmlega hver vaxtaprósentan verður sem þú þarft að borga. En í verðtryggðum lánum veistu ekki hver greiðslubyrðin verður næsta mánuðinn út,“ segir Breki. Það sé ákveðin áhætta fólgin í þessu. „En á móti kemur að þú ert líklega að borga lægri vexti af verðtryggðum lánum. Ef þú ert að horfa til lengri tíma þá hafa laun hækkað umfram verðbólgu þó nokkuð mikið síðastliðin 25 ár,“ segir Breki. Meira að segja frá hruni, árið 2008, hafi laun hækkað um átta prósent umfram verðbólgu. Þetta þýðir að þótt upphæðin sem lántakandi borgar í hverjum mánuði af 25 ára láni sem hann kann að hafa tekið sé mun hærri en hún var í upphafi, þá er hlutfallið sem hann greiðir af launum sínum mun lægra en í upphafi. Þá sé rétt að benda á að þegar fólk tekur lán í fyrsta skipti og er að byrja að búa þá á það inni starfsaldurstengdar hækkanir á launum til viðbótar við þær hækkanir sem kunna að verða á launavísitölunni. Breki bendir á að ástæðan fyrir því að verðtryggðu lánin hafa verið gagnrýnd sé einkum sú að greiðslubyrðin er stillt þannig af að hún er lægst fyrstu árin en hækkar svo. Með óverðtryggð lán er greiðslubyrðin hæst fyrst og höfuðstóllinn lækkar líka. „Það er ekkert óeðlilegt þegar þú ert ungur að taka lán, og um leið að eignast börn og koma þér upp heimili, að greiðslubyrðin af láninu sé léttari til að byrja með og svo þyngist hún eftir því sem líður á.“
Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira