Ímynduð samfélög fornminja Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 2. apríl 2015 09:18 Marga rak í rogastans þegar þeir sáu forsíðu Fréttablaðsins í gær og þeir voru margir sem tóku aðalfréttinni sem aprílgabbi. „Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar,“ var fyrirsögnin og fréttin fjallaði um þingsályktunartillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. Það var ekki endilega sú hugmynd að ráðast þyrfti í umræddar byggingar sem vakti furðu, þær eru án efa allar góðra gjalda verðar. Nei, það var miklu fremur sú hugmynd að dusta rykið af teikningum Guðjóns Samúelssonar sem varð mönnum undrunarefni. „Tillaga til þingsályktunar um hvernig minnast skal aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands,“ er fullur titill á umræddri tillögu forsætisráðherra. Hún er merkileg lesning, þar svífur andi þjóðernisrómantíkur svo yfir vötnum að Hriflu-Jónasi hefði orðið sómi af. Eftir lýsingu á því hvernig Guðjón var fenginn til að hanna nýbyggingu við Alþingishúsið sem hýsa mundi starfsemi Háskóla Íslands og stúdentagarð, segir til að mynda: „Það fer þar af leiðandi vel á því að nú þegar Íslendingar hafa í heila öld notið þeirra framfara sem fylgdu í kjölfar fullveldis verði lokið við byggingaráformin.“ Þetta vekur margar spurningar. Þá fyrstu auðvitað, og sígildustu, hvort fullveldið eitt og sér hafi verið slík forsenda framfara sem þjóðernisræknir Íslendingar vilja vera láta, eða hvort tíminn hafi einfaldlega liðið með sínum tækniframförum í sjávarútvegi sem skutu stoðum undir efnahag þjóðarinnar. Já, og ekki skemmdi Marshall-aðstoðin fyrir. Látum það liggja á milli hluta. Það er hins vegar umhugsunarvert af hverju það þarf sérstaklega að fagna umræddum framförum með því að byggja viðbyggingu sem ekki á að nota eins og upphaflega var ætlað, því trauðla er ætlunin að gera stúdentagarða við þinghúsið. Sem væri reyndar spennandi, fjör og frísklegheit, Fram á nótt sungið fram undir morgun og jafnvel inn í þingfundi. En það er meira í tillögunni. Halda á samkeppni meðal arkitekta um hönnun hússins og tengibygginganna að öðru leyti og þannig fá íslenskir arkitektar samtímans tækifæri til að hanna hús með Guðjóni Samúelssyni. Það er ekki eftir litlu að slægjast, eins og segir í tillögunni sjálfri: „Með því vinna kynslóðir fullveldisstofnunarinnar með kynslóðum samtímans við uppbyggingu til framtíðar. Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða.“ Það er ekkert annað. Nú má vel vera að aldamótakynslóðin, og er þar vísað til þarsíðustu aldamóta, hafi haft það svo slæmt að vonir hennar og væntingar hafi risið hæst í draumum um viðbyggingu við Alþingishúsið. Heldur er það þó ólíklegt. Mun líklegra er að verið sé að uppfylla drauma stjórnmálamanna nútímans sem vilja skilja eftir sig minnisvarða í anda klassískra bygginga fortíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Marga rak í rogastans þegar þeir sáu forsíðu Fréttablaðsins í gær og þeir voru margir sem tóku aðalfréttinni sem aprílgabbi. „Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar,“ var fyrirsögnin og fréttin fjallaði um þingsályktunartillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. Það var ekki endilega sú hugmynd að ráðast þyrfti í umræddar byggingar sem vakti furðu, þær eru án efa allar góðra gjalda verðar. Nei, það var miklu fremur sú hugmynd að dusta rykið af teikningum Guðjóns Samúelssonar sem varð mönnum undrunarefni. „Tillaga til þingsályktunar um hvernig minnast skal aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands,“ er fullur titill á umræddri tillögu forsætisráðherra. Hún er merkileg lesning, þar svífur andi þjóðernisrómantíkur svo yfir vötnum að Hriflu-Jónasi hefði orðið sómi af. Eftir lýsingu á því hvernig Guðjón var fenginn til að hanna nýbyggingu við Alþingishúsið sem hýsa mundi starfsemi Háskóla Íslands og stúdentagarð, segir til að mynda: „Það fer þar af leiðandi vel á því að nú þegar Íslendingar hafa í heila öld notið þeirra framfara sem fylgdu í kjölfar fullveldis verði lokið við byggingaráformin.“ Þetta vekur margar spurningar. Þá fyrstu auðvitað, og sígildustu, hvort fullveldið eitt og sér hafi verið slík forsenda framfara sem þjóðernisræknir Íslendingar vilja vera láta, eða hvort tíminn hafi einfaldlega liðið með sínum tækniframförum í sjávarútvegi sem skutu stoðum undir efnahag þjóðarinnar. Já, og ekki skemmdi Marshall-aðstoðin fyrir. Látum það liggja á milli hluta. Það er hins vegar umhugsunarvert af hverju það þarf sérstaklega að fagna umræddum framförum með því að byggja viðbyggingu sem ekki á að nota eins og upphaflega var ætlað, því trauðla er ætlunin að gera stúdentagarða við þinghúsið. Sem væri reyndar spennandi, fjör og frísklegheit, Fram á nótt sungið fram undir morgun og jafnvel inn í þingfundi. En það er meira í tillögunni. Halda á samkeppni meðal arkitekta um hönnun hússins og tengibygginganna að öðru leyti og þannig fá íslenskir arkitektar samtímans tækifæri til að hanna hús með Guðjóni Samúelssyni. Það er ekki eftir litlu að slægjast, eins og segir í tillögunni sjálfri: „Með því vinna kynslóðir fullveldisstofnunarinnar með kynslóðum samtímans við uppbyggingu til framtíðar. Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða.“ Það er ekkert annað. Nú má vel vera að aldamótakynslóðin, og er þar vísað til þarsíðustu aldamóta, hafi haft það svo slæmt að vonir hennar og væntingar hafi risið hæst í draumum um viðbyggingu við Alþingishúsið. Heldur er það þó ólíklegt. Mun líklegra er að verið sé að uppfylla drauma stjórnmálamanna nútímans sem vilja skilja eftir sig minnisvarða í anda klassískra bygginga fortíðarinnar.