Bland í poka í bíó Kjartan Már Ómarsson skrifar 16. apríl 2015 14:30 Síðastliðinn föstudag var annað kvöld Reykavík Shorts & Docs Festival haldið í Bíó Paradís. Á bland í poka sýningu var boðið var upp á íslenskt efni. Fjórar stuttar frásagnarmyndir, heimildarmynd og sjónræna sinfóníu norðurljósa.Just Like You Riðið var á vaðið með kvikmynd Lovísu Láru og Margrétar Buhl sem kallast Just Like You (12 mín.). Efnismeðferðin var góð. Áhorfanda er dembt inni í frásögnina sem segir af úrræðaleysi táningsstúlku á fermingaraldri. Fremur en að dæla fram upplýsingum um persónur og aðstæður er treyst á að myndrænar upplýsingar og andrúmsloft segi sögu. Sunneva Björk Helgadóttir, sem leikur aðalhlutverkið, stóð sig með stakri prýði í krefjandi hlutverki. Það sést að aðstandendur myndarinnar eru enn að slíta skónum hvað kvikmyndagerð varðar en þetta lofar góðu og vonandi að þau haldi áfram á sömu braut.Minnismiðar Næst var sýnd mínútulöng kvikmynd sem Eyþór Jóvinsson leikstýrir um mann (Sigurður Skúlason) sem þjáist af minnisleysi. Þetta er áreiðanlega besta mínútulanga kvikmynd sem ég hef séð. Eyþór tikkar í öll réttu boxin og segir heilsteypta sögu með upphafi, miðju og endi. Minnismiðar er fyndin og óhugnanleg í senn og mætti jafnvel túlka sem stúdíu um hvaða afleiðingar það getur haft þegar sambandið milli táknmyndar og táknmiðs rofnar og tungumálið bregst okkur. Geri aðrir betur á innan við mínútu.PotturinnPotturinn Að mínum dómi var Potturinn (15 mín.), kvikmynd Georgs Erlingssonar Merritt, það besta sem boðið var upp á þetta kvöld. Arnar Jónsson leikur einhleypan karlfausk á efri árum sem virðist lítið annað gera en malla í heita pottinum, horfa á fréttir og fara snemma að sofa. Hann er uppáþrengjandi, kreddufastur og skilur ekki af hverju allir hafa alltaf rangt fyrir sér. Svipmót verksins var það fagmannlegasta af frásagnarmyndunum og Arnar Jónsson fer með eitt skemmtilegasta hlutverk sem ég hef séð hann í.Synda Síðasta stuttmyndin í frásagnarflokki þetta kvöld var Synda (8 mín.) eftir Hilke Rönnfeldt. Hún segir af ungri stúlku (Saga Garðarsdóttir) sem er þolandi ofbeldis og reynir að láta það ekki trufla daglegan gang lífsins. Færa má rök fyrir að gerð sé tilraun til að skapa myndlíkingu milli sunds og lífsins og miðla sögunni í gegnum líkingar í stað fullyrðinga. Nógu erfitt er að segja hispurslausa sögu á svona stuttum tíma en það kann að aukast til muna ef sagan á að vera tvíræð. Að auki bætti ekki úr skák að hljóðrásin var á flakki meðan á sýningunni stóð.The Artic Fox The Artic Fox (33 mín.) eftir Guðberg Davíðsson, er heimildarmynd um íslenska refinn sem virðist vera framleidd fyrir erlendan markað. Hún er í þessum dæmigerða sjónvarpsheimildarmyndastíl þar sem fylgst er með dýraríkinu á meðan ljúfmannleg þularrödd lýsir því sem fyrir augu ber. Kvikmyndin ber þess keim að vera framleidd fyrir erlendan markað og nokkuð er um það sem kallast landslagsporn á vondri íslensku. Ofurkrúttlegar myndir af refum og yrðlingum fengu salinn til þess að stynja af vellíðan ásamt ægifögrum myndum af íslenskri náttúru. Fræðsluefnið sjálft var fremur þunnt en það kom ekki að sök þar sem þetta er fyrsta flokks framleiðsla sem keyrir á myndrænni fegurð.Iceland Aurora Síðasta mynd kvöldsins var Iceland Aurora (27 mín.) sem Arnór Tryggvason, Snorri Þór Tryggvason og Pétur K. Guðmundsson standa að. Hér eru auðsýnilega fagmenn á ferð sem kunna öll tæknileg atriði út í fingurgóma en að því slepptu vandast málin. Myndin samanstendur af norðurljósamyndum sem búið er að ofkeyra í stafrænni eftirvinnslu og undir hljómar syntapopp í anda 9. áratugarins. Þetta er fagurfræði sem ég næ ekki tengingu við. Neongræn ljósasýning sem sómir sér kannski vel í tjaldi á Burning Man eða er hægt að nota sem skjáhvílu. Þetta virkar hugsanlega vel fyrir ferðaþjónustuna því þar eru alltaf fullar rútur af fólki í leit að græna gullinu, en þetta kemur náttúru ekkert við. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Síðastliðinn föstudag var annað kvöld Reykavík Shorts & Docs Festival haldið í Bíó Paradís. Á bland í poka sýningu var boðið var upp á íslenskt efni. Fjórar stuttar frásagnarmyndir, heimildarmynd og sjónræna sinfóníu norðurljósa.Just Like You Riðið var á vaðið með kvikmynd Lovísu Láru og Margrétar Buhl sem kallast Just Like You (12 mín.). Efnismeðferðin var góð. Áhorfanda er dembt inni í frásögnina sem segir af úrræðaleysi táningsstúlku á fermingaraldri. Fremur en að dæla fram upplýsingum um persónur og aðstæður er treyst á að myndrænar upplýsingar og andrúmsloft segi sögu. Sunneva Björk Helgadóttir, sem leikur aðalhlutverkið, stóð sig með stakri prýði í krefjandi hlutverki. Það sést að aðstandendur myndarinnar eru enn að slíta skónum hvað kvikmyndagerð varðar en þetta lofar góðu og vonandi að þau haldi áfram á sömu braut.Minnismiðar Næst var sýnd mínútulöng kvikmynd sem Eyþór Jóvinsson leikstýrir um mann (Sigurður Skúlason) sem þjáist af minnisleysi. Þetta er áreiðanlega besta mínútulanga kvikmynd sem ég hef séð. Eyþór tikkar í öll réttu boxin og segir heilsteypta sögu með upphafi, miðju og endi. Minnismiðar er fyndin og óhugnanleg í senn og mætti jafnvel túlka sem stúdíu um hvaða afleiðingar það getur haft þegar sambandið milli táknmyndar og táknmiðs rofnar og tungumálið bregst okkur. Geri aðrir betur á innan við mínútu.PotturinnPotturinn Að mínum dómi var Potturinn (15 mín.), kvikmynd Georgs Erlingssonar Merritt, það besta sem boðið var upp á þetta kvöld. Arnar Jónsson leikur einhleypan karlfausk á efri árum sem virðist lítið annað gera en malla í heita pottinum, horfa á fréttir og fara snemma að sofa. Hann er uppáþrengjandi, kreddufastur og skilur ekki af hverju allir hafa alltaf rangt fyrir sér. Svipmót verksins var það fagmannlegasta af frásagnarmyndunum og Arnar Jónsson fer með eitt skemmtilegasta hlutverk sem ég hef séð hann í.Synda Síðasta stuttmyndin í frásagnarflokki þetta kvöld var Synda (8 mín.) eftir Hilke Rönnfeldt. Hún segir af ungri stúlku (Saga Garðarsdóttir) sem er þolandi ofbeldis og reynir að láta það ekki trufla daglegan gang lífsins. Færa má rök fyrir að gerð sé tilraun til að skapa myndlíkingu milli sunds og lífsins og miðla sögunni í gegnum líkingar í stað fullyrðinga. Nógu erfitt er að segja hispurslausa sögu á svona stuttum tíma en það kann að aukast til muna ef sagan á að vera tvíræð. Að auki bætti ekki úr skák að hljóðrásin var á flakki meðan á sýningunni stóð.The Artic Fox The Artic Fox (33 mín.) eftir Guðberg Davíðsson, er heimildarmynd um íslenska refinn sem virðist vera framleidd fyrir erlendan markað. Hún er í þessum dæmigerða sjónvarpsheimildarmyndastíl þar sem fylgst er með dýraríkinu á meðan ljúfmannleg þularrödd lýsir því sem fyrir augu ber. Kvikmyndin ber þess keim að vera framleidd fyrir erlendan markað og nokkuð er um það sem kallast landslagsporn á vondri íslensku. Ofurkrúttlegar myndir af refum og yrðlingum fengu salinn til þess að stynja af vellíðan ásamt ægifögrum myndum af íslenskri náttúru. Fræðsluefnið sjálft var fremur þunnt en það kom ekki að sök þar sem þetta er fyrsta flokks framleiðsla sem keyrir á myndrænni fegurð.Iceland Aurora Síðasta mynd kvöldsins var Iceland Aurora (27 mín.) sem Arnór Tryggvason, Snorri Þór Tryggvason og Pétur K. Guðmundsson standa að. Hér eru auðsýnilega fagmenn á ferð sem kunna öll tæknileg atriði út í fingurgóma en að því slepptu vandast málin. Myndin samanstendur af norðurljósamyndum sem búið er að ofkeyra í stafrænni eftirvinnslu og undir hljómar syntapopp í anda 9. áratugarins. Þetta er fagurfræði sem ég næ ekki tengingu við. Neongræn ljósasýning sem sómir sér kannski vel í tjaldi á Burning Man eða er hægt að nota sem skjáhvílu. Þetta virkar hugsanlega vel fyrir ferðaþjónustuna því þar eru alltaf fullar rútur af fólki í leit að græna gullinu, en þetta kemur náttúru ekkert við.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira