Vilja breyta Dyflinnarreglu Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. maí 2015 10:30 Hundruð manna í varðhaldi bíða flutnings annað eftir að hafa reynt að komast til Evrópu. Vísir/EPA Evrópusambandið hyggst láta endurskoða Dyflinnarsamninginn svonefnda, sem heimilar aðildarríkjum Schengen-samstarfsins að senda hælisleitendur úr landi hafi þeir fyrst reynt fyrir sér í öðru aðildarríki. Reiknað er með að þessari endurskoðun verði lokið um mitt næsta ár. Þetta er liður í fjölþættum aðgerðum sem Evrópusambandið hyggst ráðast í til að höndla betur flóttamannastrauminn yfir Miðjarðarhaf. Tillögurnar voru kynntar í gær. Aðrar hugmyndir snúast meðal annars um að þrefalda fjármagn til eftirlits- og björgunaraðgerða í Miðjarðarhafinu, beita hervaldi gegn smyglurum sem senda fólk ólöglega yfir Miðjarðarhafið, leggja meiri vinnu í að koma fólki aftur til síns heimalands og loks að deila með sanngjarnari hætti niður á ESB-ríkin þeim hælisleitendum sem ekki er hægt að senda til baka. Stjórnvöld einstakra ríkja eru misánægð með þessi áform. Bretar vilja til dæmis ekki að ríkjum ESB verði gert skylt að taka við hælisleitendum og Ungverjar segja þessar hugmyndir fráleitar. Hvað hernað gagnvart smyglurum varðar, þá er í tillögunum ekki útilokað að sendar verði hersveitir inn í Líbíu eða til annarra landa þar sem smyglararnir stunda iðju sína. Mesta áherslan er þó lögð á að eyðileggja báta og skip sem notuð hafa verið til að flytja fólk yfir hafið. Þessi hernaðaráform hafa mætt töluverðri gagnrýni og óljóst hvort þau stæðust alþjóðalög.80 þúsund flóttamenn það sem af er ári Á síðasta ári freistuðu nærri 220 þúsund manns gæfunnar með þessum hætti, flestir frá Sýrlandi þar sem margra ára borgarastyrjöld hefur hrakið nærri helming landsmanna að heiman. Það sem af er þessu ári hafa um 80 þúsund manns reynt að komast yfir Miðjarðarhaf. Þúsundir hafa drukknað á leiðinni. Megnið af flóttafólkinu hefur farið til Ítalíu, Grikklands og Spánar en fæstir hafa á endanum fengið hæli þar. Önnur aðildarlönd Evrópusambandsins hafa til þessa haft frjálsar hendur um það hvort þau taki við einhverjum þeirra. Þar hafa Þjóðverjar og Svíar verið duglegastir. Á síðasta ári tóku þeir við nærri helmingi þeirra flóttamanna sem leituðu hælis í aðildarlöndum ESB. Þessu á nú að breyta, þannig að hælisleitendum verði deilt niður á öll aðildarríki Evrópusambandsins. Til að byrja með verði 20 þúsund manna hópi skipt niður, þannig að hvert ríki fái ákveðið hlutfall í samræmi við íbúafjölda viðkomandi lands og að teknu tilliti til atvinnuleysis þar. Vísað er til þriðja liðs 78. greinar Lissabonsáttmálans, sem heimilar ráðherraráði Evrópusambandsins að grípa til aðgerða ef skyndilegur straumur fólks frá löndum utan ESB veldur neyðarástandi í einu eða fleiri aðildarríkjanna. Flóttamenn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Evrópusambandið hyggst láta endurskoða Dyflinnarsamninginn svonefnda, sem heimilar aðildarríkjum Schengen-samstarfsins að senda hælisleitendur úr landi hafi þeir fyrst reynt fyrir sér í öðru aðildarríki. Reiknað er með að þessari endurskoðun verði lokið um mitt næsta ár. Þetta er liður í fjölþættum aðgerðum sem Evrópusambandið hyggst ráðast í til að höndla betur flóttamannastrauminn yfir Miðjarðarhaf. Tillögurnar voru kynntar í gær. Aðrar hugmyndir snúast meðal annars um að þrefalda fjármagn til eftirlits- og björgunaraðgerða í Miðjarðarhafinu, beita hervaldi gegn smyglurum sem senda fólk ólöglega yfir Miðjarðarhafið, leggja meiri vinnu í að koma fólki aftur til síns heimalands og loks að deila með sanngjarnari hætti niður á ESB-ríkin þeim hælisleitendum sem ekki er hægt að senda til baka. Stjórnvöld einstakra ríkja eru misánægð með þessi áform. Bretar vilja til dæmis ekki að ríkjum ESB verði gert skylt að taka við hælisleitendum og Ungverjar segja þessar hugmyndir fráleitar. Hvað hernað gagnvart smyglurum varðar, þá er í tillögunum ekki útilokað að sendar verði hersveitir inn í Líbíu eða til annarra landa þar sem smyglararnir stunda iðju sína. Mesta áherslan er þó lögð á að eyðileggja báta og skip sem notuð hafa verið til að flytja fólk yfir hafið. Þessi hernaðaráform hafa mætt töluverðri gagnrýni og óljóst hvort þau stæðust alþjóðalög.80 þúsund flóttamenn það sem af er ári Á síðasta ári freistuðu nærri 220 þúsund manns gæfunnar með þessum hætti, flestir frá Sýrlandi þar sem margra ára borgarastyrjöld hefur hrakið nærri helming landsmanna að heiman. Það sem af er þessu ári hafa um 80 þúsund manns reynt að komast yfir Miðjarðarhaf. Þúsundir hafa drukknað á leiðinni. Megnið af flóttafólkinu hefur farið til Ítalíu, Grikklands og Spánar en fæstir hafa á endanum fengið hæli þar. Önnur aðildarlönd Evrópusambandsins hafa til þessa haft frjálsar hendur um það hvort þau taki við einhverjum þeirra. Þar hafa Þjóðverjar og Svíar verið duglegastir. Á síðasta ári tóku þeir við nærri helmingi þeirra flóttamanna sem leituðu hælis í aðildarlöndum ESB. Þessu á nú að breyta, þannig að hælisleitendum verði deilt niður á öll aðildarríki Evrópusambandsins. Til að byrja með verði 20 þúsund manna hópi skipt niður, þannig að hvert ríki fái ákveðið hlutfall í samræmi við íbúafjölda viðkomandi lands og að teknu tilliti til atvinnuleysis þar. Vísað er til þriðja liðs 78. greinar Lissabonsáttmálans, sem heimilar ráðherraráði Evrópusambandsins að grípa til aðgerða ef skyndilegur straumur fólks frá löndum utan ESB veldur neyðarástandi í einu eða fleiri aðildarríkjanna.
Flóttamenn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira