Segir hátt vaxtastig valda síðri lífskjörum Ingvar Haraldsson skrifar 20. maí 2015 09:30 Jón Helgi Egilsson Varaformaður bankaráðs Seðlabankans segir mikilvægt að þeir sem sitji í Peningastefnunefnd átti sig á skaðsemi hærra vaxtastigs. fréttablaðið/gva Viðvarandi hærra vaxtastig hér á landi miðað við í nágrannalöndum kemur niður á samkeppnishæfni fyrirtækja, ýtir undir verðbólgu og gengissig sem kemur niður á lífskjörum og dregur úr kaupmætti launa. Þetta er niðurstaða rannsókna Jóns Helga Egilssonar, doktorsnema í hagfræði við Háskóla Íslands og varaformanns bankaráðs Seðlabanka Íslands. Jón Helgi segir að sé fjármagnskostnaður hærri á Íslandi miðað við helstu viðskiptalönd valdi það hærri framleiðslukostnaði sem þurfi þá með einhverjum hætti að bæta upp og líklegt sé að það sé í formi lægri launa. „Hærri framleiðslukostnaður kemur fram í hærra verðlagi sem dregur úr samkeppnishæfni innlendra aðila. Ein afleiðing þess er minni útflutningur og meiri innflutningur sem veikir gengi krónunnar sem aftur leiðir af sér verðbólgu og skertan kaupmátt,“ segir Jón Helgi.Hærri vextir geta valdið landflótta Samanburður á kaupmætti milli landa valdi kröfu um áþekk laun og í nágrannalöndunum að hans sögn. Sé gengið að þeim kröfum við óbreytt vaxtastig valdi það frekari verðbólgu og gengisfellingum segir Jón Helgi. Þá bætir Jón Helgi við að ef það þurfi að bæta upp hærri fjármagnskostnað með lægri launum geti það stuðlað að því að ungt og vel menntað fólk flytji úr landi. Aðilar sem séu tilbúnir að sætta sig við lægri kaupmátt flytji þá frekar til landsins. „Það stuðlar þá að því að hér sé byggt upp láglaunaland“, segir Jón Helgi.Mikilvægt að vextir fari lækkandi Jón Helgi segir mikilvægt að þeir sem fari með stjórn peningamála hér á landi átti sig á afleiðingum viðvarandi hærra vaxtastigs. „Aðalatriðið er að menn skilji skaðsemi af því að viðhalda hærra vaxtastigi og fikri sig þá í átt að nýju jafnvægi með lægra vaxtastigi,“ segir Jón Helgi. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Viðvarandi hærra vaxtastig hér á landi miðað við í nágrannalöndum kemur niður á samkeppnishæfni fyrirtækja, ýtir undir verðbólgu og gengissig sem kemur niður á lífskjörum og dregur úr kaupmætti launa. Þetta er niðurstaða rannsókna Jóns Helga Egilssonar, doktorsnema í hagfræði við Háskóla Íslands og varaformanns bankaráðs Seðlabanka Íslands. Jón Helgi segir að sé fjármagnskostnaður hærri á Íslandi miðað við helstu viðskiptalönd valdi það hærri framleiðslukostnaði sem þurfi þá með einhverjum hætti að bæta upp og líklegt sé að það sé í formi lægri launa. „Hærri framleiðslukostnaður kemur fram í hærra verðlagi sem dregur úr samkeppnishæfni innlendra aðila. Ein afleiðing þess er minni útflutningur og meiri innflutningur sem veikir gengi krónunnar sem aftur leiðir af sér verðbólgu og skertan kaupmátt,“ segir Jón Helgi.Hærri vextir geta valdið landflótta Samanburður á kaupmætti milli landa valdi kröfu um áþekk laun og í nágrannalöndunum að hans sögn. Sé gengið að þeim kröfum við óbreytt vaxtastig valdi það frekari verðbólgu og gengisfellingum segir Jón Helgi. Þá bætir Jón Helgi við að ef það þurfi að bæta upp hærri fjármagnskostnað með lægri launum geti það stuðlað að því að ungt og vel menntað fólk flytji úr landi. Aðilar sem séu tilbúnir að sætta sig við lægri kaupmátt flytji þá frekar til landsins. „Það stuðlar þá að því að hér sé byggt upp láglaunaland“, segir Jón Helgi.Mikilvægt að vextir fari lækkandi Jón Helgi segir mikilvægt að þeir sem fari með stjórn peningamála hér á landi átti sig á afleiðingum viðvarandi hærra vaxtastigs. „Aðalatriðið er að menn skilji skaðsemi af því að viðhalda hærra vaxtastigi og fikri sig þá í átt að nýju jafnvægi með lægra vaxtastigi,“ segir Jón Helgi.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira