Markmiðið að klára þríþraut í sumar Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 09:00 Helga Sigurrós Valgeirsdóttir reynir að komast í reiðtúr daglega. fréttablaðið/stefán Helga Sigurrós Valgeirsdóttir lét nýlega af störfum sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og hóf störf í sjávarútvegsteymi Arion banka. „Mér líst bara stórvel á. Þetta er skemmtilegt umhverfi og auðvitað mikið að læra. Ég er að átta mig á því hvernig húsið snýr og hvar fólkið er,“ sagði Helga Sigurrós í samtali við Markaðinn á mánudaginn, en það var fyrsti dagur hennar í nýrri vinnu. Helga er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og lauk svo gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business. Starf hennar sem liðsmaður í sjávarútvegsteymi bankans felst í lánveitingum til sjávarútvegsfyrirtækja mestmegnis, samskiptum við fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann og öflun nýrra viðskiptavina, svo dæmi séu nefnd. Helga sinnti ýmsum störfum á meðan hún var nemi. Hún var til dæmis háseti á skaki hjá frænda sínum á Patreksfirði og vann ýmis störf tengd hestum. Sjómennskuna þekkti hún aftur á móti vel úr bernsku. „Ég er sjómannsdóttir og hafði farið nokkra túra með pabba. Þannig að þetta var mér ekki með öllu ókunnugt,“ sagði hún. Helga segir að landið og miðin hafi alltaf verið sér hugleikin. Móðurbróðir hennar hafi alltaf átt dálítið ríkan þátt í að móta hvert hún fór. „Ég hef verið svolítið í hestunum, sem ég kynntist í gegnum hann, og fór með honum á sjó. Að öðrum ólöstuðum þykir mér ákaflega vænt um þau mótandi áhrif sem hann hefur haft á mig,“ segir hún. Eftir að Helga lauk sjávarútvegsnáminu hefur hún að mestu leyti starfað í stjórnsýslunni, fyrst á Fiskistofu en svo í ráðuneytinu. „Þannig að það er spennandi að skipta um starfsvettvang. Ég hef góða yfirsýn hinum megin frá og hef kynnst greininni vel og ég hlakka til að nálgast hana úr þessari átt,“ segir Helga. Þessa dagana stundar Helga mikla hreyfingu. „Ég asnaðist til þess að skrá mig í þríþraut í sumar til að reyna að ná í skottið á manninum mínum, sem er alltaf á hlaupum. Þetta gengur vel, markmiðið er að komast alla leið, en ég mun ekki hreykja mér af neinum tímum,“ segir hún. Fyrst hún skráði sig í þrautina og er búin að ákveða að gera þetta þá klári hún það. „Það er nú svolítið markmiðið almennt,“ segir Helga og segir aðspurð að hún sé fylgin sér. Helga er gift Ævari Rafni Björnssyni og þau eiga tvær dætur, tveggja og sjö ára. „Heimurinn eftir vinnu kristallast svolítið í þessu fjölskyldulífi, hvernig maður getur gert það gott og skemmtilegt,“ segir hún. „Áherslan er á fjölskylduna, mér finnst gaman að elda góðan mat, vera með eða fara í skemmtileg matarboð og sinna þannig þeim tengslum sem ég á í vinum og fjölskyldu,“ segir Helga Sigurrós sem reynir að komast í reiðtúr daglega. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir lét nýlega af störfum sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og hóf störf í sjávarútvegsteymi Arion banka. „Mér líst bara stórvel á. Þetta er skemmtilegt umhverfi og auðvitað mikið að læra. Ég er að átta mig á því hvernig húsið snýr og hvar fólkið er,“ sagði Helga Sigurrós í samtali við Markaðinn á mánudaginn, en það var fyrsti dagur hennar í nýrri vinnu. Helga er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og lauk svo gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business. Starf hennar sem liðsmaður í sjávarútvegsteymi bankans felst í lánveitingum til sjávarútvegsfyrirtækja mestmegnis, samskiptum við fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann og öflun nýrra viðskiptavina, svo dæmi séu nefnd. Helga sinnti ýmsum störfum á meðan hún var nemi. Hún var til dæmis háseti á skaki hjá frænda sínum á Patreksfirði og vann ýmis störf tengd hestum. Sjómennskuna þekkti hún aftur á móti vel úr bernsku. „Ég er sjómannsdóttir og hafði farið nokkra túra með pabba. Þannig að þetta var mér ekki með öllu ókunnugt,“ sagði hún. Helga segir að landið og miðin hafi alltaf verið sér hugleikin. Móðurbróðir hennar hafi alltaf átt dálítið ríkan þátt í að móta hvert hún fór. „Ég hef verið svolítið í hestunum, sem ég kynntist í gegnum hann, og fór með honum á sjó. Að öðrum ólöstuðum þykir mér ákaflega vænt um þau mótandi áhrif sem hann hefur haft á mig,“ segir hún. Eftir að Helga lauk sjávarútvegsnáminu hefur hún að mestu leyti starfað í stjórnsýslunni, fyrst á Fiskistofu en svo í ráðuneytinu. „Þannig að það er spennandi að skipta um starfsvettvang. Ég hef góða yfirsýn hinum megin frá og hef kynnst greininni vel og ég hlakka til að nálgast hana úr þessari átt,“ segir Helga. Þessa dagana stundar Helga mikla hreyfingu. „Ég asnaðist til þess að skrá mig í þríþraut í sumar til að reyna að ná í skottið á manninum mínum, sem er alltaf á hlaupum. Þetta gengur vel, markmiðið er að komast alla leið, en ég mun ekki hreykja mér af neinum tímum,“ segir hún. Fyrst hún skráði sig í þrautina og er búin að ákveða að gera þetta þá klári hún það. „Það er nú svolítið markmiðið almennt,“ segir Helga og segir aðspurð að hún sé fylgin sér. Helga er gift Ævari Rafni Björnssyni og þau eiga tvær dætur, tveggja og sjö ára. „Heimurinn eftir vinnu kristallast svolítið í þessu fjölskyldulífi, hvernig maður getur gert það gott og skemmtilegt,“ segir hún. „Áherslan er á fjölskylduna, mér finnst gaman að elda góðan mat, vera með eða fara í skemmtileg matarboð og sinna þannig þeim tengslum sem ég á í vinum og fjölskyldu,“ segir Helga Sigurrós sem reynir að komast í reiðtúr daglega.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira