Útlendingaspilinu leikið út Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. júní 2015 08:00 Fyrir fjórum árum tók Thorning-Schmidt við forsætisráðherraembættinu af Rasmussen. Hann vonast nú til þess að hafa hlutverkaskipti aftur. VÍSIR/EPA Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi frjálslynda hægri flokksins Venstre, vill herða verulega reglur um hælisleitendur í Danmörku. „Menn geta reiknað með þessu loforði: Við munum ekki sitja hjá aðgerðalausir meðan fjöldi hælisleitenda rýkur upp úr öllu valdi,“ sagði Løkke á blaðamannafundi í gærmorgun, þar sem hann kynnti stefnu flokks síns í málefnum hælisleitenda. Þar með reynir hann að gera málefni útlendinga enn á ný að helsta kosningamálinu í Danmörku, en það er ekki nýtt að þingkosningar þar í landi snúist að verulegu leyti um ólíka afstöðu flokkanna til málefna innflytjenda. Løkke vonast til þess að hreppa forsætisráðherraembættið eftir kosningarnar. Hann var forsætisráðherra Danmerkur frá 2009 til 2011, en þá tapaði hann fyrir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins, sem nú reynir að verja stöðu sína. Þingkosningar verða haldnar 18. júní. Løkke segir innflytjendastrauminn vera það alvarlegt mál að hann lofar því að kalla saman þing strax í sumar til að taka á málinu, hljóti hann sigur í kosningunum. „Við vitum að við stöndum frammi fyrir því að í sumar mun straumurinn hingað aukast gríðarlega ef við gerum ekkert,“ sagði hann á blaðamannafundinum í gær. Thorning-Schmidt segir stjórn sína reyndar hafa hert innflytjendareglurnar verulega á kjörtímabilinu. Hælisleitendum hefur fjölgað töluvert í Danmörku á síðustu árum, eins og víðar í Evrópu, eftir að flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hófst. Borgarastríðið þar í landi hefur hrakið milljónir manna út fyrir landamærin og nokkur hluti þeirra hefur reynt að komast til Evrópu, oft yfir Miðjarðarhafið. Á síðasta ári voru hælisleitendur í Danmörku 14.800 talsins, eða nærri þrisvar sinnum fleiri en á árinu 2011 og helmingi fleiri en árið 2013, þegar þeir voru 7.500. Það sem af er þessu ári hafa 1.550 manns sótt um hæli í Danmörku, en í Evrópusambandsríkjunum samtals hafa 202 þúsund hælisleitendur knúið á dyr á sama tíma. Skoðanakannanir sýna að rauða blokkin svonefnda, flokkarnir á vinstri vængnum, hefur aukið fylgi sitt lítillega, en bláa blokkin á hægri vængnum að sama skapi dalað eilítið. Annars hefur verið nokkuð jafnt á með fylkingunum undanfarnar vikur. Hægri blokkin hafði vinninginn fyrir nokkrum vikum en nú eru báðar að mælast með um það bil helmingsfylgi. Einn daginn er rauða blokkin örlítið yfir 50 prósentunum en hinn daginn er það sú bláa sem skríður yfir 50 prósentin. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi frjálslynda hægri flokksins Venstre, vill herða verulega reglur um hælisleitendur í Danmörku. „Menn geta reiknað með þessu loforði: Við munum ekki sitja hjá aðgerðalausir meðan fjöldi hælisleitenda rýkur upp úr öllu valdi,“ sagði Løkke á blaðamannafundi í gærmorgun, þar sem hann kynnti stefnu flokks síns í málefnum hælisleitenda. Þar með reynir hann að gera málefni útlendinga enn á ný að helsta kosningamálinu í Danmörku, en það er ekki nýtt að þingkosningar þar í landi snúist að verulegu leyti um ólíka afstöðu flokkanna til málefna innflytjenda. Løkke vonast til þess að hreppa forsætisráðherraembættið eftir kosningarnar. Hann var forsætisráðherra Danmerkur frá 2009 til 2011, en þá tapaði hann fyrir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins, sem nú reynir að verja stöðu sína. Þingkosningar verða haldnar 18. júní. Løkke segir innflytjendastrauminn vera það alvarlegt mál að hann lofar því að kalla saman þing strax í sumar til að taka á málinu, hljóti hann sigur í kosningunum. „Við vitum að við stöndum frammi fyrir því að í sumar mun straumurinn hingað aukast gríðarlega ef við gerum ekkert,“ sagði hann á blaðamannafundinum í gær. Thorning-Schmidt segir stjórn sína reyndar hafa hert innflytjendareglurnar verulega á kjörtímabilinu. Hælisleitendum hefur fjölgað töluvert í Danmörku á síðustu árum, eins og víðar í Evrópu, eftir að flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hófst. Borgarastríðið þar í landi hefur hrakið milljónir manna út fyrir landamærin og nokkur hluti þeirra hefur reynt að komast til Evrópu, oft yfir Miðjarðarhafið. Á síðasta ári voru hælisleitendur í Danmörku 14.800 talsins, eða nærri þrisvar sinnum fleiri en á árinu 2011 og helmingi fleiri en árið 2013, þegar þeir voru 7.500. Það sem af er þessu ári hafa 1.550 manns sótt um hæli í Danmörku, en í Evrópusambandsríkjunum samtals hafa 202 þúsund hælisleitendur knúið á dyr á sama tíma. Skoðanakannanir sýna að rauða blokkin svonefnda, flokkarnir á vinstri vængnum, hefur aukið fylgi sitt lítillega, en bláa blokkin á hægri vængnum að sama skapi dalað eilítið. Annars hefur verið nokkuð jafnt á með fylkingunum undanfarnar vikur. Hægri blokkin hafði vinninginn fyrir nokkrum vikum en nú eru báðar að mælast með um það bil helmingsfylgi. Einn daginn er rauða blokkin örlítið yfir 50 prósentunum en hinn daginn er það sú bláa sem skríður yfir 50 prósentin.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“