Framfaraflokkurinn í Noregi er andvígur samkomulaginu um hversu mörgum flóttamönnum frá Sýrlandi eigi að taka á móti. Flokkurinn leggur til að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram í haust samtímis sveitarstjórnarkosningunum um hvort taka eigi á móti fleiri kvótaflóttamönnum eða ekki.
Flokkarnir á norska stórþinginu, að undanskildum Framfaraflokknum og Sósíalíska vinstriflokknum, hafa náð samkomulagi um að taka á móti átta þúsundum kvótaflóttamanna frá Sýrlandi á næstu þremur árum, að því er greint er frá á vef norska ríkisútvarpsins. Í ár verður tekið á móti 500 flóttamönnum til viðbótar því sem áður hafði verið ákveðið. Þar með verður tekið á móti tveimur þúsundum flóttamanna til Noregs á þessu ári.
Framfaraflokkurinn hefur lýst því yfir að hann vilji heldur að fé verði varið til nærumhverfisins til þess að geta hjálpað sem flestum. Verði tillagan ekki samþykkt verður hún gerð að kosningamáli.
Þjóðaratkvæði um flóttamenn
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
