Laun standa í stað en þeir ríku verða ríkari ingvar haraldsson skrifar 17. júní 2015 12:00 Ravi batra Hagfræðingurinn hefur lengi varað við hættum af of miklum ójöfnuði. vísir/gva Ravi Batra, prófessor í hagfræði við Southern Methodist University í Dallas, segir seðlabanka og stjórnvöld á Vesturlöndum hafa viðhaldið offramleiðslu síðustu áratugi með hallarekstri og lágum stýrivöxtum. Batra hefur allt frá því á 9. áratug 20. aldar varað við að of mikill ójöfnuður komi niður á sjálfbærni hagkerfis og geti valdið kreppum. Batra benti á, í fyrirlestri í Háskóla Íslands á mánudag, að laun almennings í Bandaríkjunum hefðu ekki hækkað að neinu ráði frá árinu 1981 þrátt fyrir að framleiðni hefði margfaldast. Í Evrópu hafi laun fylgt framleiðni en með töfum. Þar sem laun stæðu í stað væri eftirspurn lítil. „Niðurstaðan er offramleiðsla um allan heim og þar af leiðandi kreppur og atvinnuleysi,“ segir Batra.Fundargestir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri voru meðal fundargesta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti að halda inngangserindi en forfallaðist þar sem hann var staddur í London vegna haftamála.vísir/gvaVandanum slegið á frest Batra sagði að vandanum hefði verið slegið á frest með mikilli skuldsetningu ríkisins og almennings. Í forsetatíð Baracks Obama hafi átt sér stað einhver mesta skuldasöfnun í sögunni samhliða mikilli hækkun hlutabréfa. Afleiðingin væri methagnaður fyrirtækja í miðri efnahagskreppu. Því hafi hagnaður fyrirtækja aukist verulega en afleiðingin hafi verið að þeir eitt prósent ríkustu urðu ríkari en tekjur almennings stóðu í stað. Ástæðan fyrir þessu vandamáli er að völd stórfyrirtækja eru of mikil og mörg þeirra í einokunaraðstöðu að sögn Batra. „Einokunarfyrirtæki borga lág laun og búast við mikilli framleiðni frá starfsmönnum,“ sagði hann.Óvirk samkeppnislöggjöf Hagfræðingurinn segir að samkeppnislöggjöf í Bandaríkjunum hafi verið nær óvirk í landinu frá því á 9. áratugnum. „Árið 1911 var Standard Oil skipt upp, á grundvelli samkeppnislaga, í 16 fyrirtæki. Eitt þeirra var Exxon, annað þeirra Mobil. Í dag eru þau ExxonMobil,“ sagði Batra. Lausnin að hans sögn er virkari samkeppnislöggjöf og meira efnahagslegt lýðræði innan fyrirtækja þar sem starfsmenn hafi eitthvað um rekstur fyrirtækisins að segja. Batra sagði að sá tími kæmi að skuldasöfnunin myndi hætta og kreppa blasa við. Bólur á hlutabréfamarkaði myndu springa, eftirspurn dragast saman og atvinnuleysi aukast. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Ravi Batra, prófessor í hagfræði við Southern Methodist University í Dallas, segir seðlabanka og stjórnvöld á Vesturlöndum hafa viðhaldið offramleiðslu síðustu áratugi með hallarekstri og lágum stýrivöxtum. Batra hefur allt frá því á 9. áratug 20. aldar varað við að of mikill ójöfnuður komi niður á sjálfbærni hagkerfis og geti valdið kreppum. Batra benti á, í fyrirlestri í Háskóla Íslands á mánudag, að laun almennings í Bandaríkjunum hefðu ekki hækkað að neinu ráði frá árinu 1981 þrátt fyrir að framleiðni hefði margfaldast. Í Evrópu hafi laun fylgt framleiðni en með töfum. Þar sem laun stæðu í stað væri eftirspurn lítil. „Niðurstaðan er offramleiðsla um allan heim og þar af leiðandi kreppur og atvinnuleysi,“ segir Batra.Fundargestir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri voru meðal fundargesta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti að halda inngangserindi en forfallaðist þar sem hann var staddur í London vegna haftamála.vísir/gvaVandanum slegið á frest Batra sagði að vandanum hefði verið slegið á frest með mikilli skuldsetningu ríkisins og almennings. Í forsetatíð Baracks Obama hafi átt sér stað einhver mesta skuldasöfnun í sögunni samhliða mikilli hækkun hlutabréfa. Afleiðingin væri methagnaður fyrirtækja í miðri efnahagskreppu. Því hafi hagnaður fyrirtækja aukist verulega en afleiðingin hafi verið að þeir eitt prósent ríkustu urðu ríkari en tekjur almennings stóðu í stað. Ástæðan fyrir þessu vandamáli er að völd stórfyrirtækja eru of mikil og mörg þeirra í einokunaraðstöðu að sögn Batra. „Einokunarfyrirtæki borga lág laun og búast við mikilli framleiðni frá starfsmönnum,“ sagði hann.Óvirk samkeppnislöggjöf Hagfræðingurinn segir að samkeppnislöggjöf í Bandaríkjunum hafi verið nær óvirk í landinu frá því á 9. áratugnum. „Árið 1911 var Standard Oil skipt upp, á grundvelli samkeppnislaga, í 16 fyrirtæki. Eitt þeirra var Exxon, annað þeirra Mobil. Í dag eru þau ExxonMobil,“ sagði Batra. Lausnin að hans sögn er virkari samkeppnislöggjöf og meira efnahagslegt lýðræði innan fyrirtækja þar sem starfsmenn hafi eitthvað um rekstur fyrirtækisins að segja. Batra sagði að sá tími kæmi að skuldasöfnunin myndi hætta og kreppa blasa við. Bólur á hlutabréfamarkaði myndu springa, eftirspurn dragast saman og atvinnuleysi aukast.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira