Flóttafólkið yrði innikróað Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. júní 2015 08:00 Líbíska strandgæslan bjargaði í vetur 108 manns af þessum gúmmíbáti, sem var að sökkva skammt undan landi. nordicphotos/AFP Evrópusambandið ætlar að senda herlið til þess að ráðast gegn smyglurum, sem í æ stærri stíl hafa reynt að koma flóttafólki með ólöglegum hætti yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja sambandsins. Til að byrja með er ætlunin að leita uppi og eyðileggja báta og skip, sem notaðir eru til þess að smygla fólki yfir hafið. Megináherslan verður lögð á hafsvæði í sunnanverðu Miðjarðarhafinu, einkum út af ströndum Líbíu. Farið verður inn fyrir tólf mílna landhelgi Líbíu og flóttafólkið sent aftur í land. Þá er hugmyndin að senda hersveitir inn í Líbíu til að ráðast þar gegn smyglurum. „Með þessum aðgerðum erum við að ráðast gegn viðskiptahugmynd þeirra, sem hagnast á eymd förufólks,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins. Með þessu gefur Evrópusambandið samt þeim flóttamönnum, sem þegar eru komnir til Líbíu eða eru á leiðinni þangað, ekki minnsta gaum. Talið er að vígasveitirnar, sem hafa stór svæði í Líbíu á sínu valdi, rukki smyglarana um stórfé fyrir að veita flóttafólkinu húsaskjól og lágmarksöryggi meðan það bíður eftir fari yfir Miðjarðarhafið. Mogherini segir aðgerðirnar þó verða víðtækari og meðal annars verði leitað eftir samvinnu við stjórnvöld og stofnanir í Afríku: „Við í Evrópusambandinu erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum til að bjarga mannslífum, rekja upp net þeirra sem smygla fólki og ráðast að meginrót fólksflutninganna.“ Enn er ekki búið að semja við stjórnvöld í Líbíu um leyfi til að fara inn í landhelgina, hvað þá heimild til að stunda þar landhernað. Sameinuðu þjóðirnar hafa sömuleiðis verið tregar til að heimila aðgerðirnar, en Evrópusambandið hefur reynt að fá stuðning úr þeirri átt. Einkum strandar þar á áhyggjum Sameinuðu þjóðanna af því að ekki sé verið að ráðast að rótum vandans heldur skilja flóttafólkið eftir innilokað í afar erfiðum aðstæðum. Það sem af er þessu ári hafa meira en 100 þúsund flóttamenn farið yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja Evrópusambandsins í von um hæli þar. Flestir þeirra hafa farið til Ítalíu og Grikklands. Um það bil tvö þúsund hafa drukknað í hafinu á leiðinni yfir. Flóttafólkið kemur flest frá Sýrlandi. Alls hafa um tólf milljónir Sýrlendinga hrakist að heiman frá sér eftir að borgarastyrjöldin þar í landi hófst fyrir meira en fjórum árum. Fjórum milljónum þeirra hefur tekist að flýja úr landi, en fæstir hafa komist lengra en til nágrannaríkjanna. Einungis lítlu broti hefur tekist að komast alla leið til Evrópu. Nýverið sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu þar sem segir að frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafi aldrei verið fleiri flóttamenn í heiminum. Þeir eru nú nærri 60 milljónir og hefur fjölgað um átta milljónir frá síðasta ári. Flóttamenn Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Evrópusambandið ætlar að senda herlið til þess að ráðast gegn smyglurum, sem í æ stærri stíl hafa reynt að koma flóttafólki með ólöglegum hætti yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja sambandsins. Til að byrja með er ætlunin að leita uppi og eyðileggja báta og skip, sem notaðir eru til þess að smygla fólki yfir hafið. Megináherslan verður lögð á hafsvæði í sunnanverðu Miðjarðarhafinu, einkum út af ströndum Líbíu. Farið verður inn fyrir tólf mílna landhelgi Líbíu og flóttafólkið sent aftur í land. Þá er hugmyndin að senda hersveitir inn í Líbíu til að ráðast þar gegn smyglurum. „Með þessum aðgerðum erum við að ráðast gegn viðskiptahugmynd þeirra, sem hagnast á eymd förufólks,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins. Með þessu gefur Evrópusambandið samt þeim flóttamönnum, sem þegar eru komnir til Líbíu eða eru á leiðinni þangað, ekki minnsta gaum. Talið er að vígasveitirnar, sem hafa stór svæði í Líbíu á sínu valdi, rukki smyglarana um stórfé fyrir að veita flóttafólkinu húsaskjól og lágmarksöryggi meðan það bíður eftir fari yfir Miðjarðarhafið. Mogherini segir aðgerðirnar þó verða víðtækari og meðal annars verði leitað eftir samvinnu við stjórnvöld og stofnanir í Afríku: „Við í Evrópusambandinu erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum til að bjarga mannslífum, rekja upp net þeirra sem smygla fólki og ráðast að meginrót fólksflutninganna.“ Enn er ekki búið að semja við stjórnvöld í Líbíu um leyfi til að fara inn í landhelgina, hvað þá heimild til að stunda þar landhernað. Sameinuðu þjóðirnar hafa sömuleiðis verið tregar til að heimila aðgerðirnar, en Evrópusambandið hefur reynt að fá stuðning úr þeirri átt. Einkum strandar þar á áhyggjum Sameinuðu þjóðanna af því að ekki sé verið að ráðast að rótum vandans heldur skilja flóttafólkið eftir innilokað í afar erfiðum aðstæðum. Það sem af er þessu ári hafa meira en 100 þúsund flóttamenn farið yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja Evrópusambandsins í von um hæli þar. Flestir þeirra hafa farið til Ítalíu og Grikklands. Um það bil tvö þúsund hafa drukknað í hafinu á leiðinni yfir. Flóttafólkið kemur flest frá Sýrlandi. Alls hafa um tólf milljónir Sýrlendinga hrakist að heiman frá sér eftir að borgarastyrjöldin þar í landi hófst fyrir meira en fjórum árum. Fjórum milljónum þeirra hefur tekist að flýja úr landi, en fæstir hafa komist lengra en til nágrannaríkjanna. Einungis lítlu broti hefur tekist að komast alla leið til Evrópu. Nýverið sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu þar sem segir að frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafi aldrei verið fleiri flóttamenn í heiminum. Þeir eru nú nærri 60 milljónir og hefur fjölgað um átta milljónir frá síðasta ári.
Flóttamenn Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira