Fjörug og fyndin en líka sorgleg á köflum 29. júní 2015 10:00 Kvikmyndarýnir vikunnar er nú staddur í sveitinni í Skagafirði. En hún komst í bíó að sjá Inside Out áður en hún fór burt í sveitina. Freyja er tíu ára nemandi í Vesturbæjarskóla en er þessa dagana stödd í sveitinni í Skagafirði hjá afa sínum og ömmu. Þau búa á bænum Flugumýrarhvammi sem er meðalstórt mjólkurbú og Freyja hjálpar til í fjósinu. En áður en hún fór í sveitina fór hún í bíó og sá myndina Inside Out.Um hvað fjallar myndin Inside Out? Hún fjallar um tilfinningar ákveðinnar stúlku. Þetta eru fimm tilfinningar sem eru aðalpersónurnar í myndinni. Þær heita Ofsi, Glöð, Leiði, Ótti og Andstyggð. Stelpan er eiginlega ekki aðalpersónan.Hvernig eru þessar tilfinningar? Glöð er sú sem sér um allt sem kætir stelpuna. Ofsi er mjög oft pirraður og stýrir reiðinni. Ótti er alltaf hræddur og ofverndar stúlkuna. Leiði stjórnar því hvað gerir stúlkuna leiða, eins og til dæmis að hún þurfi að flytja. Fimmta tilfinningin, Andstyggð, er alltaf í gelgjukasti. Hún ákveður hvað henni finnst vont og hjálpar stelpunni að vita hverjir eru kúl og hverjir eru ömurlega leiðinlegir.Hvaða persóna finnst þér skemmtilegust? Ofsi. Hann er rosalega fyndinn og ákveðinn.Hvernig mynd er þetta? Hún er spennandi og fyndin en samt ekki beint gamanmynd. Það er fjör í henni en líka kaflar sem eru sorglegir.Myndir þú mæla með þessari mynd? Já.Fyrir hvaða aldur? Svona fimm til tólf ára. Það eru flókin atriði í henni og þetta er krakkamynd sem passaði vel fyrir litla bróður minn (5 ára) og mig. Svo er þessi mynd örugglega mjög góð fyrir fólk sem dáir hokkí, því stelpan æfir hokkí. Þetta eru svona aðstæður sem gætu verið í Kanada. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Freyja er tíu ára nemandi í Vesturbæjarskóla en er þessa dagana stödd í sveitinni í Skagafirði hjá afa sínum og ömmu. Þau búa á bænum Flugumýrarhvammi sem er meðalstórt mjólkurbú og Freyja hjálpar til í fjósinu. En áður en hún fór í sveitina fór hún í bíó og sá myndina Inside Out.Um hvað fjallar myndin Inside Out? Hún fjallar um tilfinningar ákveðinnar stúlku. Þetta eru fimm tilfinningar sem eru aðalpersónurnar í myndinni. Þær heita Ofsi, Glöð, Leiði, Ótti og Andstyggð. Stelpan er eiginlega ekki aðalpersónan.Hvernig eru þessar tilfinningar? Glöð er sú sem sér um allt sem kætir stelpuna. Ofsi er mjög oft pirraður og stýrir reiðinni. Ótti er alltaf hræddur og ofverndar stúlkuna. Leiði stjórnar því hvað gerir stúlkuna leiða, eins og til dæmis að hún þurfi að flytja. Fimmta tilfinningin, Andstyggð, er alltaf í gelgjukasti. Hún ákveður hvað henni finnst vont og hjálpar stelpunni að vita hverjir eru kúl og hverjir eru ömurlega leiðinlegir.Hvaða persóna finnst þér skemmtilegust? Ofsi. Hann er rosalega fyndinn og ákveðinn.Hvernig mynd er þetta? Hún er spennandi og fyndin en samt ekki beint gamanmynd. Það er fjör í henni en líka kaflar sem eru sorglegir.Myndir þú mæla með þessari mynd? Já.Fyrir hvaða aldur? Svona fimm til tólf ára. Það eru flókin atriði í henni og þetta er krakkamynd sem passaði vel fyrir litla bróður minn (5 ára) og mig. Svo er þessi mynd örugglega mjög góð fyrir fólk sem dáir hokkí, því stelpan æfir hokkí. Þetta eru svona aðstæður sem gætu verið í Kanada.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein