Selja 10 þúsundasta svefnlækningatækið Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2015 12:00 Tugir milljóna manna þjást af svefnleysi um heim allan. Ódýrara er fyrir heilbrigðisstofnanir að greina svefntruflanir í heimahúsum. Viðskipti Íslenska fyrirtækið Nox Medical náði þeim árangri nú í júlí að tíuþúsundasta Nox T3 lækningatækið var afhent í hendur viðskiptavinar. Nox Medical er hátæknifyrirtæki sem framleiðir lækningabúnað til greiningar á svefntruflunum. „Þetta er skilgreint sem lækningavara sem er eingöngu notuð af heilbrigðisstarfsfólki. Hún er notuð til að mæla öndunartruflanir í svefni, eða kæfisvefn, sem er orðinn mikill þáttur í heilbrigðisvísindum,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Nox Medcial var stofnað árið 2006 á grunni fyrirtækis sem hét Flaga. Helgi Kristbjarnarson læknir stofnaði Flögu rétt rúmum tíu árum fyrr. Þegar bandarískur forstjóri tók við stjórnartaumunum sá hann ekki rekstrargrundvöll fyrir það hér á landi. Það var því flutt til Denver í Colorado. Stór hluti þeirra sem unnu hjá Flögu hér missti vinnuna og úr varð að sjö úr þessum hópi stofnuðu Nox Medical. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú orðnir 40. Seint á árinu 2008 fór fyrirtækið svo að selja fyrstu vörurnar. Á árunum 2009 til og með ársins 2011 voru tekjurnar um 150 milljónir íslenskra króna en í dag eru þær komnir upp í 1,5 milljarða. „Það sem kannski er óvanalegt við fyrirtæki af þessari stærð er að þetta fyrirtæki er rekið með hagnaði frá fyrsta ári í tekjusköpun,“ segir Pétur. Það er mat stjórnenda félagsins að svefn um 2,5 milljóna manna, um allan heim, hafi verið rannsakaður með þessum íslenska búnaði. Öll sala félagsins fer fram erlendis í gegnum erlenda samstarfsaðila og eru stærstu markaðirnir í Bandaríkjunum og Evrópu. „Bandaríkin ein og sér eru náttúrlega stærsti markaðurinn. Þar hefur orðið mikil breyting frá því að svefnmælingarnar voru gerðar að langmestu leyti inni á sjúkrahúsum,“ segir Pétur en bætir því við að með tilkomu tækni, eins og Nox T3 tækisins, fari mælingarnar fram í heimahúsum í auknum mæli. „Stærstu markaðirnir í Evrópu eru Þýskaland og Frakkland,“ bætir Pétur við en segir að einnig séu að opnast markaðir í Kína og Japan. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Viðskipti Íslenska fyrirtækið Nox Medical náði þeim árangri nú í júlí að tíuþúsundasta Nox T3 lækningatækið var afhent í hendur viðskiptavinar. Nox Medical er hátæknifyrirtæki sem framleiðir lækningabúnað til greiningar á svefntruflunum. „Þetta er skilgreint sem lækningavara sem er eingöngu notuð af heilbrigðisstarfsfólki. Hún er notuð til að mæla öndunartruflanir í svefni, eða kæfisvefn, sem er orðinn mikill þáttur í heilbrigðisvísindum,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Nox Medcial var stofnað árið 2006 á grunni fyrirtækis sem hét Flaga. Helgi Kristbjarnarson læknir stofnaði Flögu rétt rúmum tíu árum fyrr. Þegar bandarískur forstjóri tók við stjórnartaumunum sá hann ekki rekstrargrundvöll fyrir það hér á landi. Það var því flutt til Denver í Colorado. Stór hluti þeirra sem unnu hjá Flögu hér missti vinnuna og úr varð að sjö úr þessum hópi stofnuðu Nox Medical. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú orðnir 40. Seint á árinu 2008 fór fyrirtækið svo að selja fyrstu vörurnar. Á árunum 2009 til og með ársins 2011 voru tekjurnar um 150 milljónir íslenskra króna en í dag eru þær komnir upp í 1,5 milljarða. „Það sem kannski er óvanalegt við fyrirtæki af þessari stærð er að þetta fyrirtæki er rekið með hagnaði frá fyrsta ári í tekjusköpun,“ segir Pétur. Það er mat stjórnenda félagsins að svefn um 2,5 milljóna manna, um allan heim, hafi verið rannsakaður með þessum íslenska búnaði. Öll sala félagsins fer fram erlendis í gegnum erlenda samstarfsaðila og eru stærstu markaðirnir í Bandaríkjunum og Evrópu. „Bandaríkin ein og sér eru náttúrlega stærsti markaðurinn. Þar hefur orðið mikil breyting frá því að svefnmælingarnar voru gerðar að langmestu leyti inni á sjúkrahúsum,“ segir Pétur en bætir því við að með tilkomu tækni, eins og Nox T3 tækisins, fari mælingarnar fram í heimahúsum í auknum mæli. „Stærstu markaðirnir í Evrópu eru Þýskaland og Frakkland,“ bætir Pétur við en segir að einnig séu að opnast markaðir í Kína og Japan.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira