Eiginmaðurinn er myndarlegri í eldhúsinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. júlí 2015 07:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur starfað hjá Ríkissaksóknara í tvö ár. fréttablaðið/ernir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. Hún er aðstoðarsaksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem hún hefur starfað í tvö ár. Hún vann áður sem aðstoðarmaður dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og hefur einnig starfað við saksókn fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þorbjörg lauk laganámi frá Háskóla Íslands og LL.M.-gráðu frá Columbia-háskóla í New York árið 2011. Þorbjörg segir að reynslan úr starfi sínu í réttarkerfinu muni nýtast í nýja starfinu. „Í málflutningi er ákveðin þungamiðja starfsins að greina kjarna máls og rökstyðja niðurstöðuna að því loknu. Góður lögfræðingur þarf að að geta fært rök fyrir máli sínu munnlega og skriflega,“ segir Þorbjörg. „Það var jafnframt dýrmæt reynsla að upplifa kennsluna í Columbia. Markmiðið var að kenna laganemum að beita þekkingu og mikil áhersla var lögð á raunhæf verkefni fremur en hefðbundna fyrirlestra. Þá var mikil áhersla lögð á samspil lögfræði við aðrar fræðigreinar.“ Starf sviðsstjóra er starf við stjórnun og stefnumótun lagadeildarinnar og yfirumsjón með námskeiðum. Þorbjörg segir að námið í lagadeildinni á Bifröst sé mjög spennandi og að til standi að halda uppbyggingunni áfram. Deildin hafi undanfarið markað sér sérstöðu með nútímalegum kennsluháttum og sterkum alþjóðlegum tengslum og nú með því að boðið verður upp á laganám samhliða vinnu og laganám í fjarkennslu. Nemendum sé að fjölga mikið. Þorbjörg segir að fyrir sér sé lögfræði ekki einungis atvinna heldur líka mikið áhugamál. „Lögfræðin hefur opnað á skemmtileg störf og tengist öllum hliðum samfélagsins og fléttast inn í allt daglegt líf,“ segir hún. Utan vinnu finnst Þorbjörgu skemmtilegt að bjóða fólki heim í mat. Þorbjörg er gift Ágústi Ólafi Ágústssyni, lögfræðingi og hagfræðingi. „Undanfarið hefur hann verið myndarlegri en ég í eldhúsinu en ég hef verið hjálparhella og er dugleg að klára matinn minn,“ segir Þorbjörg. „Við höfum mjög gaman af því að fá vini heim í mat.“ Þorbjörg byrjar í nýja starfinu þann 1. ágúst. Næstu dagana verða Þorbjörg og fjölskylda hennar aftur á móti í sumarleyfi í París. Fjölskyldan skipti á húsum við franska fjölskyldu. „Við hlökkum til að endurnýja kynnin við sólina,“ segir Þorbjörg. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. Hún er aðstoðarsaksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem hún hefur starfað í tvö ár. Hún vann áður sem aðstoðarmaður dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og hefur einnig starfað við saksókn fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þorbjörg lauk laganámi frá Háskóla Íslands og LL.M.-gráðu frá Columbia-háskóla í New York árið 2011. Þorbjörg segir að reynslan úr starfi sínu í réttarkerfinu muni nýtast í nýja starfinu. „Í málflutningi er ákveðin þungamiðja starfsins að greina kjarna máls og rökstyðja niðurstöðuna að því loknu. Góður lögfræðingur þarf að að geta fært rök fyrir máli sínu munnlega og skriflega,“ segir Þorbjörg. „Það var jafnframt dýrmæt reynsla að upplifa kennsluna í Columbia. Markmiðið var að kenna laganemum að beita þekkingu og mikil áhersla var lögð á raunhæf verkefni fremur en hefðbundna fyrirlestra. Þá var mikil áhersla lögð á samspil lögfræði við aðrar fræðigreinar.“ Starf sviðsstjóra er starf við stjórnun og stefnumótun lagadeildarinnar og yfirumsjón með námskeiðum. Þorbjörg segir að námið í lagadeildinni á Bifröst sé mjög spennandi og að til standi að halda uppbyggingunni áfram. Deildin hafi undanfarið markað sér sérstöðu með nútímalegum kennsluháttum og sterkum alþjóðlegum tengslum og nú með því að boðið verður upp á laganám samhliða vinnu og laganám í fjarkennslu. Nemendum sé að fjölga mikið. Þorbjörg segir að fyrir sér sé lögfræði ekki einungis atvinna heldur líka mikið áhugamál. „Lögfræðin hefur opnað á skemmtileg störf og tengist öllum hliðum samfélagsins og fléttast inn í allt daglegt líf,“ segir hún. Utan vinnu finnst Þorbjörgu skemmtilegt að bjóða fólki heim í mat. Þorbjörg er gift Ágústi Ólafi Ágústssyni, lögfræðingi og hagfræðingi. „Undanfarið hefur hann verið myndarlegri en ég í eldhúsinu en ég hef verið hjálparhella og er dugleg að klára matinn minn,“ segir Þorbjörg. „Við höfum mjög gaman af því að fá vini heim í mat.“ Þorbjörg byrjar í nýja starfinu þann 1. ágúst. Næstu dagana verða Þorbjörg og fjölskylda hennar aftur á móti í sumarleyfi í París. Fjölskyldan skipti á húsum við franska fjölskyldu. „Við hlökkum til að endurnýja kynnin við sólina,“ segir Þorbjörg.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira