Breyttu Frakkastíg í hryllingsstíg Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. júlí 2015 07:30 Elvar Gunnarsson, leikstjóri myndarinnar, ásamt Gunnari Kristinssyni, einum aðalleikaranna. Vísir/AndriMarinó Þessa dagana fara fram tökur á nýrri íslensk/enskri hryllingsmynd sem ber nafnið Mara. Höfundar myndarinnar eru þeir Elvar Gunnarsson og Ingimar Sveinsson en sá síðarnefndi kom einnig að gerð kvikmyndarinnar Albatross. „Við erum að taka upp úti um allt, aðallega í Haukadalnum á Vesturlandi. Við skjótum líka á Vestfjörðum og svo hérna í Reykjavík,“ segir Elvar, sem er jafnframt leikstjóri myndarinnar. Í gær fóru tökur fram í miðbænum og var búið að breyta Frakkastíg í hálfgerðan hryllingsstíg. Hún gerist einnig í Bandaríkjunum að hluta og fer tökuliðið til Nashville í september þar sem tökur á myndinni verða kláraðar. Spurður út í söguþráðinn segir Elvar að myndin muni fá hárin til að rísa. „Hún fjallar um evrópskt par sem býr í Bandaríkjunum og það ákveður svo að flytja til Íslands en annað þeirra er frá Íslandi. Þau koma til Íslands í von um betra líf og kaupa gistiheimili. Það kemur svo í ljós að það er eitthvað undarlegt í gangi þar og það verður hasar í húsinu,“ útskýrir Elvar. Myndin er önnur myndin sem hann gerir í fullri lengd en hann hefur að mestu komið að leikstjórn tónlistarmyndbanda og auglýsinga. Aðalhlutverkin leika þau Vivian Didriksen Ólafsdóttir og Gunnar Kristinsson. Framleiðslufyrirtækið 23 Frames framleiðir myndina og er hún fjármögnuð af erlendum sem og innlendum fjárfestum. „Þessi mynd er ekki gerð með íslenska styrkjakerfinu heldur fjármögnuð af fjárfestum og þetta hefur allt saman gengið mjög vel.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Þessa dagana fara fram tökur á nýrri íslensk/enskri hryllingsmynd sem ber nafnið Mara. Höfundar myndarinnar eru þeir Elvar Gunnarsson og Ingimar Sveinsson en sá síðarnefndi kom einnig að gerð kvikmyndarinnar Albatross. „Við erum að taka upp úti um allt, aðallega í Haukadalnum á Vesturlandi. Við skjótum líka á Vestfjörðum og svo hérna í Reykjavík,“ segir Elvar, sem er jafnframt leikstjóri myndarinnar. Í gær fóru tökur fram í miðbænum og var búið að breyta Frakkastíg í hálfgerðan hryllingsstíg. Hún gerist einnig í Bandaríkjunum að hluta og fer tökuliðið til Nashville í september þar sem tökur á myndinni verða kláraðar. Spurður út í söguþráðinn segir Elvar að myndin muni fá hárin til að rísa. „Hún fjallar um evrópskt par sem býr í Bandaríkjunum og það ákveður svo að flytja til Íslands en annað þeirra er frá Íslandi. Þau koma til Íslands í von um betra líf og kaupa gistiheimili. Það kemur svo í ljós að það er eitthvað undarlegt í gangi þar og það verður hasar í húsinu,“ útskýrir Elvar. Myndin er önnur myndin sem hann gerir í fullri lengd en hann hefur að mestu komið að leikstjórn tónlistarmyndbanda og auglýsinga. Aðalhlutverkin leika þau Vivian Didriksen Ólafsdóttir og Gunnar Kristinsson. Framleiðslufyrirtækið 23 Frames framleiðir myndina og er hún fjármögnuð af erlendum sem og innlendum fjárfestum. „Þessi mynd er ekki gerð með íslenska styrkjakerfinu heldur fjármögnuð af fjárfestum og þetta hefur allt saman gengið mjög vel.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira