Iðnaðarmenn gerðu tónskáld brjálað Jónas Sen skrifar 25. júlí 2015 14:15 „Pamela spilaði ágætlega á tónleikunum og Júlíana líka,“ segir í dómnum. Tónlist In Kontra Pamela de Sensi og Júlíana Rún Indriðadóttir fluttu blandaða dagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 21. júlí. Kontrabassaflautan í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hljómaði fallega en leit undarlega út. Hún var mjög löng. Svo löng að hún var brotin saman til að hljóðfæraleikarinn næði að meðhöndla hana. Auðvitað er ekkert nýtt að það þurfi að sveigja lúðra, sem útlitslega búa yfir fegurð og þokka. En kontrabassaflautan hér var hálfgert umhverfisslys. Hún leit út eins og pípa sem einhver hafði unnið skemmdarverk á. Pamela de Sensi flautuleikari lék á kontrabassaflautuna á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið. Eitt af verkunum var eftir Jónas Tómasson og hét Postlude nr. 4. Þetta var snyrtileg, stílhrein músík þar sem viðteknum venjum var snúið við. Sönglínan var í djúpt í bassanum en undirleikshljómarnir hátt í diskanti píanósins. Á það spilaði Júlíana Rún Indriðadóttir. Tónlistin kom vel út, meginstefin voru fallega þróuð af tónskáldinu, heildarmyndin samsvaraði sér prýðilega. Tónsmíð eftir Harald Sveinbjörnsson skiptist í fimm hugleiðingar sem einnig voru hrífandi. Tónmálið var dálítið rómantískt, en ekki þannig að það virkaði banalt. Það var þrungið tilfinningu, þarna voru heillandi melódíur, en inn á milli kostuleg umhverfishljóð. Haraldur mun hafa samið hugleiðingarnar þegar hann var að verða brjálaður á ofurvinnusömum verktökum í næsta nágrenni. En honum greinilega tókst að umbreyta viðbjóðslegu áreiti í hástemmdan og fallegan skáldskap. Síðri var Una selva oscura eftir Oliver Kentish. Það var hugleiðing um línur úr Canto I eftir Dante Alighieri: „Um miðbik lífsferðalags okkar fannst mér ég vera í myrkum skógi því ég hafði týnt hinni beinu leið.“ Tónlistin varð þó aldrei spennandi þrátt fyrir háleitar tilvísanir í sköpun snillingsins. Þetta voru fyrst og fremst klisjur úr tónlist frá síðustu áratugum 20. aldarinnar, sem fyrir löngu eru orðnar þreytandi. Talandi um klisjur: Pamela lék á bassaflautu stykki eftir Steingrím Þórhallsson. Það var einkennileg samsuða. Titillinn, Nautilus, vísaði til kafbáts Nemós kafteins úr sögunni eftir Jules Verne. Verkið hljómaði eins og kvikmyndatónlist frá 1950, en framvindan var afar ósannfærandi. Fyrst kom fjörlegur inngangur sem var sérkennilega snubbóttur. Síðan tók við (alveg út úr kú eftir innganginn) fremur dapurlegur og langdreginn söngur sem smám saman fikraði sig niður tónstigann. Tónlistin „sökk“ og átti þannig að líkja eftir sökkvandi kafbát. Því miður sukku gæði tónlistarinnar líka. Klisjur úr eldri tónlist voru allsráðandi og útkoman var óttalega barnaleg. Ekki er heldur hægt að gefa La Primavera eftir Sigurð Sævarsson sérlega góða einkunn. Pamela spilaði á altflautu og svokallaða hrynstafi sem gáfu frá sér smelli. Tónlistin var flöt, lagræn vissulega en aldrei svo að það væri grípandi. Sonnettur eftir Mike Mover voru hins vegar skemmtilegar, en besta verkið á tónleikunum, Album, var eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Þar lék Pamela án Júlíönu. Í staðinn fyrir hana bárust svokallaðar tónalykkjur (síendurteknar hendingar) úr hátölurum. Tónalykkjurnar voru mismunandi flaututónar, svo það var eins og tveir flautuleikarar væru að spila saman. Tónmálið var einbeitt, framvindan var eðlileg og seiðandi, þetta var magnaður kveðskapur. Pamela spilaði ágætlega á tónleikunum og Júlíana líka, þótt báðar væru nokkra stund að komast almennilega í gang. Verst hvað dagskráin sjálf var misjöfn.Niðurstaða: Fremur misjafnir tónleikar. Sumt var frábært, annað var slæmt. Flutningurinn var yfirleitt góður.“ Menning Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist In Kontra Pamela de Sensi og Júlíana Rún Indriðadóttir fluttu blandaða dagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 21. júlí. Kontrabassaflautan í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hljómaði fallega en leit undarlega út. Hún var mjög löng. Svo löng að hún var brotin saman til að hljóðfæraleikarinn næði að meðhöndla hana. Auðvitað er ekkert nýtt að það þurfi að sveigja lúðra, sem útlitslega búa yfir fegurð og þokka. En kontrabassaflautan hér var hálfgert umhverfisslys. Hún leit út eins og pípa sem einhver hafði unnið skemmdarverk á. Pamela de Sensi flautuleikari lék á kontrabassaflautuna á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið. Eitt af verkunum var eftir Jónas Tómasson og hét Postlude nr. 4. Þetta var snyrtileg, stílhrein músík þar sem viðteknum venjum var snúið við. Sönglínan var í djúpt í bassanum en undirleikshljómarnir hátt í diskanti píanósins. Á það spilaði Júlíana Rún Indriðadóttir. Tónlistin kom vel út, meginstefin voru fallega þróuð af tónskáldinu, heildarmyndin samsvaraði sér prýðilega. Tónsmíð eftir Harald Sveinbjörnsson skiptist í fimm hugleiðingar sem einnig voru hrífandi. Tónmálið var dálítið rómantískt, en ekki þannig að það virkaði banalt. Það var þrungið tilfinningu, þarna voru heillandi melódíur, en inn á milli kostuleg umhverfishljóð. Haraldur mun hafa samið hugleiðingarnar þegar hann var að verða brjálaður á ofurvinnusömum verktökum í næsta nágrenni. En honum greinilega tókst að umbreyta viðbjóðslegu áreiti í hástemmdan og fallegan skáldskap. Síðri var Una selva oscura eftir Oliver Kentish. Það var hugleiðing um línur úr Canto I eftir Dante Alighieri: „Um miðbik lífsferðalags okkar fannst mér ég vera í myrkum skógi því ég hafði týnt hinni beinu leið.“ Tónlistin varð þó aldrei spennandi þrátt fyrir háleitar tilvísanir í sköpun snillingsins. Þetta voru fyrst og fremst klisjur úr tónlist frá síðustu áratugum 20. aldarinnar, sem fyrir löngu eru orðnar þreytandi. Talandi um klisjur: Pamela lék á bassaflautu stykki eftir Steingrím Þórhallsson. Það var einkennileg samsuða. Titillinn, Nautilus, vísaði til kafbáts Nemós kafteins úr sögunni eftir Jules Verne. Verkið hljómaði eins og kvikmyndatónlist frá 1950, en framvindan var afar ósannfærandi. Fyrst kom fjörlegur inngangur sem var sérkennilega snubbóttur. Síðan tók við (alveg út úr kú eftir innganginn) fremur dapurlegur og langdreginn söngur sem smám saman fikraði sig niður tónstigann. Tónlistin „sökk“ og átti þannig að líkja eftir sökkvandi kafbát. Því miður sukku gæði tónlistarinnar líka. Klisjur úr eldri tónlist voru allsráðandi og útkoman var óttalega barnaleg. Ekki er heldur hægt að gefa La Primavera eftir Sigurð Sævarsson sérlega góða einkunn. Pamela spilaði á altflautu og svokallaða hrynstafi sem gáfu frá sér smelli. Tónlistin var flöt, lagræn vissulega en aldrei svo að það væri grípandi. Sonnettur eftir Mike Mover voru hins vegar skemmtilegar, en besta verkið á tónleikunum, Album, var eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Þar lék Pamela án Júlíönu. Í staðinn fyrir hana bárust svokallaðar tónalykkjur (síendurteknar hendingar) úr hátölurum. Tónalykkjurnar voru mismunandi flaututónar, svo það var eins og tveir flautuleikarar væru að spila saman. Tónmálið var einbeitt, framvindan var eðlileg og seiðandi, þetta var magnaður kveðskapur. Pamela spilaði ágætlega á tónleikunum og Júlíana líka, þótt báðar væru nokkra stund að komast almennilega í gang. Verst hvað dagskráin sjálf var misjöfn.Niðurstaða: Fremur misjafnir tónleikar. Sumt var frábært, annað var slæmt. Flutningurinn var yfirleitt góður.“
Menning Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira