Skyggndust inn í heim fíkniefnanna Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Z skrifuðu handritið af vinsælustu mynd síðasta árs, Vonarstræti. Hún hlaut alls tólf verðlaun á síðustu Edduverðlaunahátíð. vísir/ernir Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Z eru um þessar mundir að leggja lokahönd á handrit að nýrri kvikmynd en þeir félagar slógu heldur betur í gegn með mynd sinni, Vonarstræti á síðasta ári. „Við erum að leggja lokahönd á lokaútgáfu handritsins sem er síðasta útgáfan af því áður en þetta fer í framleiðslu,“ segir Birgir. Titill myndarinnar er enn óákveðinn en vinnutitillinn hefur þó hingað til verið Contalgin-börnin. Þeir félagar fengu vilyrði frá Kvikmyndasjóði til skrifa handritið og hafa unnið að því í um tvö til þrjú ár.Átakanlega saga Handritið fjallar um tvær stúlkur sem verða sprautufíklar en þær eru einnig elskhugar. „Þetta er byggt á íslenskum raunveruleika, þetta eru allt hlutir sem hafa gerst og gerðust svona. Þetta er um veruleika sem fólk veit ekki af og vill ekki vita af. Við erum að reyna að gera eðlilega mynd um þennan harða heim. Þetta er mannleg saga um eðlilegt fólk í svona aðstæðum,“ segir Birgir spurður út í söguþráðinn. Þeir fengu aðstoð frá fjölmiðlamanninum Jóhannesi Kr. Kristjánssyni við það að kynnast þessum heimi, en Jóhannes Kr. lenti í þeirri hræðilegu lífsreynslu að missa dóttir sína vegna of stórs skammts af morfíni og hefur hann lagt sig fram við að upplýsa fólk í fjölmiðlum um þennan heim. „Hann hjálpaði okkur mikið í upphafi við rannsóknarvinnuna. Hann kom okkur í samband við ungt fólk sem var í neyslu þegar við tókum viðtöl við þau eða nýkomið úr neyslu, þannig að við náðum skyggnast inn í þennan heim. Við vorum að taka viðtöl yfir sex mánaða tímabil. Í upphafi tímabilsins voru einhverjir að sprauta sig en svo hafði fólk snúið við blaðinu á þessum tíma sem var ánægjulegt.“ Stúlkurnar í myndinni eru á grunnskólaaldri þegar sagan hefst og spannar handritið rúmlega tíu ára skeið.Uppteknir menn Birgir segir að þó svo að handritið sé hér um bil tilbúið, geti það samt breyst talsvert þangað til myndin verður frumsýnd. „Þó að þetta sé lokaútgáfan sem við erum að skrifa núna þá á það eftir að fara í gegnum langt ferli hjá til dæmis Kvikmyndasjóði og svo á fagfólk eftir að lesa þetta. Við eigum örugglega eftir að fá nýjar hugmyndir á þessum tíma og þetta mun þróast þar til klippivinnan er búin. Vonarstræti var til dæmis að breytast alveg þangað til á síðustu metrunum,“ útskýrir Birgir. Þótt hann sé önnum kafinn í meistaranámi í sálfræði og búi í Danmörku þá vinna þeir félagar alltaf saman í sama rými. „Við vinnum alltaf saman í herbergi en köstum stundum hugmyndum á milli í tölvupósti en skrifum í sama herbergi. Baddi er líka búinn að vera mjög upptekinn í tökum á Ófærð og Rétti þannig að við höfum ekki haft mikinn tíma undanfarið til að vinna í þessu. En um leið og ég kom til landsins þá var hann búinn með sín verkefni og við gátum einbeitt okkur að handritinu.“Vilja fá Þorstein Bachmann Gert er ráð fyrir að tökur á myndinni hefjist næsta sumar. „Eftir að við klárum núna þá geta allir aðrir farið vinna. Þetta er það sem við látum leikarana og fólkið sem ákveður skot og staði hafa.“ Spurður út í leikaravalið segir Birgir að Baddi fái að sjá um það aðallega. „Baddi tekur ákvarðanir um leikarana. Ég held hann sé ekki búinn að ákveða neitt. Okkur langar samt báða að hafa Þorstein Bachmann í myndinni, en hann getur samt ekki leikið aðalhlutverkið, sem er stelpa á grunnskólaaldri, þó hann sé ógeðslega góður leikari,“ segir Birgir og hlær. Bíó og sjónvarp Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Z eru um þessar mundir að leggja lokahönd á handrit að nýrri kvikmynd en þeir félagar slógu heldur betur í gegn með mynd sinni, Vonarstræti á síðasta ári. „Við erum að leggja lokahönd á lokaútgáfu handritsins sem er síðasta útgáfan af því áður en þetta fer í framleiðslu,“ segir Birgir. Titill myndarinnar er enn óákveðinn en vinnutitillinn hefur þó hingað til verið Contalgin-börnin. Þeir félagar fengu vilyrði frá Kvikmyndasjóði til skrifa handritið og hafa unnið að því í um tvö til þrjú ár.Átakanlega saga Handritið fjallar um tvær stúlkur sem verða sprautufíklar en þær eru einnig elskhugar. „Þetta er byggt á íslenskum raunveruleika, þetta eru allt hlutir sem hafa gerst og gerðust svona. Þetta er um veruleika sem fólk veit ekki af og vill ekki vita af. Við erum að reyna að gera eðlilega mynd um þennan harða heim. Þetta er mannleg saga um eðlilegt fólk í svona aðstæðum,“ segir Birgir spurður út í söguþráðinn. Þeir fengu aðstoð frá fjölmiðlamanninum Jóhannesi Kr. Kristjánssyni við það að kynnast þessum heimi, en Jóhannes Kr. lenti í þeirri hræðilegu lífsreynslu að missa dóttir sína vegna of stórs skammts af morfíni og hefur hann lagt sig fram við að upplýsa fólk í fjölmiðlum um þennan heim. „Hann hjálpaði okkur mikið í upphafi við rannsóknarvinnuna. Hann kom okkur í samband við ungt fólk sem var í neyslu þegar við tókum viðtöl við þau eða nýkomið úr neyslu, þannig að við náðum skyggnast inn í þennan heim. Við vorum að taka viðtöl yfir sex mánaða tímabil. Í upphafi tímabilsins voru einhverjir að sprauta sig en svo hafði fólk snúið við blaðinu á þessum tíma sem var ánægjulegt.“ Stúlkurnar í myndinni eru á grunnskólaaldri þegar sagan hefst og spannar handritið rúmlega tíu ára skeið.Uppteknir menn Birgir segir að þó svo að handritið sé hér um bil tilbúið, geti það samt breyst talsvert þangað til myndin verður frumsýnd. „Þó að þetta sé lokaútgáfan sem við erum að skrifa núna þá á það eftir að fara í gegnum langt ferli hjá til dæmis Kvikmyndasjóði og svo á fagfólk eftir að lesa þetta. Við eigum örugglega eftir að fá nýjar hugmyndir á þessum tíma og þetta mun þróast þar til klippivinnan er búin. Vonarstræti var til dæmis að breytast alveg þangað til á síðustu metrunum,“ útskýrir Birgir. Þótt hann sé önnum kafinn í meistaranámi í sálfræði og búi í Danmörku þá vinna þeir félagar alltaf saman í sama rými. „Við vinnum alltaf saman í herbergi en köstum stundum hugmyndum á milli í tölvupósti en skrifum í sama herbergi. Baddi er líka búinn að vera mjög upptekinn í tökum á Ófærð og Rétti þannig að við höfum ekki haft mikinn tíma undanfarið til að vinna í þessu. En um leið og ég kom til landsins þá var hann búinn með sín verkefni og við gátum einbeitt okkur að handritinu.“Vilja fá Þorstein Bachmann Gert er ráð fyrir að tökur á myndinni hefjist næsta sumar. „Eftir að við klárum núna þá geta allir aðrir farið vinna. Þetta er það sem við látum leikarana og fólkið sem ákveður skot og staði hafa.“ Spurður út í leikaravalið segir Birgir að Baddi fái að sjá um það aðallega. „Baddi tekur ákvarðanir um leikarana. Ég held hann sé ekki búinn að ákveða neitt. Okkur langar samt báða að hafa Þorstein Bachmann í myndinni, en hann getur samt ekki leikið aðalhlutverkið, sem er stelpa á grunnskólaaldri, þó hann sé ógeðslega góður leikari,“ segir Birgir og hlær.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira