The Breakfast Club fagnar þrítugsafmæli Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2015 10:00 Krakkarnir kynnast hvert öðru og sjálfum sér betur í eftirsetunni. Mynd/Getty Á þessu ári fagnar stórmyndin The Breakfast Club þrítugsafmæli sínu. Myndin kom út árið 1985 og var leikstýrt af John Hughes sem leikstýrði meðal annars Pretty in Pink og Home Alone. Gagnrýnendur telja myndina vera eina af bestu menntaskólamyndum sem hafa verið gerðar. Myndin var gefin aftur út í ár í Bandaríkjunum í tilefni stórafmælisins. Myndin fjallar um fimm unglinga sem þurfa að koma í skólann á laugardegi í eftirsetu. Þau eru hvert úr sínum hópnum innan skólans. Eftir heilan dag saman í eftirsetunni komast þau að því að þau hafa öll mun meira upp á að bjóða heldur en steríótýpurnar sem þau hafa álitið sjálf sig vera. Með aðalhlutverk í myndinni fara Emilio Estevez, Judd Nelson, Molly Ringwald, Anthony Hall og Ally Sheedy. Öll þeirra eru talin hafa náð hápunkti á ferlinum í myndinni en ekkert þeirra hefur leikið stórt hlutverk í þekktri mynd síðan nema Anthony Hall, en hann var með sína eigin sjónvarpsseríu og lék í Batman og Edward Scissorhands. Kennarinn sem sat yfir þeim í myndinni, leikarinn Paul Gleason, er hins vegar þekktari, en frammistaða hans í myndinni er talin einstaklega góð.Ólíkur hópur Unglingarnir í myndinni eru hver úr sínum hópnum innan skólans.Mynd/GettyThe Breakfast Club hefur verið vinsæl hjá öllum kynslóðum enda er myndin talin tímamótaverk. Fólk af öllum kynslóðum hefur séð myndina og flestir mörgum sinnum. Lokalagið í myndinni er með hljómsveitinni Simple Minds og heitir Don‘t you en það gerir gæfumuninn í að ljúka myndinni. Lagið er enn í dag tengt The Breakfast Club. Myndin hefur slegið svo í gegn að í dag eru veitingastaðir í London sem bera heitið Breakfast Club ásamt því að einn vinsælasti útvarpsþátturinn í Bandaríkjunum ber sama nafn. John Hughes, leikstjóra myndarinnar, bregður aðeins fyrir í henni. Hann leikur föður íþróttamannsins Brians og sækir hann í skólann. Öll útiskotin af skólanum í myndinni eru af menntaskólanum sem John Hughes gekk í, Blenbrook North High School. Nafn myndarinnar kom frá syni vinar leikstjórans en hann og vinir hans kölluðu það að sitja eftir í skólanum Breakfast club. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Judd Nelson er ekki dáinn Fórnarlamb óprúttinna aðila á internetinu. 27. október 2014 21:00 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Á þessu ári fagnar stórmyndin The Breakfast Club þrítugsafmæli sínu. Myndin kom út árið 1985 og var leikstýrt af John Hughes sem leikstýrði meðal annars Pretty in Pink og Home Alone. Gagnrýnendur telja myndina vera eina af bestu menntaskólamyndum sem hafa verið gerðar. Myndin var gefin aftur út í ár í Bandaríkjunum í tilefni stórafmælisins. Myndin fjallar um fimm unglinga sem þurfa að koma í skólann á laugardegi í eftirsetu. Þau eru hvert úr sínum hópnum innan skólans. Eftir heilan dag saman í eftirsetunni komast þau að því að þau hafa öll mun meira upp á að bjóða heldur en steríótýpurnar sem þau hafa álitið sjálf sig vera. Með aðalhlutverk í myndinni fara Emilio Estevez, Judd Nelson, Molly Ringwald, Anthony Hall og Ally Sheedy. Öll þeirra eru talin hafa náð hápunkti á ferlinum í myndinni en ekkert þeirra hefur leikið stórt hlutverk í þekktri mynd síðan nema Anthony Hall, en hann var með sína eigin sjónvarpsseríu og lék í Batman og Edward Scissorhands. Kennarinn sem sat yfir þeim í myndinni, leikarinn Paul Gleason, er hins vegar þekktari, en frammistaða hans í myndinni er talin einstaklega góð.Ólíkur hópur Unglingarnir í myndinni eru hver úr sínum hópnum innan skólans.Mynd/GettyThe Breakfast Club hefur verið vinsæl hjá öllum kynslóðum enda er myndin talin tímamótaverk. Fólk af öllum kynslóðum hefur séð myndina og flestir mörgum sinnum. Lokalagið í myndinni er með hljómsveitinni Simple Minds og heitir Don‘t you en það gerir gæfumuninn í að ljúka myndinni. Lagið er enn í dag tengt The Breakfast Club. Myndin hefur slegið svo í gegn að í dag eru veitingastaðir í London sem bera heitið Breakfast Club ásamt því að einn vinsælasti útvarpsþátturinn í Bandaríkjunum ber sama nafn. John Hughes, leikstjóra myndarinnar, bregður aðeins fyrir í henni. Hann leikur föður íþróttamannsins Brians og sækir hann í skólann. Öll útiskotin af skólanum í myndinni eru af menntaskólanum sem John Hughes gekk í, Blenbrook North High School. Nafn myndarinnar kom frá syni vinar leikstjórans en hann og vinir hans kölluðu það að sitja eftir í skólanum Breakfast club.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Judd Nelson er ekki dáinn Fórnarlamb óprúttinna aðila á internetinu. 27. október 2014 21:00 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira