Gleði og jákvæðni er góður valkostur Rikka skrifar 10. ágúst 2015 14:00 mynd fyrir pistil Mér finnst glatt og jákvætt fólk alveg einstaklega áhugavert og heillandi. Lífið verður alltaf miklu skemmtilegra í kringum þá sem sjá glasið hálffullt en þá sem kjósa að sjá það hálftómt í sífellu, nú og svo eru þeir sem finnst eina lógíkin að útvega sér minna glas, þeir eru líka áhugaverðir einstaklingar. Glatt viðmót er á margan hátt valkostur og ávani, já, það er nefnilega hægt að venja sig á að vera glaður og sjá hlutina í víðara og jákvæðara samhengi en gengur og gerist. Eftir að hafa kynnst mörgum björtum einstaklingum í gegnum tíðina þá eru það nokkur atriði sem þeir eiga oft og tíðum sammerkt: l þeir hugsa út fyrir rammann og á lausnamiðaðan hátt. l þeir líta á vandamál sem áskoranir. l þeim er alveg sama um hvað öðrum finnst. l þeir umkringja sig jákvæðum og uppbyggilegum einstaklingum. l þeir eru þakklátir fyrir það sem þeir hafa hér og nú. l þeir gefa án þess að þurfa að fá eitthvað til baka. l þeir bera sig ekki saman við aðra. l þeir kunna að samgleðjast og fagna velgengni annarra. l þeir kunna að hrósa og taka hrósi. l þeir huga að heilsunni og sjálfum sér. l þeir kunna að segja nei og setja mörk. Flest af þessu sem upp er talið er hægt að venja sig á, flókið getur þó verið að ætla sér um of og taka upp alla þessa kosti í einu. Þú ert nú áreiðanlega gædd/ur flestum af þessum kostum nú þegar fyrst þú ert að lesa þetta. Byrjaðu á því að vera meðvituð/aður um umhverfið þitt. Er glasið jafn fullt eða tómt á öllum sviðum lífsins? Er glasið kannski tómt á einhverjum sviðum eða yfirfullt? Yfirfullt glas er ekki merki um húrrandi hamingju því ef staðan er slík þá er líklegt að það sé jafnvel tómt á öðrum sviðum lífsins. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Mér finnst glatt og jákvætt fólk alveg einstaklega áhugavert og heillandi. Lífið verður alltaf miklu skemmtilegra í kringum þá sem sjá glasið hálffullt en þá sem kjósa að sjá það hálftómt í sífellu, nú og svo eru þeir sem finnst eina lógíkin að útvega sér minna glas, þeir eru líka áhugaverðir einstaklingar. Glatt viðmót er á margan hátt valkostur og ávani, já, það er nefnilega hægt að venja sig á að vera glaður og sjá hlutina í víðara og jákvæðara samhengi en gengur og gerist. Eftir að hafa kynnst mörgum björtum einstaklingum í gegnum tíðina þá eru það nokkur atriði sem þeir eiga oft og tíðum sammerkt: l þeir hugsa út fyrir rammann og á lausnamiðaðan hátt. l þeir líta á vandamál sem áskoranir. l þeim er alveg sama um hvað öðrum finnst. l þeir umkringja sig jákvæðum og uppbyggilegum einstaklingum. l þeir eru þakklátir fyrir það sem þeir hafa hér og nú. l þeir gefa án þess að þurfa að fá eitthvað til baka. l þeir bera sig ekki saman við aðra. l þeir kunna að samgleðjast og fagna velgengni annarra. l þeir kunna að hrósa og taka hrósi. l þeir huga að heilsunni og sjálfum sér. l þeir kunna að segja nei og setja mörk. Flest af þessu sem upp er talið er hægt að venja sig á, flókið getur þó verið að ætla sér um of og taka upp alla þessa kosti í einu. Þú ert nú áreiðanlega gædd/ur flestum af þessum kostum nú þegar fyrst þú ert að lesa þetta. Byrjaðu á því að vera meðvituð/aður um umhverfið þitt. Er glasið jafn fullt eða tómt á öllum sviðum lífsins? Er glasið kannski tómt á einhverjum sviðum eða yfirfullt? Yfirfullt glas er ekki merki um húrrandi hamingju því ef staðan er slík þá er líklegt að það sé jafnvel tómt á öðrum sviðum lífsins.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira