Kvikmyndahúsin heyja varnarbaráttu ingvar haraldsson skrifar 12. ágúst 2015 11:00 Aðsókn í kvikmyndahús hefur dregist saman frá árinu 2009. vísir/gva Aðsókn að kvikmyndahúsum hefur verið á niðurleið síðustu ár. Það sem af er ári hefur gestum fækkað um 16 prósentum miðað við sama tímabili árið 2009. Þó hefur 3 prósenta aukning verið í aðsókn í ár miðað við sama tímabil í fyrra. „Almennt hefur aðsókn dregist saman,“ segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). Þá hefur gestum á hverja sýningu líka fækkað úr 85 að meðaltali árið 2009 í 57 á þessu ári. Hins vegar hafi tekjur kvikmyndahúsanna af miðasölu að mestu staðið í stað en þær voru 1.485 milljónir króna árið 2014. Konstantín Mikaelsson, yfirmaður kvikmyndadeildar Senu, segir aðsókn hafa dregist saman um tvö til þrjú prósent á ári frá 2009. Tvær ástæður er einkum fyrir minni aðsókn að kvikmyndahúsum að sögn Konstantíns: Ólöglegt niðurhal og auknar vinsældir efnisveitna sem ekki hafi sýningarétt á efni á Íslandi á borð við Netflix, Hulu og Amazon. „Þessi grái markaður borgar enga skatta á Íslandi. Svo er það náttúrulega ólöglega niðurhalið sem er okkar helsti óvinur,“ segir Konstantín.Aðsókn og tekjur kvikmyndahúsa fyrstu sjö mánuði ársins síðustu ár.fréttablaðið/frískHallgrímur segir ólöglegt niðurhal ekki einu skýringuna á samdrætti í kvikmyndaðsókn. Framboð annarrar afþreyingar hafi aukist sem og að sjónvörp séu orðin betri. Engu síður bitni það verulega á aðsókn að kvikmyndahúsum þegar hægt sé að ná í bíómyndir ólöglega á meðan þær eru enn í bíó. „Við sjáum það að þær myndir sem eru að detta inn og eru að koma inn í góðum gæðum hafa áhrif á aðsókn,“ segir Hallgrímur.Hallgrímur Kristinsson segir erfitt að eiga við ólöglegt niðurhal.Hallgrímur nefnir sem dæmi að myndinni Aulinn ég hafi verið halað niður ólöglega með íslensku tali um þrjátíu þúsund sinnum. „Það kostaði hátt í tíu milljónir að talsetja myndina þannig að það er erfitt að eiga við þetta,“ segir hann. Hallgrímur vill að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða gegn ólöglegu niðurhali en segir að talað hafi verið fyrir daufum eyrum. Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Aðsókn að kvikmyndahúsum hefur verið á niðurleið síðustu ár. Það sem af er ári hefur gestum fækkað um 16 prósentum miðað við sama tímabili árið 2009. Þó hefur 3 prósenta aukning verið í aðsókn í ár miðað við sama tímabil í fyrra. „Almennt hefur aðsókn dregist saman,“ segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). Þá hefur gestum á hverja sýningu líka fækkað úr 85 að meðaltali árið 2009 í 57 á þessu ári. Hins vegar hafi tekjur kvikmyndahúsanna af miðasölu að mestu staðið í stað en þær voru 1.485 milljónir króna árið 2014. Konstantín Mikaelsson, yfirmaður kvikmyndadeildar Senu, segir aðsókn hafa dregist saman um tvö til þrjú prósent á ári frá 2009. Tvær ástæður er einkum fyrir minni aðsókn að kvikmyndahúsum að sögn Konstantíns: Ólöglegt niðurhal og auknar vinsældir efnisveitna sem ekki hafi sýningarétt á efni á Íslandi á borð við Netflix, Hulu og Amazon. „Þessi grái markaður borgar enga skatta á Íslandi. Svo er það náttúrulega ólöglega niðurhalið sem er okkar helsti óvinur,“ segir Konstantín.Aðsókn og tekjur kvikmyndahúsa fyrstu sjö mánuði ársins síðustu ár.fréttablaðið/frískHallgrímur segir ólöglegt niðurhal ekki einu skýringuna á samdrætti í kvikmyndaðsókn. Framboð annarrar afþreyingar hafi aukist sem og að sjónvörp séu orðin betri. Engu síður bitni það verulega á aðsókn að kvikmyndahúsum þegar hægt sé að ná í bíómyndir ólöglega á meðan þær eru enn í bíó. „Við sjáum það að þær myndir sem eru að detta inn og eru að koma inn í góðum gæðum hafa áhrif á aðsókn,“ segir Hallgrímur.Hallgrímur Kristinsson segir erfitt að eiga við ólöglegt niðurhal.Hallgrímur nefnir sem dæmi að myndinni Aulinn ég hafi verið halað niður ólöglega með íslensku tali um þrjátíu þúsund sinnum. „Það kostaði hátt í tíu milljónir að talsetja myndina þannig að það er erfitt að eiga við þetta,“ segir hann. Hallgrímur vill að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða gegn ólöglegu niðurhali en segir að talað hafi verið fyrir daufum eyrum.
Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira