Frakkar sjúkir í Hrúta Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2016 12:30 Grímur og Grímar í Palm Springs. vísir Hrútum hefur verið verið vel tekið í Frakklandi frá því að hún var frumsýnd þar í landi 9. desember. Nú hefur verið ákveðið að þrefalda fjölda sýningarhúsa fyrir fimmtu viku myndarinnar í sýningum. Eins og kunnugt er vann myndin ein aðalverðlaunin á Cannes kvikmyndahátíðinni s.l. sumar og hefur farið sigurför um heiminn í kjölfarið og hlotið 22 alþjóðleg verðlaun í heildina fram að þessu. „Myndin hefur verið í sýningum þar síðan 9. desember og yfir áttatíu þúsund manns hafa séð hana. Það er búið að ákveða að fjölga úr 85 í 224 kvikmyndahús fyrir fimmtu viku í sýningum. Maður er að heyra sögur frá vinum sem ætluðu að sjá myndina en urðu að fara á Star Wars í staðinn því það var uppselt á Hrúta. Það eru áfram spennandi tímar framundan, þetta er ansi langt ferðalag,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, sem staddur er í Los Angeles með leikstjóranum Grími Hákonarsyni. „Við vorum að kynna myndina á Palm Springs kvikmyndahátíðinni og svo hitta gott fólk hér í LA. Það er gaman að upplifa þetta, en ég held ég kunni betur við mig í Evrópu,” segir Grímar ennfremur. Framundan eru almennar sýningar í m.a. Bandaríkjunum, Bretlandi, og á Norðurlöndunum. „Það er dreifingaraðilinn í hverju landi fyrir sig sem ákveður hvenær best sé að frumsýna myndina, við treystum þeim. Hún var t.d. frumsýnd núna á gamlársdag í tæplega 40 borgum í Þýskalandi og við erum spennt að fá tölur þaðan,” segir Grímar að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hrútum hefur verið verið vel tekið í Frakklandi frá því að hún var frumsýnd þar í landi 9. desember. Nú hefur verið ákveðið að þrefalda fjölda sýningarhúsa fyrir fimmtu viku myndarinnar í sýningum. Eins og kunnugt er vann myndin ein aðalverðlaunin á Cannes kvikmyndahátíðinni s.l. sumar og hefur farið sigurför um heiminn í kjölfarið og hlotið 22 alþjóðleg verðlaun í heildina fram að þessu. „Myndin hefur verið í sýningum þar síðan 9. desember og yfir áttatíu þúsund manns hafa séð hana. Það er búið að ákveða að fjölga úr 85 í 224 kvikmyndahús fyrir fimmtu viku í sýningum. Maður er að heyra sögur frá vinum sem ætluðu að sjá myndina en urðu að fara á Star Wars í staðinn því það var uppselt á Hrúta. Það eru áfram spennandi tímar framundan, þetta er ansi langt ferðalag,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, sem staddur er í Los Angeles með leikstjóranum Grími Hákonarsyni. „Við vorum að kynna myndina á Palm Springs kvikmyndahátíðinni og svo hitta gott fólk hér í LA. Það er gaman að upplifa þetta, en ég held ég kunni betur við mig í Evrópu,” segir Grímar ennfremur. Framundan eru almennar sýningar í m.a. Bandaríkjunum, Bretlandi, og á Norðurlöndunum. „Það er dreifingaraðilinn í hverju landi fyrir sig sem ákveður hvenær best sé að frumsýna myndina, við treystum þeim. Hún var t.d. frumsýnd núna á gamlársdag í tæplega 40 borgum í Þýskalandi og við erum spennt að fá tölur þaðan,” segir Grímar að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira