Charlie Hebdo minnist þess að eitt ár er liðið frá árásinni á skrifstofur blaðsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2016 23:30 Sérstakt eintak af ádeilublaðinu Charlie Hebdo kom út í dag. Vísir/EPA Franska háðsádeilublaðið Charlie Hebdo hefur gefið út sérblað til þess að minnast þess að eitt ár er liðið frá því að hryðjuverkamenn réðust inn á skrifstofur þess í París og hófu skothríð þann 7. janúar 2015. Á forsíðu blaðsins sést skeggjaður maður sem táknar Guð með Kalishnikov-byssu ásamt textanum: „Eitt ár liðið - Árásarmaðurinn gengur enn laus.“ Ein milljón eintök af sérblaðinu voru gefin út í Frakklandi auk þess sem að þúsundir eintaka verða sendar til sölu fyrir utan Frakkland.Sjá einnig: Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Eitt ár er síðan bræðurnir Chérif og Saiud Kouachi réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo-blaðsins í austurhluta Parísarborgar þar sem þeir drápu tólf manns, þar af átta starfsmenn blaðsins. Afsprengi al-Qaida á Arabíuskaga lýsti yfir ábyrgð vegna árásinnar en þetta var ekki í fyrsta sinn sem ráðist var á ritstjórnarskrifstofur skopmyndablaðsins umdeilda, árið 2011 var eldsprengju varpað á skrifstofur blaðsins sem varð til þess að skrifstofurnar voru fluttar.Francois Hollande Frakklandsforseti afhjúpaði minningarplatta til minningar um fórnarlöm árásanna.Vísir/EPATeikningar eftir teiknara sem létust í árásinni í blaðinu Í sérblaðinu eru meðal annars skopmyndir eftir þá fimm skopmyndarateiknara sem létu lífið í árásinni. Skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, sem tók við ritstjórn blaðsins, skrifaði einnig leiðara þar sem hann fordæmdi ofsatrúarmenn sem misþyrma Kóraninum. Sourissaeu slasaðist alvarlega í árásinni og var nær dauða en lífi. Fjármálastjóri blaðsins, Eric Portheult, sem slapp með því að fela sig undir skrifborði segir að starfsmenn blaðsins finnist þeir vera einir í baráttunni. „Við erum alveg einir. Við vonuðumst til þess að aðrir myndu ganga til liðs við okkur með því að skapa háðsádeilu,“ sagði Portheult. „Enginn vill hjálpa okkur vegna þess að það er hættulegt. Menn geta dáið.“Sjá einnig: Ritstjóri Charlie Hebdo: „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum“Frakkar munu minnast þess að eitt ár er liðið frá árásunum en að auki réðust þrír byssumenn á stórmarkað á sama degi fyrir ári síðan þar sem 17 manns voru drepnir. Þann 10. janúar mun fara fram stór minningarathöfn á Place de la Republique, torgi í austurhluta París, sem varð að óformlegum minnisvarða um árásirnar. Voru árásirnar á Charlie Hebdo og stórmarkaðinn þær fyrstu sem mörku ár hryðjuverkaárása í Frakklandi en minningarathafnirnar verða haldnar í skugga hryðjuverkaárásanna í París í nóvember síðastliðnum þar sem 130 manns létu lífið. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Nær ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum í París þar sem sautján manns létu lífið. 5. janúar 2016 18:15 Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36 Skopmyndateiknarar bregðast við morðunum í París Sýna samstöðu með teikningum. 7. janúar 2015 20:59 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Franska háðsádeilublaðið Charlie Hebdo hefur gefið út sérblað til þess að minnast þess að eitt ár er liðið frá því að hryðjuverkamenn réðust inn á skrifstofur þess í París og hófu skothríð þann 7. janúar 2015. Á forsíðu blaðsins sést skeggjaður maður sem táknar Guð með Kalishnikov-byssu ásamt textanum: „Eitt ár liðið - Árásarmaðurinn gengur enn laus.“ Ein milljón eintök af sérblaðinu voru gefin út í Frakklandi auk þess sem að þúsundir eintaka verða sendar til sölu fyrir utan Frakkland.Sjá einnig: Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Eitt ár er síðan bræðurnir Chérif og Saiud Kouachi réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo-blaðsins í austurhluta Parísarborgar þar sem þeir drápu tólf manns, þar af átta starfsmenn blaðsins. Afsprengi al-Qaida á Arabíuskaga lýsti yfir ábyrgð vegna árásinnar en þetta var ekki í fyrsta sinn sem ráðist var á ritstjórnarskrifstofur skopmyndablaðsins umdeilda, árið 2011 var eldsprengju varpað á skrifstofur blaðsins sem varð til þess að skrifstofurnar voru fluttar.Francois Hollande Frakklandsforseti afhjúpaði minningarplatta til minningar um fórnarlöm árásanna.Vísir/EPATeikningar eftir teiknara sem létust í árásinni í blaðinu Í sérblaðinu eru meðal annars skopmyndir eftir þá fimm skopmyndarateiknara sem létu lífið í árásinni. Skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, sem tók við ritstjórn blaðsins, skrifaði einnig leiðara þar sem hann fordæmdi ofsatrúarmenn sem misþyrma Kóraninum. Sourissaeu slasaðist alvarlega í árásinni og var nær dauða en lífi. Fjármálastjóri blaðsins, Eric Portheult, sem slapp með því að fela sig undir skrifborði segir að starfsmenn blaðsins finnist þeir vera einir í baráttunni. „Við erum alveg einir. Við vonuðumst til þess að aðrir myndu ganga til liðs við okkur með því að skapa háðsádeilu,“ sagði Portheult. „Enginn vill hjálpa okkur vegna þess að það er hættulegt. Menn geta dáið.“Sjá einnig: Ritstjóri Charlie Hebdo: „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum“Frakkar munu minnast þess að eitt ár er liðið frá árásunum en að auki réðust þrír byssumenn á stórmarkað á sama degi fyrir ári síðan þar sem 17 manns voru drepnir. Þann 10. janúar mun fara fram stór minningarathöfn á Place de la Republique, torgi í austurhluta París, sem varð að óformlegum minnisvarða um árásirnar. Voru árásirnar á Charlie Hebdo og stórmarkaðinn þær fyrstu sem mörku ár hryðjuverkaárása í Frakklandi en minningarathafnirnar verða haldnar í skugga hryðjuverkaárásanna í París í nóvember síðastliðnum þar sem 130 manns létu lífið.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Nær ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum í París þar sem sautján manns létu lífið. 5. janúar 2016 18:15 Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36 Skopmyndateiknarar bregðast við morðunum í París Sýna samstöðu með teikningum. 7. janúar 2015 20:59 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30
Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum Nær ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum í París þar sem sautján manns létu lífið. 5. janúar 2016 18:15
Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36
Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39