Raddirnar á bak við teiknimyndirnar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 19. janúar 2016 17:00 Teiknimyndir eru yfirleitt vinsælt kvikmynda- og sjónvarpsefni og hefur geysimikið af barnaefni verið talsett á Íslandi og hafa leikarar og annað hæfileikafólk heldur betur farið á kostum sem hinir ýmsu karakterar á hvíta tjaldinu. Fréttablaðið tók nokkra leikara, sem hafa farið með eftirminnileg hlutverk í gegn um tíðina, tali.Jóhanna Vigdís talaði fyrir Duchess.Alltaf gaman Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona hefur talsett teiknimyndir í gegn um árin. Eitt af þeim hlutverkum sem við munum öll eftir er hlutverk hennar í teiknimyndinni Hefðarkettirnir, þar lék hún móðurkisuna Duchess. „Þetta er alltaf gaman, ég lék á móti Agli Ólafssyni í Hefðarköttunum það var ótrúlega gaman. Ég hef aðallega verið að talsetja þætti. Ég byrjaði að talsetja með mági mínum, Jóhanni Sigurðssyni leikara, ásamt fleirum. Þeir opnuðu hljóðsetningu en þeir voru aðallega með sjónvarpsefni. Þetta er alltaf gaman og ég legg mikinn metnað í talsetningu,“ segir Jóhanna Vigdís.Felix talaði fyrir Magga Víglunds og Vidda.Eftir Aladdín fór boltinn að rúlla Felix Bergsson hefur slegið í gegn í teiknimyndabransanum undanfarin ár. Hann talar meðal annars fyrir Aladdín, Vidda í Toy Story, Magga Víglunds í Monsters, Inc. og fjölmarga fleiri karaktera. „Það er fátt skemmtilegra en að talsetja. Það kemur fyrir að krakkar stoppa mig þegar þau heyra rödd mína, horfa jafnvel á mig og hugsa: heyrðu, ég kannast við þessa rödd. Mér finnst það bara gaman og spila með, segi kannski einhverja þekkta setningu og það vekur mikla lukku,“ segir Felix Bergson spurður um athyglina sem hann fær þegar krakkar heyra rödd hans. „Aladdín er líklega eftirminnilegasta hlutverkið mitt, eftir það fór boltinn að rúlla. Enda sló sú mynd heldur betur í gegn. Ef ég ætti að nefna uppáhalds talsetninguna mína þá er það líklega Maggi Víglunds í Monsters, Inc. Hann er leikinn af Billy Crystal og það er mjög gaman að feta í fótspor hans, hann er alveg frábær,“ segir Felix.Laddi talaði fyrir Strumpana og Júlla kóng.Talar fyrir fyndnu raddirnar Þórhallur Sigurðsson eða Laddi hefur líklega verið hvað lengst í þessum bransa og talað fyrir fjöldann allan af skemmtilegum karakterum, andann í Aladdín, Strumpana, Tímon í Lion King, asnann í Shrek, drekann í Múlan, Tuma tígur í Bangsímon og Júlla kóng í Madagaskar svo eitthvað sé nefnt. „Ég er yfirleitt látinn lesa fyndnu raddirnar,“ segir Laddi. „Þetta byrjaði allt á Strumpunum, það var með því fyrsta sem ég gerði. Mér finnst þetta alveg ótrúlega gaman og með því skemmtilegra sem ég geri. Uppáhaldsröddin mín er Tímon í Lion King, hann er alveg einstaklega fyndin og skemmtileg persóna. En erfiðastir eru líklega Strumparnir, þegar ég talaði fyrir þá var ekki þessi tækni sem er í dag, svo var andinn í Aladdín líka erfiður, hann var svo hraður og alltaf að skipta um raddir. Það var einhver sem sagði mér að hljómurinn í rödd minni væri svo sannur. Það er mjög fínt hrós,“ segir Laddi ánægður með einlægt hrós.Vigdís Hrefna talar fyrir Dóru landkönnuð og Kiara.Mjög stolt af Dóru landkönnuði„Ég byrjaði að talsetja þegar ég var tvítug sumarið áður en ég fór í leiklistarskólann hjá Júlla heitnum Agnars sem var okkar fremsti talsetjari. Ég vann mikið hjá honum í gegn um tíðina og hann kenndi mér mjög margt. Fyrsta hlutverkið mitt var Kiara í Lion King 2,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona en hún hefur tekið að sér fjöldann allan af hlutverkum. „Síðan þá eru hlutverkin orðin ansi mörg, þau stærstu eru líklega Mjallhvít, Ástríður í Að temja drekann sinn og Landkönnuðurinn Dóra. „Ég er reyndar mjög stolt af Dóru, hún er frábær fyrirmynd í þessum kynjaða heimi teiknimyndanna. Sú mynd sem ég er stoltust af er líklega Mjallhvít, það er svo falleg mynd og talsetningin heppnaðist mjög vel,“ segir Vigdís Hrefna.Hjálmar talar fyrir Pó.Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri Hjálmar Hjálmarsson er þaulvanur í talsetningarbransanum en hann hefur bæði verið að talsetja og leikstýra talsetningu undanfarin ár, en hvernig fór þetta allt saman af stað? „Þetta byrjaði þegar ég útskrifað ist, ég fékk hlutverk við að talsetja hjá RÚV. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég fór í prufur til Júlla Agnars, hann er algjört „legend“ og frumkvöðull í þessum bransa. Hann var með Stúdíó eitt og talsetti yfir 100 myndir, aðallega fyrir Disney. Hjá honum hafa flest allir verið, hann var alveg frábær,“ segir Hjálmar. „Uppáhaldspersónan sem ég hef talað fyrir er Gríslingur í Bangsímon, hann er svo viðkunnanlegur karakter og handritið er svo skemmtilega skrifað. Barnaefni sem höfðar bæði til fullorðinna og barna er skemmtilegast, húmorinn og heimspekin skipta miklu máli.“ Þessa dagana er Hjálmar að talsetja Kung Fu Panda 3 þar sem hann fer með hlutverk Po en leikarinn Jack Black talar fyrir hann á ensku. „Við erum andlegir bræður þar sem við eigum sama afmælisdag, ég tengi vel við hann og Po er í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Hjálmar um hlutverk sitt í Kung Fu Panda 3 sem fljótlega verður sýnd hér á landi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Teiknimyndir eru yfirleitt vinsælt kvikmynda- og sjónvarpsefni og hefur geysimikið af barnaefni verið talsett á Íslandi og hafa leikarar og annað hæfileikafólk heldur betur farið á kostum sem hinir ýmsu karakterar á hvíta tjaldinu. Fréttablaðið tók nokkra leikara, sem hafa farið með eftirminnileg hlutverk í gegn um tíðina, tali.Jóhanna Vigdís talaði fyrir Duchess.Alltaf gaman Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona hefur talsett teiknimyndir í gegn um árin. Eitt af þeim hlutverkum sem við munum öll eftir er hlutverk hennar í teiknimyndinni Hefðarkettirnir, þar lék hún móðurkisuna Duchess. „Þetta er alltaf gaman, ég lék á móti Agli Ólafssyni í Hefðarköttunum það var ótrúlega gaman. Ég hef aðallega verið að talsetja þætti. Ég byrjaði að talsetja með mági mínum, Jóhanni Sigurðssyni leikara, ásamt fleirum. Þeir opnuðu hljóðsetningu en þeir voru aðallega með sjónvarpsefni. Þetta er alltaf gaman og ég legg mikinn metnað í talsetningu,“ segir Jóhanna Vigdís.Felix talaði fyrir Magga Víglunds og Vidda.Eftir Aladdín fór boltinn að rúlla Felix Bergsson hefur slegið í gegn í teiknimyndabransanum undanfarin ár. Hann talar meðal annars fyrir Aladdín, Vidda í Toy Story, Magga Víglunds í Monsters, Inc. og fjölmarga fleiri karaktera. „Það er fátt skemmtilegra en að talsetja. Það kemur fyrir að krakkar stoppa mig þegar þau heyra rödd mína, horfa jafnvel á mig og hugsa: heyrðu, ég kannast við þessa rödd. Mér finnst það bara gaman og spila með, segi kannski einhverja þekkta setningu og það vekur mikla lukku,“ segir Felix Bergson spurður um athyglina sem hann fær þegar krakkar heyra rödd hans. „Aladdín er líklega eftirminnilegasta hlutverkið mitt, eftir það fór boltinn að rúlla. Enda sló sú mynd heldur betur í gegn. Ef ég ætti að nefna uppáhalds talsetninguna mína þá er það líklega Maggi Víglunds í Monsters, Inc. Hann er leikinn af Billy Crystal og það er mjög gaman að feta í fótspor hans, hann er alveg frábær,“ segir Felix.Laddi talaði fyrir Strumpana og Júlla kóng.Talar fyrir fyndnu raddirnar Þórhallur Sigurðsson eða Laddi hefur líklega verið hvað lengst í þessum bransa og talað fyrir fjöldann allan af skemmtilegum karakterum, andann í Aladdín, Strumpana, Tímon í Lion King, asnann í Shrek, drekann í Múlan, Tuma tígur í Bangsímon og Júlla kóng í Madagaskar svo eitthvað sé nefnt. „Ég er yfirleitt látinn lesa fyndnu raddirnar,“ segir Laddi. „Þetta byrjaði allt á Strumpunum, það var með því fyrsta sem ég gerði. Mér finnst þetta alveg ótrúlega gaman og með því skemmtilegra sem ég geri. Uppáhaldsröddin mín er Tímon í Lion King, hann er alveg einstaklega fyndin og skemmtileg persóna. En erfiðastir eru líklega Strumparnir, þegar ég talaði fyrir þá var ekki þessi tækni sem er í dag, svo var andinn í Aladdín líka erfiður, hann var svo hraður og alltaf að skipta um raddir. Það var einhver sem sagði mér að hljómurinn í rödd minni væri svo sannur. Það er mjög fínt hrós,“ segir Laddi ánægður með einlægt hrós.Vigdís Hrefna talar fyrir Dóru landkönnuð og Kiara.Mjög stolt af Dóru landkönnuði„Ég byrjaði að talsetja þegar ég var tvítug sumarið áður en ég fór í leiklistarskólann hjá Júlla heitnum Agnars sem var okkar fremsti talsetjari. Ég vann mikið hjá honum í gegn um tíðina og hann kenndi mér mjög margt. Fyrsta hlutverkið mitt var Kiara í Lion King 2,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona en hún hefur tekið að sér fjöldann allan af hlutverkum. „Síðan þá eru hlutverkin orðin ansi mörg, þau stærstu eru líklega Mjallhvít, Ástríður í Að temja drekann sinn og Landkönnuðurinn Dóra. „Ég er reyndar mjög stolt af Dóru, hún er frábær fyrirmynd í þessum kynjaða heimi teiknimyndanna. Sú mynd sem ég er stoltust af er líklega Mjallhvít, það er svo falleg mynd og talsetningin heppnaðist mjög vel,“ segir Vigdís Hrefna.Hjálmar talar fyrir Pó.Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri Hjálmar Hjálmarsson er þaulvanur í talsetningarbransanum en hann hefur bæði verið að talsetja og leikstýra talsetningu undanfarin ár, en hvernig fór þetta allt saman af stað? „Þetta byrjaði þegar ég útskrifað ist, ég fékk hlutverk við að talsetja hjá RÚV. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég fór í prufur til Júlla Agnars, hann er algjört „legend“ og frumkvöðull í þessum bransa. Hann var með Stúdíó eitt og talsetti yfir 100 myndir, aðallega fyrir Disney. Hjá honum hafa flest allir verið, hann var alveg frábær,“ segir Hjálmar. „Uppáhaldspersónan sem ég hef talað fyrir er Gríslingur í Bangsímon, hann er svo viðkunnanlegur karakter og handritið er svo skemmtilega skrifað. Barnaefni sem höfðar bæði til fullorðinna og barna er skemmtilegast, húmorinn og heimspekin skipta miklu máli.“ Þessa dagana er Hjálmar að talsetja Kung Fu Panda 3 þar sem hann fer með hlutverk Po en leikarinn Jack Black talar fyrir hann á ensku. „Við erum andlegir bræður þar sem við eigum sama afmælisdag, ég tengi vel við hann og Po er í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Hjálmar um hlutverk sitt í Kung Fu Panda 3 sem fljótlega verður sýnd hér á landi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira