Will og Grace koma saman á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2016 19:51 Þau Jack, Megan, Will og Grace voru hrókar alls fagnaðar í upphafi nýrrar aldar. mynd/nbc Það verða ekki einungis vinirnir í Friends sem munu koma saman á næstunni heldur einnig hópurinn sem stóð að hinum geysivinsælu þáttum Will and Grace. Þrátt fyrir að hafa alltaf verið í skugga Friends nutu þau Will og Grace vinsælda á árabilinu 1998 til 2006 og hefur þeim stundum verið hrósað fyrir að auka sýnileika LGBT-samfélagsins. Þau Eric McCormack, sem lék Will Truman, og meðleigjandi hans Grace Adler, sem leikin var af Debru Messing, munu leiða saman hesta sína í febrúar ásamt þeim Megan Mullally (Karen Walker) og Sean Hayes (Jack McFarland).Sjá einnig: Vinirnir koma saman á ný Munu þau öll koma fram í sérstökum sjónvarpsþætti sem gerður verður til að heiðra handritshöfundinn James Burrows og þá 1000 þætti sem hann hefur komið að. Í þættinum munu leikararnir í Friends einnig koma fram, að frátöldum Matthew Perry, sem lék Chandler, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Fram kemur í Hollywood Life að þátturinn verði tekinn upp þann 24. janúar og komi fyrir sjónir almennings um mánuði síðar, þann 21. febrúar. „Þetta verður endurkomuþáttur allra endurkomuþátta. Þið hafið ekki séð neitt í líkingu við hann," er haft eftir aðstandendum þáttarins. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Það verða ekki einungis vinirnir í Friends sem munu koma saman á næstunni heldur einnig hópurinn sem stóð að hinum geysivinsælu þáttum Will and Grace. Þrátt fyrir að hafa alltaf verið í skugga Friends nutu þau Will og Grace vinsælda á árabilinu 1998 til 2006 og hefur þeim stundum verið hrósað fyrir að auka sýnileika LGBT-samfélagsins. Þau Eric McCormack, sem lék Will Truman, og meðleigjandi hans Grace Adler, sem leikin var af Debru Messing, munu leiða saman hesta sína í febrúar ásamt þeim Megan Mullally (Karen Walker) og Sean Hayes (Jack McFarland).Sjá einnig: Vinirnir koma saman á ný Munu þau öll koma fram í sérstökum sjónvarpsþætti sem gerður verður til að heiðra handritshöfundinn James Burrows og þá 1000 þætti sem hann hefur komið að. Í þættinum munu leikararnir í Friends einnig koma fram, að frátöldum Matthew Perry, sem lék Chandler, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Fram kemur í Hollywood Life að þátturinn verði tekinn upp þann 24. janúar og komi fyrir sjónir almennings um mánuði síðar, þann 21. febrúar. „Þetta verður endurkomuþáttur allra endurkomuþátta. Þið hafið ekki séð neitt í líkingu við hann," er haft eftir aðstandendum þáttarins.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein