Tesla Model S söluhæsti rafmagnsbíllinn í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2016 09:18 Tesla Model S. Tesla seldi 50.366 bíla af gerðinni Tesla Model S í fyrra sem gerir hann af sölhæsta rafmagnsbíl heimsins í fyrra en Nissan Leaf var í öðru sæti með um 43.000 bíla selda. Sala hans í Bandaríkjunum hrundi mikið milli ára, en í fyrra seldust 17.269 slíkir en 30.200 árið 2014. Tesla Model S er nú orðinn næst söluhæsti rafmagnsbíll heims frá upphafi með 107.148 bíla selda síðan um mitt ár 2012. Tesla Model er langt frá heildarsölu Nissan Leaf sem selst hefur í meira en 200.000 eintökum frá tilkomu hans. Chevrolet Volt er svo rétt á eftir Tesla Model S með 106.000 bíla selda, en bæði Volt og Leaf komu á markað í enda árs 2010, eða 16 mánuðum á undan Tesla Model S. Í fjórða sæti er svo Mitsubishi Outlander PHEV með um 39.000 bíla sölu og í fimmta er síðan kínverski rafmagnsbíllinn BYD Qin PHEV með 31.898 eintök seld. BMW i3 kemur svo þar á eftir með 24.057 eintök seld. Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent
Tesla seldi 50.366 bíla af gerðinni Tesla Model S í fyrra sem gerir hann af sölhæsta rafmagnsbíl heimsins í fyrra en Nissan Leaf var í öðru sæti með um 43.000 bíla selda. Sala hans í Bandaríkjunum hrundi mikið milli ára, en í fyrra seldust 17.269 slíkir en 30.200 árið 2014. Tesla Model S er nú orðinn næst söluhæsti rafmagnsbíll heims frá upphafi með 107.148 bíla selda síðan um mitt ár 2012. Tesla Model er langt frá heildarsölu Nissan Leaf sem selst hefur í meira en 200.000 eintökum frá tilkomu hans. Chevrolet Volt er svo rétt á eftir Tesla Model S með 106.000 bíla selda, en bæði Volt og Leaf komu á markað í enda árs 2010, eða 16 mánuðum á undan Tesla Model S. Í fjórða sæti er svo Mitsubishi Outlander PHEV með um 39.000 bíla sölu og í fimmta er síðan kínverski rafmagnsbíllinn BYD Qin PHEV með 31.898 eintök seld. BMW i3 kemur svo þar á eftir með 24.057 eintök seld.
Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent