Mikil stemning fyrir að heiðra minningu Bowies Guðrún Ansnes skrifar 12. janúar 2016 10:15 Ása Baldursdóttir fyrir framan vegginn þar sem veggspjöldin hanga, en þau eru til sýnis í Bíói Paradís. Vísir/Anton Svartir sunnudagar hafa fest sig í sessi í Bíói Paradís á sunnudögum. Segir Ása Baldursdóttir vinsældirnar vaxa býsna hratt, og ef fer sem horfir verður janúarmánuður stærsti mánuður kvikmyndahússins til þessa. „Ef okkur tekst að fylla á Bowie, eins og gerðist með nýársmyndina okkar, Space Odyssey, þar sem við fylltum sal eitt, sem tekur tvö hundruð og fimm manns, og sal tvö sem tekur hundrað þrjátíu og fimm manns, þá erum við á ansi góðri leið.“ Líkt og alþjóð veit, lést tónlistarmaðurinn, leikarinn og listræna kamelljónið Bowie í byrjun vikunnar eftir stutta baráttu við krabbamein. BowieLeikarinn BowieÁsa segist ekki eiga von á öðru en að aðsóknin á myndina The Man Who Fell to Earth, þar sem David Bowie fer með aðalhlutverk, standist væntingar, en upphaflega hafi staðið til að sýna myndina Pulp Fiction. „Bowie lést, svo við urðum að bregðast við því og munum þess vegna skipta Pulp Fiction út. Ég finn fyrir rosalega mikilli stemningu fyrir að heiðra minningu Bowies, sem var ekki síður góður í kvikmyndum. Hans arfleifð er mjög mikil, sérstaklega miðað við að menn muna ekki eftir honum þannig, heldur aðallega sem tónlistarmanni,“ útskýrir Ása og bendir á að myndin sé án nokkurs vafa stórmerkileg. „Hann er í aðalhlutverki í myndinni, sem er vísindaskáldskapur og fjallar um þegar karakter Bowies, sem er geimvera, sem kemur til jarðarinnar í leit að vatni með það fyrir augum að bjarga plánetunni sinni. Þessi mynd fellur vel að því sem við erum að gera í Bíó Paradís, þar sem þessi mynd er sannarlega menningarleg varða, svona „cult classic“ mynd með breiða skírskotun í listrænt gildi og listrænar áherslur í kvikmyndalist.“Veggspjald vikunnar er glæsilegt, en Sólveg Pálsdóttir hafði veg og vanda að gerð þess.„Cult Class“ æðiÁsa segir hópinn sem sér um þessa „cult class“ dagskrá einu sinni í viku, samanstanda af einhverjum svakalegustu kvikmyndaspekúlöntum landsins, þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Hugleiki Dagssyni og Sjón. „Þeir hafa mikinn metnað fyrir að hlusta á nærsamfélagið, svo prógrammið okkar er alltaf svo skemmtilegt og það laðar að.“ Sé sú skemmtilega hefð komin á að fenginn sé nýr listamaður í hvert skipti til að endurgera veggspjöld hverrar myndar sem sýnd er. „Við fáum þessa listamenn til að gera spjöldin undir leiðsögn Hugleiks Dagssonar, og svo eru þessi spjöld seld við vægu verði, og aðeins eru gerð þrjú svo um safngripi er að ræða. Af hverju þrjú? Vegna þess að við viljum ekki hafa þau fjöldaframleidd, og svona hafa þau líka ákveðið listrænt gildi fyrir innlent listalíf í Reykjavík.“ Sem dæmi um listamenn sem tekið hafa sér verkfæri í hönd má nefna Lóu Hjálmtýsdóttur, Bobby Breiðholt, Sunnu Ben og Pál Óskar. Aðspurð um hvort einhvers konar „cult classic“ æði sé að renna á landann, segir hún að sér sýnist það miðað við aðsóknina undanfarið. „Þetta er að verða trend, og það er vegna þess að fólk nýtur þess að koma saman og upplifa kvikmyndalistina, í sama rýminu. Við erum með bestu mynd- og hljóðgæði á landinu, þar sem við erum nýbúin að digital-væða bíóið. Það að koma saman og upplifa kvikmyndir sem fólk man eftir, eða hefur upplifað fyrir löngu, sem falla undir „cult“, sumsé ekki nýjar og hafa þegar sett mark sitt á kvikmyndasöguna, er framtíð bíósins að okkar mati.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lík David Bowie brennt til ösku Söngvarinn hafði beint þeim orðum til ástvina sinna að hann fengi að "fara án alls umstangs“. 14. janúar 2016 08:13 Bowie ber ábyrgð á svanakjól Bjarkar Björk segir að það hafi verið fyrir áhrif frá David Bowie að hún ákvað að vera í frægum svanakjól sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna. 13. janúar 2016 08:59 Safna fyrir stafrænu sýningarkerfi Aðstandendur Skjaldborgar – hátíðar íslenskra heimildamynda, vilja vekja athygli á söfnun sem nú stendur yfir á Karolina fund til kaupa á stafrænu sýningarkerfi fyrir Skjaldborgarbíó á Patreksfirði. 25. nóvember 2015 17:30 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Svartir sunnudagar hafa fest sig í sessi í Bíói Paradís á sunnudögum. Segir Ása Baldursdóttir vinsældirnar vaxa býsna hratt, og ef fer sem horfir verður janúarmánuður stærsti mánuður kvikmyndahússins til þessa. „Ef okkur tekst að fylla á Bowie, eins og gerðist með nýársmyndina okkar, Space Odyssey, þar sem við fylltum sal eitt, sem tekur tvö hundruð og fimm manns, og sal tvö sem tekur hundrað þrjátíu og fimm manns, þá erum við á ansi góðri leið.“ Líkt og alþjóð veit, lést tónlistarmaðurinn, leikarinn og listræna kamelljónið Bowie í byrjun vikunnar eftir stutta baráttu við krabbamein. BowieLeikarinn BowieÁsa segist ekki eiga von á öðru en að aðsóknin á myndina The Man Who Fell to Earth, þar sem David Bowie fer með aðalhlutverk, standist væntingar, en upphaflega hafi staðið til að sýna myndina Pulp Fiction. „Bowie lést, svo við urðum að bregðast við því og munum þess vegna skipta Pulp Fiction út. Ég finn fyrir rosalega mikilli stemningu fyrir að heiðra minningu Bowies, sem var ekki síður góður í kvikmyndum. Hans arfleifð er mjög mikil, sérstaklega miðað við að menn muna ekki eftir honum þannig, heldur aðallega sem tónlistarmanni,“ útskýrir Ása og bendir á að myndin sé án nokkurs vafa stórmerkileg. „Hann er í aðalhlutverki í myndinni, sem er vísindaskáldskapur og fjallar um þegar karakter Bowies, sem er geimvera, sem kemur til jarðarinnar í leit að vatni með það fyrir augum að bjarga plánetunni sinni. Þessi mynd fellur vel að því sem við erum að gera í Bíó Paradís, þar sem þessi mynd er sannarlega menningarleg varða, svona „cult classic“ mynd með breiða skírskotun í listrænt gildi og listrænar áherslur í kvikmyndalist.“Veggspjald vikunnar er glæsilegt, en Sólveg Pálsdóttir hafði veg og vanda að gerð þess.„Cult Class“ æðiÁsa segir hópinn sem sér um þessa „cult class“ dagskrá einu sinni í viku, samanstanda af einhverjum svakalegustu kvikmyndaspekúlöntum landsins, þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Hugleiki Dagssyni og Sjón. „Þeir hafa mikinn metnað fyrir að hlusta á nærsamfélagið, svo prógrammið okkar er alltaf svo skemmtilegt og það laðar að.“ Sé sú skemmtilega hefð komin á að fenginn sé nýr listamaður í hvert skipti til að endurgera veggspjöld hverrar myndar sem sýnd er. „Við fáum þessa listamenn til að gera spjöldin undir leiðsögn Hugleiks Dagssonar, og svo eru þessi spjöld seld við vægu verði, og aðeins eru gerð þrjú svo um safngripi er að ræða. Af hverju þrjú? Vegna þess að við viljum ekki hafa þau fjöldaframleidd, og svona hafa þau líka ákveðið listrænt gildi fyrir innlent listalíf í Reykjavík.“ Sem dæmi um listamenn sem tekið hafa sér verkfæri í hönd má nefna Lóu Hjálmtýsdóttur, Bobby Breiðholt, Sunnu Ben og Pál Óskar. Aðspurð um hvort einhvers konar „cult classic“ æði sé að renna á landann, segir hún að sér sýnist það miðað við aðsóknina undanfarið. „Þetta er að verða trend, og það er vegna þess að fólk nýtur þess að koma saman og upplifa kvikmyndalistina, í sama rýminu. Við erum með bestu mynd- og hljóðgæði á landinu, þar sem við erum nýbúin að digital-væða bíóið. Það að koma saman og upplifa kvikmyndir sem fólk man eftir, eða hefur upplifað fyrir löngu, sem falla undir „cult“, sumsé ekki nýjar og hafa þegar sett mark sitt á kvikmyndasöguna, er framtíð bíósins að okkar mati.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lík David Bowie brennt til ösku Söngvarinn hafði beint þeim orðum til ástvina sinna að hann fengi að "fara án alls umstangs“. 14. janúar 2016 08:13 Bowie ber ábyrgð á svanakjól Bjarkar Björk segir að það hafi verið fyrir áhrif frá David Bowie að hún ákvað að vera í frægum svanakjól sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna. 13. janúar 2016 08:59 Safna fyrir stafrænu sýningarkerfi Aðstandendur Skjaldborgar – hátíðar íslenskra heimildamynda, vilja vekja athygli á söfnun sem nú stendur yfir á Karolina fund til kaupa á stafrænu sýningarkerfi fyrir Skjaldborgarbíó á Patreksfirði. 25. nóvember 2015 17:30 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Lík David Bowie brennt til ösku Söngvarinn hafði beint þeim orðum til ástvina sinna að hann fengi að "fara án alls umstangs“. 14. janúar 2016 08:13
Bowie ber ábyrgð á svanakjól Bjarkar Björk segir að það hafi verið fyrir áhrif frá David Bowie að hún ákvað að vera í frægum svanakjól sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna. 13. janúar 2016 08:59
Safna fyrir stafrænu sýningarkerfi Aðstandendur Skjaldborgar – hátíðar íslenskra heimildamynda, vilja vekja athygli á söfnun sem nú stendur yfir á Karolina fund til kaupa á stafrænu sýningarkerfi fyrir Skjaldborgarbíó á Patreksfirði. 25. nóvember 2015 17:30