Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2016 13:30 Frá flóttamannabúðum í Líbanon. Vísir/EPA Undanfarna mánuði hafa yfirvöld Líbanon hert reglurnar varðandi aðkomu flóttafólks. Hingað til hefur landið tekið á móti um milljón flóttamönnum frá Sýrlandi hefur fólk nú þurft að snúa við á landamærunum og fara aftur inn á átakasvæði þar í landi. Þó getur fólk reynt að koma sér fyrir með ólöglegum hætti og gert sig þannig berskjaldað fyrir misnotkun og misbeitingu. Yfirvöld í Tyrklandi og í Jórdaníu hafa einnig hert lög og reglur til að draga úr flótta fólks inn fyrir landamæri þeirra. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu í dag skýrslu um breytingarnar í Líbanon og segja þær skapa eldfimt ástand.Myndband Human Rights Watch um breyttu reglurnar. Hingað til hafa flóttamenn geta farið til Líbanon nánast óáreittir. Einnig hafa þau geta endurnýjað dvalarleyfi sitt án endurgjalds. Nú þurfa flóttamenn hins vegar að borga 200 dali, um 26 þúsund krónur, til að endurnýja dvalarleyfi sitt á ári hverju. Þá hefur flóttamönnum verið skipt í tvo flokka. Í öðrum eru flóttamenn sem hafa skráð sig hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og í hinum eru aðrir. Þeir sem ekki hafa skráð sig hjá UNHCR þurfa að fá ríkisborgara Líbanon sem stuðningsaðila. Allir þurfa að sýna skilríki og sýna fram á að þau hafi þak yfir höfuðið.UNHCR segja að í Líbanon hafi 1,2 milljónir flóttamanna skráð sig hjá þeim, en yfirvöld þar hafa ekki birt tölur um heildarfjölda flóttafólks. Rannsakendur Human Rights Watch ræddu við 40 flóttamenn og af þeim voru einungis fjórir sem náðu að endurnýja dvalarleyfi sitt. Þegar flóttafólk missir lagalega stöðu sína eru þau berskjölduð fyrir misnotkun vinnuveitanda og geta ekki snúið sér til yfirvalda. Fimm konur sem HRW ræddu við sögðu að vinnuveitendur þeirra hefðu áreit sig kynferðislega eða reynt að misþyrma sér. Sömu sögu er að segja af stuðningsaðilakerfinu. Hjálparstarfsmönnum hafa borist fjöldinn allur af tilkynningum um að stuðningsaðilar misþyrmi flóttafólki. Einn flóttamaður sem rætt var við lýsti kerfinu sem þrældómi.Um 1,2 milljónir flóttafólks hefur skráð sig í Líbanon.Vísir/EPAAP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi 407 flóttamönnum verið vísað frá Líbanon. Þá hafi aðrir nágrannar Sýrlands hafi einnig hert lög og reglur varðandi komur flóttafólks. Í Jórdaníu hafa skilyrði fyrir skráningu flóttafólks þar í landi verið hert. Um 16 þúsund flóttamenn sitja nú við landamæri Jórdaníu og bíða eftir að fá inngöngu þar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að kalt sé á svæðinu og stór hluti þessa fólks séu konur og börn. Um 630 flóttamenn eru í Jórdaníu. Undanfarna mánuði hafa þó þúsundir farið þaðan með flugvélum til Tyrklands. Þaðan leggja þau leið sína til Evrópu. Þá hafi aðrir snúið aftur til Sýrlands, en hjálparstofnanir hafa undanfarið þurft að draga úr aðstoð við flóttafólk vegna skorts á fjármagni. Í síðasta mánuði hófu Tyrkir að hefta för Sýrlendinga yfir lanamærin. Þar eru nú um tvær milljónir manna frá Sýrlandi. Tyrkir gerðu í fyrra samkomulag við Evrópusambandið um að herða eftirlit með landamærum sínum í skiptum fyrir aukna fjárhagsaðstoð vegna flóttamannavandans. Flóttamenn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa yfirvöld Líbanon hert reglurnar varðandi aðkomu flóttafólks. Hingað til hefur landið tekið á móti um milljón flóttamönnum frá Sýrlandi hefur fólk nú þurft að snúa við á landamærunum og fara aftur inn á átakasvæði þar í landi. Þó getur fólk reynt að koma sér fyrir með ólöglegum hætti og gert sig þannig berskjaldað fyrir misnotkun og misbeitingu. Yfirvöld í Tyrklandi og í Jórdaníu hafa einnig hert lög og reglur til að draga úr flótta fólks inn fyrir landamæri þeirra. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu í dag skýrslu um breytingarnar í Líbanon og segja þær skapa eldfimt ástand.Myndband Human Rights Watch um breyttu reglurnar. Hingað til hafa flóttamenn geta farið til Líbanon nánast óáreittir. Einnig hafa þau geta endurnýjað dvalarleyfi sitt án endurgjalds. Nú þurfa flóttamenn hins vegar að borga 200 dali, um 26 þúsund krónur, til að endurnýja dvalarleyfi sitt á ári hverju. Þá hefur flóttamönnum verið skipt í tvo flokka. Í öðrum eru flóttamenn sem hafa skráð sig hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og í hinum eru aðrir. Þeir sem ekki hafa skráð sig hjá UNHCR þurfa að fá ríkisborgara Líbanon sem stuðningsaðila. Allir þurfa að sýna skilríki og sýna fram á að þau hafi þak yfir höfuðið.UNHCR segja að í Líbanon hafi 1,2 milljónir flóttamanna skráð sig hjá þeim, en yfirvöld þar hafa ekki birt tölur um heildarfjölda flóttafólks. Rannsakendur Human Rights Watch ræddu við 40 flóttamenn og af þeim voru einungis fjórir sem náðu að endurnýja dvalarleyfi sitt. Þegar flóttafólk missir lagalega stöðu sína eru þau berskjölduð fyrir misnotkun vinnuveitanda og geta ekki snúið sér til yfirvalda. Fimm konur sem HRW ræddu við sögðu að vinnuveitendur þeirra hefðu áreit sig kynferðislega eða reynt að misþyrma sér. Sömu sögu er að segja af stuðningsaðilakerfinu. Hjálparstarfsmönnum hafa borist fjöldinn allur af tilkynningum um að stuðningsaðilar misþyrmi flóttafólki. Einn flóttamaður sem rætt var við lýsti kerfinu sem þrældómi.Um 1,2 milljónir flóttafólks hefur skráð sig í Líbanon.Vísir/EPAAP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi 407 flóttamönnum verið vísað frá Líbanon. Þá hafi aðrir nágrannar Sýrlands hafi einnig hert lög og reglur varðandi komur flóttafólks. Í Jórdaníu hafa skilyrði fyrir skráningu flóttafólks þar í landi verið hert. Um 16 þúsund flóttamenn sitja nú við landamæri Jórdaníu og bíða eftir að fá inngöngu þar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að kalt sé á svæðinu og stór hluti þessa fólks séu konur og börn. Um 630 flóttamenn eru í Jórdaníu. Undanfarna mánuði hafa þó þúsundir farið þaðan með flugvélum til Tyrklands. Þaðan leggja þau leið sína til Evrópu. Þá hafi aðrir snúið aftur til Sýrlands, en hjálparstofnanir hafa undanfarið þurft að draga úr aðstoð við flóttafólk vegna skorts á fjármagni. Í síðasta mánuði hófu Tyrkir að hefta för Sýrlendinga yfir lanamærin. Þar eru nú um tvær milljónir manna frá Sýrlandi. Tyrkir gerðu í fyrra samkomulag við Evrópusambandið um að herða eftirlit með landamærum sínum í skiptum fyrir aukna fjárhagsaðstoð vegna flóttamannavandans.
Flóttamenn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira