Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2016 13:30 Frá flóttamannabúðum í Líbanon. Vísir/EPA Undanfarna mánuði hafa yfirvöld Líbanon hert reglurnar varðandi aðkomu flóttafólks. Hingað til hefur landið tekið á móti um milljón flóttamönnum frá Sýrlandi hefur fólk nú þurft að snúa við á landamærunum og fara aftur inn á átakasvæði þar í landi. Þó getur fólk reynt að koma sér fyrir með ólöglegum hætti og gert sig þannig berskjaldað fyrir misnotkun og misbeitingu. Yfirvöld í Tyrklandi og í Jórdaníu hafa einnig hert lög og reglur til að draga úr flótta fólks inn fyrir landamæri þeirra. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu í dag skýrslu um breytingarnar í Líbanon og segja þær skapa eldfimt ástand.Myndband Human Rights Watch um breyttu reglurnar. Hingað til hafa flóttamenn geta farið til Líbanon nánast óáreittir. Einnig hafa þau geta endurnýjað dvalarleyfi sitt án endurgjalds. Nú þurfa flóttamenn hins vegar að borga 200 dali, um 26 þúsund krónur, til að endurnýja dvalarleyfi sitt á ári hverju. Þá hefur flóttamönnum verið skipt í tvo flokka. Í öðrum eru flóttamenn sem hafa skráð sig hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og í hinum eru aðrir. Þeir sem ekki hafa skráð sig hjá UNHCR þurfa að fá ríkisborgara Líbanon sem stuðningsaðila. Allir þurfa að sýna skilríki og sýna fram á að þau hafi þak yfir höfuðið.UNHCR segja að í Líbanon hafi 1,2 milljónir flóttamanna skráð sig hjá þeim, en yfirvöld þar hafa ekki birt tölur um heildarfjölda flóttafólks. Rannsakendur Human Rights Watch ræddu við 40 flóttamenn og af þeim voru einungis fjórir sem náðu að endurnýja dvalarleyfi sitt. Þegar flóttafólk missir lagalega stöðu sína eru þau berskjölduð fyrir misnotkun vinnuveitanda og geta ekki snúið sér til yfirvalda. Fimm konur sem HRW ræddu við sögðu að vinnuveitendur þeirra hefðu áreit sig kynferðislega eða reynt að misþyrma sér. Sömu sögu er að segja af stuðningsaðilakerfinu. Hjálparstarfsmönnum hafa borist fjöldinn allur af tilkynningum um að stuðningsaðilar misþyrmi flóttafólki. Einn flóttamaður sem rætt var við lýsti kerfinu sem þrældómi.Um 1,2 milljónir flóttafólks hefur skráð sig í Líbanon.Vísir/EPAAP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi 407 flóttamönnum verið vísað frá Líbanon. Þá hafi aðrir nágrannar Sýrlands hafi einnig hert lög og reglur varðandi komur flóttafólks. Í Jórdaníu hafa skilyrði fyrir skráningu flóttafólks þar í landi verið hert. Um 16 þúsund flóttamenn sitja nú við landamæri Jórdaníu og bíða eftir að fá inngöngu þar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að kalt sé á svæðinu og stór hluti þessa fólks séu konur og börn. Um 630 flóttamenn eru í Jórdaníu. Undanfarna mánuði hafa þó þúsundir farið þaðan með flugvélum til Tyrklands. Þaðan leggja þau leið sína til Evrópu. Þá hafi aðrir snúið aftur til Sýrlands, en hjálparstofnanir hafa undanfarið þurft að draga úr aðstoð við flóttafólk vegna skorts á fjármagni. Í síðasta mánuði hófu Tyrkir að hefta för Sýrlendinga yfir lanamærin. Þar eru nú um tvær milljónir manna frá Sýrlandi. Tyrkir gerðu í fyrra samkomulag við Evrópusambandið um að herða eftirlit með landamærum sínum í skiptum fyrir aukna fjárhagsaðstoð vegna flóttamannavandans. Flóttamenn Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa yfirvöld Líbanon hert reglurnar varðandi aðkomu flóttafólks. Hingað til hefur landið tekið á móti um milljón flóttamönnum frá Sýrlandi hefur fólk nú þurft að snúa við á landamærunum og fara aftur inn á átakasvæði þar í landi. Þó getur fólk reynt að koma sér fyrir með ólöglegum hætti og gert sig þannig berskjaldað fyrir misnotkun og misbeitingu. Yfirvöld í Tyrklandi og í Jórdaníu hafa einnig hert lög og reglur til að draga úr flótta fólks inn fyrir landamæri þeirra. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu í dag skýrslu um breytingarnar í Líbanon og segja þær skapa eldfimt ástand.Myndband Human Rights Watch um breyttu reglurnar. Hingað til hafa flóttamenn geta farið til Líbanon nánast óáreittir. Einnig hafa þau geta endurnýjað dvalarleyfi sitt án endurgjalds. Nú þurfa flóttamenn hins vegar að borga 200 dali, um 26 þúsund krónur, til að endurnýja dvalarleyfi sitt á ári hverju. Þá hefur flóttamönnum verið skipt í tvo flokka. Í öðrum eru flóttamenn sem hafa skráð sig hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og í hinum eru aðrir. Þeir sem ekki hafa skráð sig hjá UNHCR þurfa að fá ríkisborgara Líbanon sem stuðningsaðila. Allir þurfa að sýna skilríki og sýna fram á að þau hafi þak yfir höfuðið.UNHCR segja að í Líbanon hafi 1,2 milljónir flóttamanna skráð sig hjá þeim, en yfirvöld þar hafa ekki birt tölur um heildarfjölda flóttafólks. Rannsakendur Human Rights Watch ræddu við 40 flóttamenn og af þeim voru einungis fjórir sem náðu að endurnýja dvalarleyfi sitt. Þegar flóttafólk missir lagalega stöðu sína eru þau berskjölduð fyrir misnotkun vinnuveitanda og geta ekki snúið sér til yfirvalda. Fimm konur sem HRW ræddu við sögðu að vinnuveitendur þeirra hefðu áreit sig kynferðislega eða reynt að misþyrma sér. Sömu sögu er að segja af stuðningsaðilakerfinu. Hjálparstarfsmönnum hafa borist fjöldinn allur af tilkynningum um að stuðningsaðilar misþyrmi flóttafólki. Einn flóttamaður sem rætt var við lýsti kerfinu sem þrældómi.Um 1,2 milljónir flóttafólks hefur skráð sig í Líbanon.Vísir/EPAAP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi 407 flóttamönnum verið vísað frá Líbanon. Þá hafi aðrir nágrannar Sýrlands hafi einnig hert lög og reglur varðandi komur flóttafólks. Í Jórdaníu hafa skilyrði fyrir skráningu flóttafólks þar í landi verið hert. Um 16 þúsund flóttamenn sitja nú við landamæri Jórdaníu og bíða eftir að fá inngöngu þar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að kalt sé á svæðinu og stór hluti þessa fólks séu konur og börn. Um 630 flóttamenn eru í Jórdaníu. Undanfarna mánuði hafa þó þúsundir farið þaðan með flugvélum til Tyrklands. Þaðan leggja þau leið sína til Evrópu. Þá hafi aðrir snúið aftur til Sýrlands, en hjálparstofnanir hafa undanfarið þurft að draga úr aðstoð við flóttafólk vegna skorts á fjármagni. Í síðasta mánuði hófu Tyrkir að hefta för Sýrlendinga yfir lanamærin. Þar eru nú um tvær milljónir manna frá Sýrlandi. Tyrkir gerðu í fyrra samkomulag við Evrópusambandið um að herða eftirlit með landamærum sínum í skiptum fyrir aukna fjárhagsaðstoð vegna flóttamannavandans.
Flóttamenn Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira