Enn tapar GM í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 16:29 Opel Astra verðlaunuð. Þrátt fyrir að General Motors hafi skilað góðum hagnaði á heimsvísu á síðustu árum hefur ávallt verið tap af rekstrinum í Evrópu og það breyttist ekki á árinu sem var að líða. GM stefnir þó að því að skila hagnaði á rekstri sínum í Evrópu í ár, í fyrsta sinn frá árinu 1999. Starfsemi General Motors í Evrópu samanstendur að mestu í sölu Opel og Vauxhall bíla og þar gengur nú betur og betur þrátt fyrir að Opel hafi hætt sölu í Rússlandi í kjölfar efnahagserfiðleika. GM hætti reyndar einnig sölu á Chevrolet bílum í Rússlandi og lokaði verksmiðju sinni í Pétursborg í fyrra. Tekist hefur að skera verulega niður kostnað og sala Opel og Vauxhall bíla gekk vel á nýliðnu ári í álfunni. Hagnaður af hverjum seldum bíl hefur líka hækkað. General Motors tapaði 200 milljón dollurum í þriðja ársfjórðungi í fyrra í Evrópu og minnkaði tapið um helming frá fyrra ári, en reksturinn var rétt um núllið á öðrum ársfjórðungi. Sala Opel og Vauxhall bíla jókst um 3,3% í fyrra, aðeins meira en markaðurinn í heild í Evrópu og var heildarsalan 1,1 milljón bílar. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent
Þrátt fyrir að General Motors hafi skilað góðum hagnaði á heimsvísu á síðustu árum hefur ávallt verið tap af rekstrinum í Evrópu og það breyttist ekki á árinu sem var að líða. GM stefnir þó að því að skila hagnaði á rekstri sínum í Evrópu í ár, í fyrsta sinn frá árinu 1999. Starfsemi General Motors í Evrópu samanstendur að mestu í sölu Opel og Vauxhall bíla og þar gengur nú betur og betur þrátt fyrir að Opel hafi hætt sölu í Rússlandi í kjölfar efnahagserfiðleika. GM hætti reyndar einnig sölu á Chevrolet bílum í Rússlandi og lokaði verksmiðju sinni í Pétursborg í fyrra. Tekist hefur að skera verulega niður kostnað og sala Opel og Vauxhall bíla gekk vel á nýliðnu ári í álfunni. Hagnaður af hverjum seldum bíl hefur líka hækkað. General Motors tapaði 200 milljón dollurum í þriðja ársfjórðungi í fyrra í Evrópu og minnkaði tapið um helming frá fyrra ári, en reksturinn var rétt um núllið á öðrum ársfjórðungi. Sala Opel og Vauxhall bíla jókst um 3,3% í fyrra, aðeins meira en markaðurinn í heild í Evrópu og var heildarsalan 1,1 milljón bílar.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent