Renault mest seldi sendibíllinn í Evrópu 18. árið í röð Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 09:31 Renault Master sendibíll. Samkeppni á fólks- og sendibílamarkaði er afar hörð um allan heim, þar sem álfurnar keppa sín á milli ekki síður en einstakir bílaframleiðendur. Samkeppni á sendibílamarkaði er einkar hörð í Evrópu þar sem Renault hefur ráðið ríkjum í tæpa tvo áratugi og lauk nýliðnu ári sem sigurvegari átjánda árið í röð. En það var mjótt á mununum. Framan af ári leiddi Ford keppnina en á endasprettinum tók Renault fram úr og lauk árinu með tæplega þrjú þúsund bíla forskoti á Ford. Seldi Renault alls 269.330 sendibíla á árinu. Þess má geta í lokin Renault nálgast einnig Ford sem næst mest selda merkið í Evrópu þegar taldir eru saman bæði fólksbílar og sendibílar. Einnig má geta þess að Nissan lauk árinu 2015 sem mest selda asíska bílamerkið í Evrópu og fór þar með fram úr Toyota sem leitt hefur söluna um árabil. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent
Samkeppni á fólks- og sendibílamarkaði er afar hörð um allan heim, þar sem álfurnar keppa sín á milli ekki síður en einstakir bílaframleiðendur. Samkeppni á sendibílamarkaði er einkar hörð í Evrópu þar sem Renault hefur ráðið ríkjum í tæpa tvo áratugi og lauk nýliðnu ári sem sigurvegari átjánda árið í röð. En það var mjótt á mununum. Framan af ári leiddi Ford keppnina en á endasprettinum tók Renault fram úr og lauk árinu með tæplega þrjú þúsund bíla forskoti á Ford. Seldi Renault alls 269.330 sendibíla á árinu. Þess má geta í lokin Renault nálgast einnig Ford sem næst mest selda merkið í Evrópu þegar taldir eru saman bæði fólksbílar og sendibílar. Einnig má geta þess að Nissan lauk árinu 2015 sem mest selda asíska bílamerkið í Evrópu og fór þar með fram úr Toyota sem leitt hefur söluna um árabil.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent