Þeir Cruise og Bruckheimer hafa talað um að gera framhald af hinni geysivinsælu Top Gun um árabil en aldrei hefur orðið af því. Þá framdi Tony Scott, leikstjóri myndarinnar, sjálfsvíg árið 2012 sem hægði enn fremur á gerð framhaldsmyndar.
Top Gun er af mörgum talin sú kvikmynd sem skaut Cruise á toppinn og gerði Bruckheimer einnig að vinsælum framleiðanda. Gerð framhaldsmyndarinnar hefur þó aldrei verið líklegri.
Just got back from a weekend in New Orleans to see my old friend @TomCruise and discuss a little Top Gun 2. pic.twitter.com/vA2xK7S7JS
— JERRY BRUCKHEIMER (@BRUCKHEIMERJB) January 26, 2016