Svíar undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. janúar 2016 23:50 Allt að annar hver flóttamaður sem kom til Svíþjóðar í fyrra getur átt von á því að vera fluttir á brott. vísir/getty Sænska ríkisstjórnin hefur beðið lögreglu og útlendingastofnun landsins um að undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna. Innanríkisráðherra landsins, Anders Ygeman, lýsir verkefninu sem mikilli áskorun og vill að leiguflugvélar verði brúkaðar til verksins. Þetta kemur fram á heimasíðum Dagens Industri og sænska ríkissjónvarpsins. Um 163.000 flóttamenn komu til Svíþjóðar í fyrra og ollu talsverðu álagi á móttökukerfi landsins. Gangi áætlanirnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum.Anders Ygemanvísir/getty„Það verða að minnsta kosti 60.000 flóttamenn fluttir á brott en talan gæti náð 80.000,“ segir Ygeman í samtali við Dagens Industri. „Þetta er mikil áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að huga að því hvernig við förum með féð okkar og að auka samstarf og samvinnu á milli stofnanna.“ Bæði lögregla og ríkisstjórn eru sammála um að stefna að því að nota leiguvélar til verksins. Hingað til, við brottflutning flóttamanna, hafa stjórnvöld notast við venjuleg farþegaflug. Vonast er til þess að leiguvélarnar muni auka afköst verksins til muna. „Ég held að við munum sjá meira af leiguvélum, já,“ segir Ygeman. Það er von Svía hægt verði að flytja flóttamenn á brott í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir en Ygeman fundaði í gær með Thomas de Maziere, þýskum starfsbróður sínum, vegna málsins. Stefnt er að því að grípa til fleiri aðgerða til að takmarka komu flóttamanna en meðal þess eru harðar aðgerðir gegn fyrirtækjum sem nota ólöglega innflytjendur sem starfskraft. Óvíst er hvenær flutningarnir geta hafist. Biðin eftir niðurstöðu hjá útlendingaeftirlitinu er löng auk þess að lönd á borð við Marokkó og Afganistan eru ekki fús til að taka á móti borgurum sínum á ný samkvæmt frétt DI. Líklegt þykir að fyrstu flóttamennirnir fari með leiguvélunum í upphafi næsta árs. Flóttamenn Tengdar fréttir Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31 Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36 44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45 „Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Sænska ríkisstjórnin hefur beðið lögreglu og útlendingastofnun landsins um að undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna. Innanríkisráðherra landsins, Anders Ygeman, lýsir verkefninu sem mikilli áskorun og vill að leiguflugvélar verði brúkaðar til verksins. Þetta kemur fram á heimasíðum Dagens Industri og sænska ríkissjónvarpsins. Um 163.000 flóttamenn komu til Svíþjóðar í fyrra og ollu talsverðu álagi á móttökukerfi landsins. Gangi áætlanirnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum.Anders Ygemanvísir/getty„Það verða að minnsta kosti 60.000 flóttamenn fluttir á brott en talan gæti náð 80.000,“ segir Ygeman í samtali við Dagens Industri. „Þetta er mikil áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að huga að því hvernig við förum með féð okkar og að auka samstarf og samvinnu á milli stofnanna.“ Bæði lögregla og ríkisstjórn eru sammála um að stefna að því að nota leiguvélar til verksins. Hingað til, við brottflutning flóttamanna, hafa stjórnvöld notast við venjuleg farþegaflug. Vonast er til þess að leiguvélarnar muni auka afköst verksins til muna. „Ég held að við munum sjá meira af leiguvélum, já,“ segir Ygeman. Það er von Svía hægt verði að flytja flóttamenn á brott í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir en Ygeman fundaði í gær með Thomas de Maziere, þýskum starfsbróður sínum, vegna málsins. Stefnt er að því að grípa til fleiri aðgerða til að takmarka komu flóttamanna en meðal þess eru harðar aðgerðir gegn fyrirtækjum sem nota ólöglega innflytjendur sem starfskraft. Óvíst er hvenær flutningarnir geta hafist. Biðin eftir niðurstöðu hjá útlendingaeftirlitinu er löng auk þess að lönd á borð við Marokkó og Afganistan eru ekki fús til að taka á móti borgurum sínum á ný samkvæmt frétt DI. Líklegt þykir að fyrstu flóttamennirnir fari með leiguvélunum í upphafi næsta árs.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31 Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36 44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45 „Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31
Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36
44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45
„Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00
Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56