Svíar undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. janúar 2016 23:50 Allt að annar hver flóttamaður sem kom til Svíþjóðar í fyrra getur átt von á því að vera fluttir á brott. vísir/getty Sænska ríkisstjórnin hefur beðið lögreglu og útlendingastofnun landsins um að undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna. Innanríkisráðherra landsins, Anders Ygeman, lýsir verkefninu sem mikilli áskorun og vill að leiguflugvélar verði brúkaðar til verksins. Þetta kemur fram á heimasíðum Dagens Industri og sænska ríkissjónvarpsins. Um 163.000 flóttamenn komu til Svíþjóðar í fyrra og ollu talsverðu álagi á móttökukerfi landsins. Gangi áætlanirnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum.Anders Ygemanvísir/getty„Það verða að minnsta kosti 60.000 flóttamenn fluttir á brott en talan gæti náð 80.000,“ segir Ygeman í samtali við Dagens Industri. „Þetta er mikil áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að huga að því hvernig við förum með féð okkar og að auka samstarf og samvinnu á milli stofnanna.“ Bæði lögregla og ríkisstjórn eru sammála um að stefna að því að nota leiguvélar til verksins. Hingað til, við brottflutning flóttamanna, hafa stjórnvöld notast við venjuleg farþegaflug. Vonast er til þess að leiguvélarnar muni auka afköst verksins til muna. „Ég held að við munum sjá meira af leiguvélum, já,“ segir Ygeman. Það er von Svía hægt verði að flytja flóttamenn á brott í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir en Ygeman fundaði í gær með Thomas de Maziere, þýskum starfsbróður sínum, vegna málsins. Stefnt er að því að grípa til fleiri aðgerða til að takmarka komu flóttamanna en meðal þess eru harðar aðgerðir gegn fyrirtækjum sem nota ólöglega innflytjendur sem starfskraft. Óvíst er hvenær flutningarnir geta hafist. Biðin eftir niðurstöðu hjá útlendingaeftirlitinu er löng auk þess að lönd á borð við Marokkó og Afganistan eru ekki fús til að taka á móti borgurum sínum á ný samkvæmt frétt DI. Líklegt þykir að fyrstu flóttamennirnir fari með leiguvélunum í upphafi næsta árs. Flóttamenn Tengdar fréttir Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31 Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36 44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45 „Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Sænska ríkisstjórnin hefur beðið lögreglu og útlendingastofnun landsins um að undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna. Innanríkisráðherra landsins, Anders Ygeman, lýsir verkefninu sem mikilli áskorun og vill að leiguflugvélar verði brúkaðar til verksins. Þetta kemur fram á heimasíðum Dagens Industri og sænska ríkissjónvarpsins. Um 163.000 flóttamenn komu til Svíþjóðar í fyrra og ollu talsverðu álagi á móttökukerfi landsins. Gangi áætlanirnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum.Anders Ygemanvísir/getty„Það verða að minnsta kosti 60.000 flóttamenn fluttir á brott en talan gæti náð 80.000,“ segir Ygeman í samtali við Dagens Industri. „Þetta er mikil áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að huga að því hvernig við förum með féð okkar og að auka samstarf og samvinnu á milli stofnanna.“ Bæði lögregla og ríkisstjórn eru sammála um að stefna að því að nota leiguvélar til verksins. Hingað til, við brottflutning flóttamanna, hafa stjórnvöld notast við venjuleg farþegaflug. Vonast er til þess að leiguvélarnar muni auka afköst verksins til muna. „Ég held að við munum sjá meira af leiguvélum, já,“ segir Ygeman. Það er von Svía hægt verði að flytja flóttamenn á brott í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir en Ygeman fundaði í gær með Thomas de Maziere, þýskum starfsbróður sínum, vegna málsins. Stefnt er að því að grípa til fleiri aðgerða til að takmarka komu flóttamanna en meðal þess eru harðar aðgerðir gegn fyrirtækjum sem nota ólöglega innflytjendur sem starfskraft. Óvíst er hvenær flutningarnir geta hafist. Biðin eftir niðurstöðu hjá útlendingaeftirlitinu er löng auk þess að lönd á borð við Marokkó og Afganistan eru ekki fús til að taka á móti borgurum sínum á ný samkvæmt frétt DI. Líklegt þykir að fyrstu flóttamennirnir fari með leiguvélunum í upphafi næsta árs.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31 Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36 44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45 „Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að ríki heimsins auki fjárveitingu til málefna flóttafólks um 30 prósent. 22. janúar 2016 11:31
Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36
44 drukknuðu í Eyjahafi Tveir bátar sukku við strendur grískra eyja og meðal hinna látnu eru sautján börn. 22. janúar 2016 12:45
„Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“ Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar. 23. janúar 2016 11:00
Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56